Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi

Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.

Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Auglýsing

„In­spired by Iceland býður fólki um allan heim að losa um upp­safn­aða streitu vegna Covid-19 með því að láta öskur sitt hljóma á Ísland­i.“Á þessum orðum hefst frétta­til­kynn­ing frá Íslands­stofu sem send var út til fjöl­miðla í morg­un. Í henni kemur fram að hátöl­urum hafi verið komið fyrir víðs vegar um landið og að hægt sé að taka öskrin upp með aðstoð tölvu eða síma á vef­síð­unni www.looksli­keyou­need­iceland.com næstu tvær vik­ur.

Auglýsing„Það verða sjö hátal­arar sem koma öskr­unum til skila á Íslandi og getur fólk valið um stað­setn­ing­u,“ segir enn­fremur í til­kynn­ing­unni. Hátal­ar­arnir eru í Viðey í Reykja­vík, Fest­ar­fjall við Grinda­vík, í nágrenni Skóg­ar­foss, skammt utan við Djúpa­vog, við rætur Snæ­fells­jök­uls, við Kálfs­ham­ars­vík og við Rauða­sand á Vest­fjörð­um. „Not­endur fá svo að lokum mynd­bands­upp­töku af því þegar öskrið þeirra „glym­ur“ á Íslandi. Íslend­ingar þurfa þó ekki að ótt­ast að gremju­öskur útlend­inga skemmi sum­ar­frí þeirra þar sem hljóð­styrknum er stillt í hóf.“

Her­ferðin hefur hlotið nafnið „Let It Out“ eða „Los­aðu þig við það“. Í til­kynn­ing­unni segir að hún sæki „inn­blástur til kenn­inga sál­fræð­inga um streitu­los­andi áhrif þess að öskra af öllum lífs og sálar kröft­u­m“. Í könnun sem fram­kvæmd var á erlendum mörk­uðum fyrir Inspired by Iceland í byrjun júní sögð­ust 40 pró­sent aðspurðra finna fyrir streitu­ein­kennum vegna Covid-19, og 37 pró­sent svör­uðu að ástandið hefði haft nei­kvæð áhrif á sál­ar­tetr­ið. „Lang­vinn inni­vera, ein­semd, enda­lausir fjar­fundir og röskun á dag­legu lífi, auk tak­mark­ana á ferða­lögum milli landa, hafa aukið streitu fólks. Her­ferð­inni er ætlað að draga fram kosti Íslands sem áfanga­stað­ar.“

Fólk getur valið hvar öskur þeirra mun hljóma. Mynd: ÍslandsstofaÍ til­kynn­ing­unni er haft eftir Sig­ríði Dögg Guð­munds­dótt­ur, fag­stjóra ferða­þjón­ustu hjá Íslands­stofu, að með her­ferð­inni sé ætl­unin að vekja athygli til­von­andi ferða­manna á því að það sé  „til­tölu­lega öruggt að ferð­ast til Íslands og að hér er hægt að upp­lifa fal­lega nátt­úru í fámenni, en það er eitt­hvað sem við teljum að fólk muni sækj­ast eftir þegar áhugi fólks á að ferð­ast eykst á ný“.Haft er eftir Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dóttur atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráð­herra að það sé spenn­andi að geta boðið fólki að upp­lifa Ísland með þessum hætti. „Ég held að við þurfum öll að losa um streitu eftir und­an­farna mán­uði, og Ísland hefur allt til að bjóða fyrir fólk sem þarf á end­ur­nær­andi upp­lifun að halda. Hvort sem það er staf­ræn heim­sókn til að losa um streitu eða raun­veru­leg heim­sókn í afslappað frí“.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent