Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi

Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.

Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Auglýsing

„In­spired by Iceland býður fólki um allan heim að losa um upp­safn­aða streitu vegna Covid-19 með því að láta öskur sitt hljóma á Ísland­i.“Á þessum orðum hefst frétta­til­kynn­ing frá Íslands­stofu sem send var út til fjöl­miðla í morg­un. Í henni kemur fram að hátöl­urum hafi verið komið fyrir víðs vegar um landið og að hægt sé að taka öskrin upp með aðstoð tölvu eða síma á vef­síð­unni www.looksli­keyou­need­iceland.com næstu tvær vik­ur.

Auglýsing„Það verða sjö hátal­arar sem koma öskr­unum til skila á Íslandi og getur fólk valið um stað­setn­ing­u,“ segir enn­fremur í til­kynn­ing­unni. Hátal­ar­arnir eru í Viðey í Reykja­vík, Fest­ar­fjall við Grinda­vík, í nágrenni Skóg­ar­foss, skammt utan við Djúpa­vog, við rætur Snæ­fells­jök­uls, við Kálfs­ham­ars­vík og við Rauða­sand á Vest­fjörð­um. „Not­endur fá svo að lokum mynd­bands­upp­töku af því þegar öskrið þeirra „glym­ur“ á Íslandi. Íslend­ingar þurfa þó ekki að ótt­ast að gremju­öskur útlend­inga skemmi sum­ar­frí þeirra þar sem hljóð­styrknum er stillt í hóf.“

Her­ferðin hefur hlotið nafnið „Let It Out“ eða „Los­aðu þig við það“. Í til­kynn­ing­unni segir að hún sæki „inn­blástur til kenn­inga sál­fræð­inga um streitu­los­andi áhrif þess að öskra af öllum lífs og sálar kröft­u­m“. Í könnun sem fram­kvæmd var á erlendum mörk­uðum fyrir Inspired by Iceland í byrjun júní sögð­ust 40 pró­sent aðspurðra finna fyrir streitu­ein­kennum vegna Covid-19, og 37 pró­sent svör­uðu að ástandið hefði haft nei­kvæð áhrif á sál­ar­tetr­ið. „Lang­vinn inni­vera, ein­semd, enda­lausir fjar­fundir og röskun á dag­legu lífi, auk tak­mark­ana á ferða­lögum milli landa, hafa aukið streitu fólks. Her­ferð­inni er ætlað að draga fram kosti Íslands sem áfanga­stað­ar.“

Fólk getur valið hvar öskur þeirra mun hljóma. Mynd: ÍslandsstofaÍ til­kynn­ing­unni er haft eftir Sig­ríði Dögg Guð­munds­dótt­ur, fag­stjóra ferða­þjón­ustu hjá Íslands­stofu, að með her­ferð­inni sé ætl­unin að vekja athygli til­von­andi ferða­manna á því að það sé  „til­tölu­lega öruggt að ferð­ast til Íslands og að hér er hægt að upp­lifa fal­lega nátt­úru í fámenni, en það er eitt­hvað sem við teljum að fólk muni sækj­ast eftir þegar áhugi fólks á að ferð­ast eykst á ný“.Haft er eftir Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dóttur atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráð­herra að það sé spenn­andi að geta boðið fólki að upp­lifa Ísland með þessum hætti. „Ég held að við þurfum öll að losa um streitu eftir und­an­farna mán­uði, og Ísland hefur allt til að bjóða fyrir fólk sem þarf á end­ur­nær­andi upp­lifun að halda. Hvort sem það er staf­ræn heim­sókn til að losa um streitu eða raun­veru­leg heim­sókn í afslappað frí“.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent