Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi

Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.

Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Auglýsing

„In­spired by Iceland býður fólki um allan heim að losa um upp­safn­aða streitu vegna Covid-19 með því að láta öskur sitt hljóma á Ísland­i.“Á þessum orðum hefst frétta­til­kynn­ing frá Íslands­stofu sem send var út til fjöl­miðla í morg­un. Í henni kemur fram að hátöl­urum hafi verið komið fyrir víðs vegar um landið og að hægt sé að taka öskrin upp með aðstoð tölvu eða síma á vef­síð­unni www.looksli­keyou­need­iceland.com næstu tvær vik­ur.

Auglýsing„Það verða sjö hátal­arar sem koma öskr­unum til skila á Íslandi og getur fólk valið um stað­setn­ing­u,“ segir enn­fremur í til­kynn­ing­unni. Hátal­ar­arnir eru í Viðey í Reykja­vík, Fest­ar­fjall við Grinda­vík, í nágrenni Skóg­ar­foss, skammt utan við Djúpa­vog, við rætur Snæ­fells­jök­uls, við Kálfs­ham­ars­vík og við Rauða­sand á Vest­fjörð­um. „Not­endur fá svo að lokum mynd­bands­upp­töku af því þegar öskrið þeirra „glym­ur“ á Íslandi. Íslend­ingar þurfa þó ekki að ótt­ast að gremju­öskur útlend­inga skemmi sum­ar­frí þeirra þar sem hljóð­styrknum er stillt í hóf.“

Her­ferðin hefur hlotið nafnið „Let It Out“ eða „Los­aðu þig við það“. Í til­kynn­ing­unni segir að hún sæki „inn­blástur til kenn­inga sál­fræð­inga um streitu­los­andi áhrif þess að öskra af öllum lífs og sálar kröft­u­m“. Í könnun sem fram­kvæmd var á erlendum mörk­uðum fyrir Inspired by Iceland í byrjun júní sögð­ust 40 pró­sent aðspurðra finna fyrir streitu­ein­kennum vegna Covid-19, og 37 pró­sent svör­uðu að ástandið hefði haft nei­kvæð áhrif á sál­ar­tetr­ið. „Lang­vinn inni­vera, ein­semd, enda­lausir fjar­fundir og röskun á dag­legu lífi, auk tak­mark­ana á ferða­lögum milli landa, hafa aukið streitu fólks. Her­ferð­inni er ætlað að draga fram kosti Íslands sem áfanga­stað­ar.“

Fólk getur valið hvar öskur þeirra mun hljóma. Mynd: ÍslandsstofaÍ til­kynn­ing­unni er haft eftir Sig­ríði Dögg Guð­munds­dótt­ur, fag­stjóra ferða­þjón­ustu hjá Íslands­stofu, að með her­ferð­inni sé ætl­unin að vekja athygli til­von­andi ferða­manna á því að það sé  „til­tölu­lega öruggt að ferð­ast til Íslands og að hér er hægt að upp­lifa fal­lega nátt­úru í fámenni, en það er eitt­hvað sem við teljum að fólk muni sækj­ast eftir þegar áhugi fólks á að ferð­ast eykst á ný“.Haft er eftir Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dóttur atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráð­herra að það sé spenn­andi að geta boðið fólki að upp­lifa Ísland með þessum hætti. „Ég held að við þurfum öll að losa um streitu eftir und­an­farna mán­uði, og Ísland hefur allt til að bjóða fyrir fólk sem þarf á end­ur­nær­andi upp­lifun að halda. Hvort sem það er staf­ræn heim­sókn til að losa um streitu eða raun­veru­leg heim­sókn í afslappað frí“.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
Kjarninn 2. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
Kjarninn 2. mars 2021
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent