Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat

Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.

Bæjarhúsin að Heyklifi.
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Auglýsing

Skipu­lags­stofnun hefur ákveðið að fyr­ir­huguð upp­bygg­ing 100 her­bergja hót­els og heilsu­lindar á jörð­inni Heyklifi á Kam­banesi sunnan Stöðv­ar­fjarðar skuli ekki háð mati á umhverf­is­á­hrif­um. Stofn­unin setur þó ýmis skil­yrði í áliti sínu, m.a. að aðgangs­tak­mark­anir verði settar á ákveðnum árs­tímum vegna fjöl­breytts fugla­lífs sem þarna er að finna. 

Jörðin eru í eigu CityLab ehf., og í frétt Aust­ur­fréttar í fyrra kom fram að eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins væri Alex­ander Efanov, rúss­neskur arki­tekt sem starfað hefur á Íslandi um ára­bil. Í mars í fyrra kom fram í grein í Morg­un­blað­inu að fjár­fest­inga­fé­lagið TP Invest­ments, sem sagt er vera fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki frá Móna­kó, hygð­ist reisa hót­el­ið. Í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar, sem birt var nýver­ið, kemur fram að fram­kvæmda­að­ili sé Jer­ome Bott­ari en hann er fram­kvæmda­stjóri hjá TP Invest­ments.

AuglýsingKam­banes er ysti hluti fjall­garðs­ins sem skilur að Stöðv­ar­fjörð og Breið­dal og því í sveit­ar­fé­lag­inu Fjarða­byggð. Á Kam­banesi er jörðin Heyklif, gömul bújörð, en búskapur hefur lagst af. Á miðju nes­inu er Kamba­hnúta, kletta­borg sem rís um 81 metra yfir sjáv­ar­mál. Bæj­ar­húsin sam­an­standa af íbúð­ar­húsi, hlöðu og úti­húsi, bygg­ingar sem voru reistar á árunum 1940, 1953 og sú nýjasta 1999 í kjöl­far þess að eldra íbúð­ar­hús eyði­lagð­ist í elds­voða. Á nes­inu er viti, Kam­banes­viti, sem var reistur árið 1922.Á Kam­banesi voru áður tvær bújarðir en þær hafa verið sam­ein­aðar undir nafn­inu Heyklif. Þar stendur nú til að byggja upp ferða­þjón­ustu á 16 hekt­ara svæði en deiliskipu­lags­svæðið í heild er 132 hekt­ar­ar. Gert er ráð fyrir að reisa hótel með veit­inga­stað, nokkur fjöl­skyldu­hús og gisti­hýsi með sam­an­lagt um 100 her­bergjum fyrir um 250 manns. Þá á einnig að reisa starfs­manna­hús.

Jörðin Heyklif er á Kambanesi sunnan Stöðvarfjarðar. Mynd: Úr matsáætlunÍ deiliskipu­lags­til­lögu fram­kvæmda­að­ila, sem var kynnt nýver­ið, segir að á svæð­inu sé fyr­ir­huguð hágæða ferða­þjón­usta  „sem á engan sinn lík­an“. Lögð verði áhersla á að bygg­ing­ar, veg­ir, göngu­stígar og önnur mann­virki falli vel að „sér­stæðri og til­komu­mik­illi nátt­úru svæð­is­ins og raski sem minnst sér­stöðu þess [.]“Í til­lög­unni kemur fram að fyr­ir­huguð sé ýmis konar starf­semi, gert sé ráð fyrir brugg­húsi með aðstöðu til að taka á móti gestum og veit­inga­stað. Einnig sé gert ráð fyrir „há­gæða hót­eli með heilsu­lind“. Þá sé gert ráð fyrir „vönd­uðum og sér­stæðum bygg­ing­um“ af nokkrum stærðum til útleigu fyrir ferða­menn.Jörðin Heyklif afmarkast að mestu á þrjá vegu af sjó og til vest­urs af þjóð­vegi 1 og skil­greindum landa­merkjum sem sam­þykkt voru 20. des­em­ber 2018.

Vilja skapa ein­stakan stað­ar­andaLands­lag svæð­is­ins rímar ágæt­lega við nafnið Kam­banes, segir í deiliskipu­lags­til­lög­unni. „Kletta­brúnir eða kletta­kambar stall­ast í stöllum frá Þjóð­vegi 1 að klettóttri sjáv­ar­strönd. Flat­lendi er á nokkrum stöðum á milli stall­anna, auk mann­gerðra túna og mann­gerðrar tjarn­ar.“Meg­in­á­herslur fram­kvæmd­anna verða m.a.  að „skipu­leggja hágæða ferða­manna­stað á Íslandi sem á sér engan líka“ og að skapa með því „ein­stakan stað­ar­anda þar sem upp­lifun gesta verður ein­stök“.Í til­lög­unni kemur einnig fram að gesta­fjöldi hafi verið áætl­aður til árs­ins 2027. Þær áætl­anir gerðu ráð fyrir að hót­el­þorpið yrði opnað á næsta ári og var það ár gert ráð fyrir 5.840 gest­um. Árið 2027 var gert ráð fyrir 15.700 gest­um.

Kambanesviti var reistur árið 1922.Í gögnum frá Alta ráð­gjöf, sem Skipu­lags­stofnun byggir álit sitt á, kemur fram að bygg­ingar yrðu sam­an­lagt að hámarki tæpir 11.000 fer­metr­ar. Hót­elið yrði 7.300 fer­metr­ar, þar af yrðu 2.050 fer­metrar neð­an­jarð­ar. Bygg­ingin yrði á tveimur hæðum og yfir tíu metra há. Veit­inga­staður og starfs­manna­að­staða yrði þús­und fer­metrar að stærð. Fjögur stór fjöl­skyldu­hús eru fyr­ir­hug­uð, hvert og eitt um 180 fer­metrar að með­al­tali. Til við­bótar yrði eitt stórt og stakt fjöl­skyldu­hús um 700 fer­metrar að stærð. Gisti­hýsin yrðu átta. Fimm þeirra yrðu að með­al­tali um 90 fer­metrar en þrjú að með­al­tali um 100 fer­metr­ar. Þá er áformað að reisa 200 fer­metra þjón­ustu­hús á jörð­inni og leggja bíla­stæði. Einnig er gert er ráð fyrir að núver­andi íbúð­ar- og úti­hús  verði notuð áfram fyrir starf­semi stað­ar­ins.Svæðið að mestu óraskað

Í áliti Skipu­lags­stofn­unar er bent á að að upp­bygg­ingin sé fyr­ir­huguð á svæði sem er að mestu leyti óraskað í dag og án mann­virkja. „Ljóst er að um er að ræða umfangs­mikla upp­bygg­ingu fyrir ferða­menn sem sam­anstendur af mörgum fram­kvæmda­þátt­u­m.“  Stofn­unin telur hins vegar að við val á stað­setn­ingu fyr­ir­hug­aðra húsa og vegar hafi verið tekið til­lit til gróð­ur­fars svæð­is­ins og forn­leifa. Þannig verður ekki raskað vist­gerðum með hátt eða mjög hátt vernd­ar­gildi eða vot­lendi sem njóti vernd­ar.Tals­vert fugla­líf er á Kam­banesi og telur Skipu­lags­stofnun ljóst að fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir komi til með að hafa nei­kvæð áhrif á fugla, bæði á fram­kvæmda­tíma og á rekst­ar­tíma vegna auk­innar umferðar ferða­fólks. Segir stofn­unin því mik­il­vægt að fram­kvæmdum verði haldið í lág­marki yfir varp­tíma að höfðu sam­ráði við Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands. Þá tekur hún undir umsögn Umhverf­is­stofn­unar um að ástæða sé til þess að aðgangs­stýr­ing sé sett á ferðir gesta um svæðið til þess að lág­marka truflun fyrir fugla­líf, einkum á varp­tíma.

Í góðu sam­ræmi við lands­lagSkipu­lags­stofnun telur að ein helstu nei­kvæðu áhrif fyr­ir­hug­aðra fram­kvæmda verði vegna ásýnd­ar­breyt­inga. En með því að leggja áhersla á að hönnun og umfang bygg­inga, húsa­gerð, form og lita­sam­setn­ing verði í góðu sam­ræmi við lands­lag og sér­stöðu svæð­is­ins, eins og fram­kvæmda­að­ili fyr­ir­hug­ar, megi draga úr þessum nei­kvæðu áhrif­um.Þá telur stofn­unin jákvætt að sett hafi verið ákvæði um lýs­ing­ar­hönnun í deiliskipu­lag til að milda áhrif byggðar á ásýnd en beinir þeim til­mælum til fram­kvæmda­að­ila að huga einnig að áhrifum lýs­ingar á fugla­líf. „Í ljósi ofan­greinds telur Skipu­lags­stofnun ólík­legt að fram­kvæmdin komi til með að hafa í för með sér veru­leg óaft­ur­kræf umhverf­is­á­hrif sem ekki er hægt að fyr­ir­byggja eða bæta úr með mót­væg­is­að­gerð­u­m.“

Kambanes í Fjarðabyggð. Mynd: Úr áliti Skipulagsstofnunar

Það er því nið­ur­staða stofn­un­ar­innar að fyr­ir­huguð fram­kvæmd sé ekki lík­leg til að hafa í för með sér umtals­verð umhverf­is­á­hrif og því skuli hún ekki háð mati á umhverf­is­á­hrif­um. Sam­kvæmt 14. gr. laga um mat á umhverf­is­á­hrifum má kæra ákvörð­un­ina til úrskurð­ar­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála. Kæru­frestur er til 10. ágúst 2020.Nátt­úru­stofa Aust­ur­lands gerði að beiðni fram­kvæmda­að­ila úttekt á gróð­ur­fari og fugla­lífi á Kam­banesi sum­arið 2019. Gengið var um svæð­ið, vist­gerðir kort­lagð­ar, gróðri lýst og teg­undir skrá­sett­ar. Vist­gerðir með mjög hátt eða hátt vernd­ar­gildi þöktu um 40 pró­sent af athug­un­ar­svæð­inu og voru allt vot­lendis­vist­gerð­ir. Innan athug­un­ar­svæð­is­ins voru fimm vot­lend­is­svæði yfir 20.000 fer­metrar að stærð og njóta því verndar sam­kvæmt lög­um. Fyr­ir­huguð mann­virki verða einkum á svæðum þar sem er að finna vist­gerðir sem skil­greindar eru með miðl­ungs eða lágt vernd­ar­gildi.

Kambanes. Deiliskipulagssvæðið er 132 hektarar að stærð.Líf­ríki svæð­is­ins ein­kenn­ist af nálægð við sjó­inn. Fugla­líf er mest við strönd­ina og þá á varp­tíma á vor­in. Sjó­fuglar eru algeng­astir en mó- og vað­fuglar ofar á nes­inu. Æðar­varp er á sunn­an­verðu nes­inu og er það nytj­að. Þá er að finna varp­lendi fyrir end­ur, gæs­ir, kríu, ritu og fýl.Fugla­byggðir voru einnig kort­lagðar sem og varp­dreif­ing með til­liti til fyr­ir­hug­aðrar mann­virkja­gerð­ar. Alls voru greindar 23 teg­undir varp­fugla þar af tólf á válista fugla og níu er flokk­ast sem ábyrgð­ar­teg­und­ir.

Skipu­lags­málin vel á veg kominBreyt­ing á aðal­skipu­lagi Fjarða­byggðar 2007-2027 var í kynn­ing­ar­ferli nýverið sem og deiliskipu­lags­til­laga jarð­ar­innar Heyklifs. Áður en fram­kvæmda­leyfi verður veitt þarf að liggja fyrir stað­fest breyt­ing á aðal­skipu­lagi og sam­þykkt deiliskipu­lag.Deiliskipu­lagið sem og aðal­skipu­lags­breyt­ingin voru sam­þykktar í eigna-, skipu­lags- og umhverf­is­nefnd Fjarða­byggðar í maí og vísað til bæj­ar­stjórnar sem stað­festi ákvörðun nefnd­ar­inn­ar, með stað­fest­ingu fund­ar­gerðar henn­ar, í lok maí.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent