Segir áhrifamátt óbyggðanna ekki síst felast í þögninni

Þingmaður Samfylkingarinnar gefur lítið fyrir nýja herferð sem ætlað er að kynna landið. „Í guðanna bænum, kæra Íslandsstofa, ekki gera þetta,“ segir hann.

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Hug­myndin um Ísland sem urð­un­ar­stað öskra er soldið góð í tvær sek­úndur en verður svo strax eig­in­lega ansi vond. Þetta ger­ist þegar fengin er til verka aug­lýs­inga­stofa með lítil eða mjög laus­bundin tengsl við Ísland – landið er þar en ekki hér í vit­und fólks­ins sem þetta vinn­ur. Útkoman er næstum því eins og afurð heims­valda­stefn­unn­ar.“

Þetta skrifar Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag. Til­efnið er ný her­ferð Íslands­stofu þar sem útlend­ingar eru hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátal­ara víðs vegar um Ísland. Streitu­losun og ferða­lög eru mark­mið­in.

Þing­mað­ur­inn segir að hug­myndin snú­ist um „að hægt sé að dömpa hér öllu erg­elsi, eins og heims­veldin urða kjarn­orku­úr­gang­inn sinn á eyjum þar sem býr varn­ar­laust fólk. Þú öskrar heima hjá þér og það kemur svo út um gulan – gulan! – risa­há­tal­ara ein­hvers staðar í óbyggð­unum hér.“

Auglýsing

„Í guð­anna bæn­um, kæra Íslands­stofa, ekki gera þetta“

Hann bætir því við að sá sem hefur snefil af til­finn­ingu fyrir íslenskri nátt­úru, óbyggð­un­um, viti að áhrifa­máttur þeirra felist ekki síst í þögn­inni, þess­ari vold­ugu kyrrð.

„Hver sá sem vinnur með það að selja ferðir til Íslands hlýtur að byrja á því að vinna með þetta: þögn öræf­anna – hina heilögu þögn öræf­anna sem umlykur stór­borg­ar­bú­ann og afvopnar hann, strýkur honum ásamt gol­unni á vanga og knýr hann til að leita inn á við og horfast í augu við innri mann og allt sitt bauk í líf­inu fram að því. Í þessu felst vitr­unin sem býður allra þeirra sem halda á íslenska hálend­ið, og ganga á vit ein­mana­legrar tignar þess. Svo getur verið kikk að öskra á Detti­foss eða brim­ið, en þá verður maður að vera þar.

Maður er kannski á gangi á Lauga­veg­in­um. Maður er einn með sjálfum sér og öllu því sem maður hefur iðj­að. Maður horfir á strá. Maður sér fugl. Maður finnur fyrir lík­am­an­um, hverjum vöðva, hverri taug, og maður er í þann veg­inn að kom­ast að mik­il­væg­ustu ákvörðun lífs­ins eftir langa og djúpa umþenk­ingu þegar skyndi­lega berst garg úr risa­stórum gulum hátal­ara frá örviln­uðum ung­lingi í Maine í Banda­ríkj­unum sem er að verða vit­laus á mömmu sinni. Í guð­anna bæn­um, kæra Íslands­stofa, ekki gera þetta. Seg­iði svo aug­lýs­inga­stof­unni að spyrja næst ein­hvern Íslend­ing hvort þetta sé góð hug­mynd,“ skrifar hann að lok­um.

URЭUN­AR­STAÐUR ÖSKR­A? Hug­myndin um Ísland sem urð­un­ar­stað öskra er soldið góð í tvær sek­úndur en verður svo strax...

Posted by Guð­mundur Andri Thors­son on Thurs­day, July 16, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent