Flugfreyjufélag Íslands fordæmir óvænt og einhliða viðræðuslit

FFÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna viðræðuslita Icelandair og félagsins.

icelandair
Auglýsing

Stjórn og trún­að­ar­ráð Flug­freyju­fé­lags Íslands (FFÍ) for­dæmir óvænt og ein­hliða við­ræðu­slit Icelandair sem birt voru í fjöl­miðlum í dag.  Afstaða Icelandair setur FFÍ í þá afleitu stöðu að þurfa að hefja und­ir­bún­ing að taf­ar­lausum og víð­tækum verk­falls­að­gerð­u­m.  FFÍ er aðili að Alþýðu­sam­bandi Íslands og alþjóð­legum verka­lýðs­sam­tökum og hefur fullan stuðn­ing við aðgerðir sínar þar. Sam­stöðu­afl­inu verður beitt af fullum þunga.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Flug­freyju­fé­lagi Íslands sem send var út í rétt í þessu. 

„Það eru gríð­ar­leg von­brigði að Icelandair kalli eftir því að flug­menn gangi í störf félags­manna FFÍ og ég neita að trúa því fyrr en ég tek á því að vinnu­fé­lagar okkar muni koma þannig fram við sam­starfs­fé­laga sína um ára­bil.  Afstaða og við­horf Icelandair í mál­inu eru til skammar og ég hef trú á að almenn­ingur taki slíkri lít­ils­virð­ingu við laun­fólk ekki þegj­andi og hljóða­laust,“ segir Guð­laug Líney Jóhanns­dótt­ir, for­maður Flug­freyju­fé­lags Íslands.

Auglýsing

Vænta þess að málið verði tekið fyrir á vett­vangi stjórn­valda

Þá kemur fram að Icelandair hafi á und­an­förnum mán­uðum þegið háar fjár­hæðir úr opin­berum sjóðum og FFÍ væntir þess að málið verði tekið fyrir á vett­vangi stjórn­valda hið fyrsta og geri þá kröfu til stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins að þeir virði lög og leik­reglur á íslenskum vinnu­mark­aði.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent