Sólveig Anna: Ef þeir standa ekki í lappirnar er skömm þeirra mikil

Formaður Eflingar vonar að félagsmenn í Fé­lagi ís­lenskra at­vinnuflug­manna taki ekki þátt í að hjálpa Icelandair „að komast upp með svívirðilega framkomu með því að ganga í störf samstarfsfólks síns“.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, seg­ist í stöðu­upp­færslu á Face­book vona af öllu hjarta að félags­menn í Fé­lagi ís­­lenskra at­vinnu­flug­­manna sjái „hversu ömur­legt það er að standa ekki með flug­freyjum og taki ekki þátt í að hjálpa Icelandair að kom­ast upp með sví­virði­lega fram­komu með því að ganga í störf sam­starfs­fólks síns. Ef þeir standa ekki í lapp­irnar hér er skömm þeirra mik­il.“

Vísar hún í frétt mbl.is þar sem talað er við Jón Þór Þor­­valds­­son, for­mann Fé­lags ís­­lenskra at­vinnu­flug­­manna, um ákvörðun Icelanda­ir að láta flug­­­menn starfa sem ör­ygg­is­liðar um borð í flug­­­vél­um fé­lags­ins nú fyrst búið er að segja upp öll­um flug­­freyj­um og flug­þjón­­um.

Auglýsing

Jón Þór seg­ist í sam­tali við mbl.is ekki líta svo á að flug­­­menn séu með bein­um hætti að ganga í störf flug­­freyja og bend­ir á að um sé að ræða breyt­ingu í flug­rekstr­­ar­hand­­bók Icelanda­ir sem flug­­­menn verði að fara eft­­ir.

„Sam­­kvæmt loft­­ferð­ar­lög­um og flug­rekstr­­ar­­fyr­ir­­mæl­um ber­um við ábyrgð á ör­yggi um borð. Þetta eru flug­rekstr­­ar­­fyr­ir­­mæli sem okk­ur ber að fara eft­ir,“ seg­ir Jón Þór. „Við þurf­um að skoða þetta okk­ar meg­in hvað þetta þýðir en við get­um ekki vikið okk­ur und­an vinn­u­­skyld­u.“

„Reknar úr starfi eins og eitt­hvað drasl“

Sól­veig Anna seg­ist aldrei hafa vitað annað eins. „Karlar ætla að ganga í störf kvenna sem verða fyrir eins ógeðs­legri fram­komu og hægt er að hugsa sér, eru reknar úr starfi eins og eitt­hvað drasl, þrátt fyrir ára og ára­tuga starfs­fer­il. Karl­arnir ætla um leið og þeir taka þátt í sví­virð­unni að fela sig á bak við sam­fé­lags­lega ábyrgð, að hér verði bara að tryggja sam­göngur stöðv­ist ekki,“ skrifar hún. 

Ég hef aldrei vitað annað eins: Karlar ætla að ganga í störf kvenna sem verða fyrir eins ógeðs­legri fram­komu og hægt er...

Posted by Sól­veig Anna Jóns­dóttir on Fri­day, July 17, 2020
Drífa Snædal, for­seti ASÍ, sagði í sam­tali við Kjarn­ann fyrr í dag að þau væru að leita allra leiða til að koma í veg fyrir þetta. „Þetta er ótrú­leg ósvífni af hendi Icelanda­ir. Van­virð­ing gagn­vart starfs­fólki og van­virð­ing gagn­vart þeim reglum sem gilda á íslenskum vinnu­mark­aði og þeirra sem ganga til samn­inga,“ sagði hún. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent