Sólveig Anna: Ef þeir standa ekki í lappirnar er skömm þeirra mikil

Formaður Eflingar vonar að félagsmenn í Fé­lagi ís­lenskra at­vinnuflug­manna taki ekki þátt í að hjálpa Icelandair „að komast upp með svívirðilega framkomu með því að ganga í störf samstarfsfólks síns“.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, seg­ist í stöðu­upp­færslu á Face­book vona af öllu hjarta að félags­menn í Fé­lagi ís­­lenskra at­vinnu­flug­­manna sjái „hversu ömur­legt það er að standa ekki með flug­freyjum og taki ekki þátt í að hjálpa Icelandair að kom­ast upp með sví­virði­lega fram­komu með því að ganga í störf sam­starfs­fólks síns. Ef þeir standa ekki í lapp­irnar hér er skömm þeirra mik­il.“

Vísar hún í frétt mbl.is þar sem talað er við Jón Þór Þor­­valds­­son, for­mann Fé­lags ís­­lenskra at­vinnu­flug­­manna, um ákvörðun Icelanda­ir að láta flug­­­menn starfa sem ör­ygg­is­liðar um borð í flug­­­vél­um fé­lags­ins nú fyrst búið er að segja upp öll­um flug­­freyj­um og flug­þjón­­um.

Auglýsing

Jón Þór seg­ist í sam­tali við mbl.is ekki líta svo á að flug­­­menn séu með bein­um hætti að ganga í störf flug­­freyja og bend­ir á að um sé að ræða breyt­ingu í flug­rekstr­­ar­hand­­bók Icelanda­ir sem flug­­­menn verði að fara eft­­ir.

„Sam­­kvæmt loft­­ferð­ar­lög­um og flug­rekstr­­ar­­fyr­ir­­mæl­um ber­um við ábyrgð á ör­yggi um borð. Þetta eru flug­rekstr­­ar­­fyr­ir­­mæli sem okk­ur ber að fara eft­ir,“ seg­ir Jón Þór. „Við þurf­um að skoða þetta okk­ar meg­in hvað þetta þýðir en við get­um ekki vikið okk­ur und­an vinn­u­­skyld­u.“

„Reknar úr starfi eins og eitt­hvað drasl“

Sól­veig Anna seg­ist aldrei hafa vitað annað eins. „Karlar ætla að ganga í störf kvenna sem verða fyrir eins ógeðs­legri fram­komu og hægt er að hugsa sér, eru reknar úr starfi eins og eitt­hvað drasl, þrátt fyrir ára og ára­tuga starfs­fer­il. Karl­arnir ætla um leið og þeir taka þátt í sví­virð­unni að fela sig á bak við sam­fé­lags­lega ábyrgð, að hér verði bara að tryggja sam­göngur stöðv­ist ekki,“ skrifar hún. 

Ég hef aldrei vitað annað eins: Karlar ætla að ganga í störf kvenna sem verða fyrir eins ógeðs­legri fram­komu og hægt er...

Posted by Sól­veig Anna Jóns­dóttir on Fri­day, July 17, 2020
Drífa Snædal, for­seti ASÍ, sagði í sam­tali við Kjarn­ann fyrr í dag að þau væru að leita allra leiða til að koma í veg fyrir þetta. „Þetta er ótrú­leg ósvífni af hendi Icelanda­ir. Van­virð­ing gagn­vart starfs­fólki og van­virð­ing gagn­vart þeim reglum sem gilda á íslenskum vinnu­mark­aði og þeirra sem ganga til samn­inga,“ sagði hún. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent