Icelandair lýkur kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands

„Ljóst er að samtalið milli félaganna tveggja fer ekki lengra,“ segir forstjóri Icelandair.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Icelandair hefur lokið kjara­við­ræðum við Flug­freyju­fé­lag Íslands án árang­urs. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem send var Kaup­höll­inni í dag.

Í til­kynn­ingu Icelandair segir að sam­komu­lag við helstu hag­að­ila Icelandair Group, svo sem lán­veit­end­ur, flug­véla­leigusala, stjórn­völd, birgja og stétt­ar­fé­lög sé mik­il­vægur liður í fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins sem unnið hafi verið að á und­an­förnum vik­um. Í kjöl­farið stefni félagið að hluta­fjár­út­boði sem sé for­senda þess að koma félag­inu í gegnum þær krefj­andi aðstæður sem nú ríkja sem og að styrkja rekstr­ar­grund­völl og sam­keppn­is­hæfni félags­ins til fram­tíð­ar.

Auglýsing

„Nýir kjara­samn­ingar við flug­menn og flug­virkja hafa nú þegar verið sam­þykktir en við­ræður Icelandair og Flug­freyju­fé­lags Íslands (FFÍ) hafa hins vegar ekki skilað árangri. Það er mat félags­ins að ekki verði lengra kom­ist í við­ræðum við Flug­freyju­fé­lag Íslands og hefur þeim því verið slit­ið. Icelandair sér sig jafn­framt knúið til að segja upp þeim flug­freyjum og flug­þjónum sem starfa hjá félag­inu. Flug­menn félags­ins munu frá og með mánu­deg­inum 20. júlí starfa tíma­bundið sem örygg­is­liðar um borð. Þjón­ustu­stig um borð í vélum Icelandair mun áfram taka mið af þeim ráð­stöf­unum sem gerðar hafa verið vegna COVID-19 og verður því í lág­marki. Félagið gerir ráð fyrir að hefja við­ræður við annan samn­ings­að­ila á hinum íslenska vinnu­mark­aði, um fram­tíð­ar­kjör örygg­is- og þjón­ustu­liða hjá félag­in­u,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, segir í til­kynn­ing­unni að fyr­ir­tækið hafi lagt allt kapp á að ná samn­ingum við Flug­freyju­fé­lag Íslands og „lagt í þeim til­gangi fram fjöl­mörg til­boð sem öllum hefur verið hafn­að. Með þeim kjara­samn­ingi sem felldur var af með­limum FFÍ gengum við eins langt og mögu­legt var til að koma til móts við samn­inga­nefnd FFÍ. Sá samn­ingur hefði tryggt ein bestu kjör fyrir störf flug­freyja og flug­þjóna sem þekkj­ast á alþjóða­mark­aði.

Tím­inn er á þrotum og við neyð­umst til að leita ann­arra leiða. Þessi ákvörðun er mér afar þung­bær en nauð­syn­leg þar sem ljóst er að sam­talið milli félag­anna tveggja fer ekki lengra. Það hvílir mikil ábyrgð á okkur sem stjórnum félag­inu að tryggja rekstur þess til fram­tíðar og því miður sjáum við ekki annan kost í stöð­unni en að fara þessa leið. Það er sárt að vera í þess­ari stöðu gagn­vart afburða­sam­starfs­fólki sem hefur staðið vakt­ina með félag­inu til fjölda ára, svo eftir hefur verið tek­ið.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“
Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent