„Icelandair vildi aldrei semja“

„Við trúum því ekki að óreyndu að flugmenn muni ganga í störf flugfreyja,“ segir Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, í samtali við Kjarnann. Hún telur það aldrei hafa verið vilja Icelandair að semja.

Icelandair tilkynnti í gær að samningaviðræðum við flugfreyjufélagið væri slitið og að leitað yrði annað eftir flugfreyjum.
Icelandair tilkynnti í gær að samningaviðræðum við flugfreyjufélagið væri slitið og að leitað yrði annað eftir flugfreyjum.
Auglýsing

Halla Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri ASÍ, segir að það sem sé hræði­leg­ast við aðgerðir Icelandair er að þær hafi verið þaul­skipu­lagð­ar. „Mark­miðið var alltaf að reyna að brjóta stétt­ar­fé­lag flug­freyja á bak aftur og ganga þannig í augun á fjár­fest­um, einkum erlend­um,“ skrifar Halla á Face­book-­síðu sína. „Icelandair vildi aldrei semja.“

Icelandair sendi frá sér til­kynn­ingu í gær þar sem sagði að samn­inga­við­ræður við Flug­freyju­fé­lag Íslands kæmust ekki lengra og að þeim væri lok­ið. Í til­kynn­inguni sagði enn­fremur að sam­komu­lag við helstu hag­að­ila Icelandair Group, svo sem lán­veit­end­ur, flug­véla­leigusala, stjórn­völd, birgja og stétt­ar­fé­lög væri mik­il­vægur liður í fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins sem unnið hafi verið að á und­an­förnum vik­um. Í kjöl­farið stefni félagið að hluta­fjár­út­boði sem sé for­senda þess að koma félag­inu í gegnum þær krefj­andi aðstæður sem nú ríkja sem og að styrkja rekstr­ar­grund­völl og sam­keppn­is­hæfni félags­ins til fram­tíð­ar.

Auglýsing

Halla segir gleym­ast hverjir séu helstu bak­hjarlar Icelanda­ir, það sé þjóðin í gegnum líf­eyr­is­sjóð­ina og svo veittan og mögu­legan rík­is­stuðn­ing. 

Í sam­tali við Kjarn­ann ítrekar Halla útreikn­inga sem ASÍ gerði í maí á launa­kostn­aði flug­freyja. Hún rifjar upp að for­stjóri Icelandair hafi greint frá því í fjöl­miðlum í vor að þessi kostn­aður nemi um 20 pró­sent af heild­ar­launa­kostn­aði félags­ins. Halla bendir á að flug­freyjur séu um 20 pró­sent starfs­manna. Til sam­an­burðar nema laun flug­manna 30 pró­sent af heild­ar­launa­kostn­aði en þeir séu aðeins um 14 pró­sent starfs­manna.Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ.

„Sé miðað við þessar for­sendur sem for­stjór­inn setti fram í vor og rýnt í árs­reikn­inga má ætla að launa­kostn­aður flug­freyja nemi 7 pró­sent af rekstr­ar­kostn­aði Icelanda­ir,“ segir Halla. „Það er því póli­tísk, ekki pen­inga­leg, ákvörðun að ráð­ast gegn þeim af slíku offorsi.“

Líkt og Drífa Snæ­dal for­seti ASÍ sagði í gær segir Halla að „skipu­lögðum nið­ur­brot­stil­raunum á stétt­ar­starfi“ líkt og Icelandair sé að reyna, verði svarað af fullri hörku. „Því rétt­indi launa­fólks eru grunn­ur­inn að almennri vel­ferð á Ísland­i.“

Í til­kynn­ingu Icelandair kom fram að félagið væri  jafn­fram­t „knúið til að segja upp þeim flug­freyjum og flug­þjónum sem starfa hjá félag­inu. Flug­menn félags­ins munu frá og með mánu­deg­inum 20. júlí starfa tíma­bundið sem örygg­is­liðar um borð. Þjón­ustu­stig um borð í vélum Icelandair mun áfram taka mið af þeim ráð­stöf­unum sem gerðar hafa verið vegna COVID-19 og verður því í lág­marki. Félagið gerir ráð fyrir að hefja við­ræður við annan samn­ings­að­ila á hinum íslenska vinnu­mark­aði, um fram­tíð­ar­kjör örygg­is- og þjón­ustu­liða hjá félag­in­u“. 

Halla segir að ASÍ muni styðja flug­freyjur í þeirra aðgerðum og að sam­bandið trúi því ekki að óreyndu að flug­menn muni ganga í þeirra störf. „Verka­lýðs­hreyf­ingin öll mun standa saman gegn svona til­burð­u­m.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent