Flugfreyjufélagið og Icelandair náðu nýjum samningi

Nýi samningurinn felur í sér breytingu á tveimur umdeildum atriðum í samningnum sem FFÍ felldi fyrir skemmstu. Flugmenn munu ekki ganga í störf flugfreyja.

Icelandair
Auglýsing

Samn­inga­nefnd Flug­freyju­fé­lags Íslands (FFÍ) skrif­aði í nótt undir nýjan kjara­samn­ing við Sam­tök atvinnu­lífs­ins og Icelandair sem gildir til 30. sept­em­ber 2025. Það gerð­ist eftir langa fund­ar­setu hjá rík­is­satt­ar­semj­ara og til­kynn­ing þess efnis var send út á öðrum tím­anum í nótt.

Icelandair hafði til­kynnt um það á föstu­dag að félagið hefði lokið við­ræðum sínum við FFÍ og að öllum starf­andi flug­freyjum og -þjónum yrði sagt upp. Í kjöl­farið yrði samið við aðra aðila um að sinna störfum þeirra og til að byrja með yrði það í höndum flug­manna. Í fram­haldi á und­ir­ritun samn­ings hefur  Icelandair óskað eftir vinnu­fram­lagi frá flug­freyjum og flug­þjónum félags­ins og því munu flug­menn ekki sinna störfum örygg­is­liða um borð. 

Ákvörð­unin var harð­lega gagn­rýnd víða, sér­stak­lega hjá verka­lýðs­for­yst­unni, en Sam­tök atvinnu­lífs­ins studdu hana.

Auglýsing

FFÍ boð­aði sam­stundis til und­ir­bún­ings alls­herj­ar­verk­falls.

I til­kynn­ingu frá FFÍ sem send var út í nótt segir að nýund­ir­rit­aði samn­ing­ur­inn byggi á fyrri samn­ingi sem felldur var í atkvæða­greiðslu hjá FFÍ nýver­ið. Nýi samn­ing­ur­inn feli hins vegar m.a. í sér breyt­ingar á tveimur umdeildum ákvæð­u­m. ­Mála­miðlun náð­ist milli deilu­að­ila um auka­frí­daga fyrir flug­freyjur eldri en 60 ára og um svo­kall­aða sex daga reglu. 

 Guð­laug Líney Jóhanns­dótt­ir, for­maður FFÍ, segir að það hafi alltaf verið vilji FFÍ að koma til móts við Icelandair í því gjör­breytta lands­lagi sem blasi við á þessum mark­aði. „Það er von okkar að sem flestir félags­menn FFÍ geti í fram­haldi af þessu mætt til vinnu á ný og aðilar geti í sam­ein­ingu unnið að þeim stóru verk­efnum sem við blasa. Jafn­framt fögnum við því að sam­hliða und­ir­ritun kjara­samn­ings mun Icelandair draga til baka þær fyr­ir­hug­uðu upp­sagnir sem til­kynntar voru félags­mönnum FFÍ 17. júlí 2020.“ 

 Samn­ing­ur­inn verður kynntur félags­mönnum FFÍ á fundi 20. júlí og verða greidd atkvæði um hann í kjöl­far­ið. Atkvæða­greiðsl­unni lýkur 27. júlí nk.

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, segir það mik­inn létti fyrir alla að búið sé að semja. Hann bindur miklar vonir við að félags­menn FFÍ sam­þykki samn­ing­inn. „Með þessum samn­ingi næst sú hag­ræð­ing sem við teljum nauð­syn­lega. Und­an­farnir dagar hafa reynt veru­lega á og ég er afskap­lega sáttur að við séum að ná lend­ingu. Þetta er gríð­ar­lega mik­il­vægt skref í því stóra verk­efni sem við stöndum frammi fyr­ir.”

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent