Atvinnuflugmenn ósáttir við stöðuna sem upp er komin hjá Icelandair

Atvinnuflugmenn munu sinna starfi öryggisliða um borð í vélum Icelandair frá og með mánudegi. Formaður Félags atvinnuflugmanna segir flugmenn ósátta við stöðuna en þeir séu skuldbundnir samkvæmt loftferðalögum til að tryggja öryggi um borð.

Icelandair flugvél
Auglýsing

Íslenskir atvinnu­flug­menn eru ósáttir við þá stöðu sem komin er upp hjá Icelanda­ir. Þetta segir Jón Þór Þor­valds­son, for­maður Félags íslenskra atvinnu­flug­manna í sam­tali við Kjarn­ann. Flug­menn munu að óbreyttu ganga í störf flug­freyja- og þjóna frá og með mánu­degi sem örygg­is­liðar um borð í vélum Icelanda­ir.„Okkar afstaða er bara þessi sem við höfum lýst. Við erum ekk­ert sáttir við þessa stöðu en við erum nátt­úr­lega ekki aðilar að þess­ari deilu og við bara óskum þess heitt og inni­lega að fólk setj­ist niður og semji eins og sið­aðra manna er hátt­ur,“ segir Jón Þór. 

AuglýsingHann segir loft­ferða­lög skylda flug­menn til að ganga í þessi störf. „Flug­stjóri er end­an­lega ábyrgur fyrir öllum örygg­is­þáttum um borð í flugi og við nátt­úr­lega vinnum eftir lögum um loft­ferðir og vinnum eftir flug­rekstr­ar­f­yf­ir­mælum þess fyr­ir­tækis sem við vinnum hjá og við förum eftir þeim, Þar til eitt­hvað annað breyt­ist. Við getum ekki vikið okkur undan því.“Icelandair sendi frá sér til­­kynn­ingu í gær þar sem sagði að samn­inga­við­ræður við Flug­­freyju­­fé­lag Íslands kæmust ekki lengra og að þeim væri lok­ið. Í til­kynn­ing­unni kom einnig fram að flug­menn félags­ins muni starfa tíma­bundið sem örygg­is­liðar frá og með mánu­deg­inum 20. júlí. Þar kom einnig fram að félagið gerði ráð fyrir „að hefja við­ræður við annan samn­ings­að­ila á hinum íslenska vinn­u­­mark­aði, um fram­­tíð­­ar­­kjör örygg­is- og þjón­ust­u­liða hjá félag­in­u“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent