Stytta einangrun smitaðra úr 14 dögum í tíu

Þeir sem greinast með kórónuveiruna í Bandaríkjunum þurfa ekki lengur allir að dvelja í einangrun í fjórtán daga heldur aðeins tíu. Er breytingin sögð byggja á nýjustu þekkingu á smithættu.

Einangrun getur reynt á þolrifin.
Einangrun getur reynt á þolrifin.
Auglýsing

Allt frá því far­aldur kór­ónu­veirunnar braust út hefur það verið megin reglan að fólk sem kom­ist hefur í tæri við sýkta ein­stak­linga fari í tveggja vikna sótt­kví. Þannig hefur það m.a. verið hér á landi. Að sama skapi hefur víð­ast hvar verið mælst til þess að fólk sem grein­ist með veiruna fari í að minnsta kosti tveggja vikna ein­angrun en jafn­vel leng­ur, eftir alvar­leika veik­inda þeirra.Nú hefur orðið breyt­ing á þessu í Banda­ríkj­un­um, sem hafa hingað til fylgt 14-daga regl­unni. Smit­sjúk­dóma­stofnun lands­ins, CDC, hefur ákveðið að stytta þann tíma sem fólki er upp­álagt að dvelja í ein­angrun eftir að grein­ast með veiruna sem og þeirra sem þurfa að fara í sótt­kví. Segir stofn­unin breyt­ing­una byggða á auk­inni þekk­ingu á smit­hættu.Upp­færð til­mæli stofn­un­ar­innar eru á þann veg að fólk sem greinst hefur með COVID-19 og er með það sem kallað er virkt smit skuli fara í ein­angrun í tíu daga eftir að það fær ein­kenni og vera í ein­angrun í sól­ar­hring eftir að það verður hita­laust. Fyrir þá sem grein­ast með veiruna en sýna engin ein­kenni er samt sem áður mælt með tíu daga ein­angr­un.

Auglýsing


Í grein Was­hington Post um þessi breyttu til­mæli Smit­sjúk­dóma­stofn­un­ar­innar segir að í mörgum rann­sóknum megi nú finna vís­bend­ingar um að flest fólk með veiruna smiti aðeins í stuttan tíma eða í 4-9 daga. Í til­mælum stofn­un­ar­innar er bent á að lít­ill hluti fólks sem fái alvar­leg ein­kenni geti smitað aðra af veirunni í lengri tíma og því gæti það þurft að vera í ein­angrun í allt að tutt­ugu daga.Líkt og með margt sem snýr að leið­bein­ingum og til­mælum varð­andi nýju kór­ónu­veiruna og sjúk­dóm­inn sem hún veld­ur, COVID-19, eru skiptar skoð­anir meðal sér­fræð­inga um hversu lengi smit­aðir ættu að vera í ein­angrun og sótt­kví. Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­in, WHO, upp­færði sínar leið­bein­ingar í júní og sam­kvæmt þeim er mælt með því að smit­aðir en ein­kenna­lausir séu í ein­angrun í tíu daga en þeir sem fái ein­kenni í að minnsta kosti þrettán daga.Sér­fræð­ingar hafa bent á að rann­sóknir sem gerðar hafa verið á því hvenær fólk smiti aðra eftir að hafa smit­ast sjálft hafi verið nokkuð sam­hljóða. Í rann­sókn sem birt­ist í vís­inda­tíma­rit­inu Nat­ure í apríl var nið­ur­staðan m.a. sú að mótefni sem lík­am­inn myndar hafi þegar veikt veiruna á fimmta degi frá smiti og á þeim átt­unda eða níunda sé hún afvopnuð og við­kom­andi því hættur að smita.Í annarri rann­sókn sem birt var í New Eng­land Journal of Med­icine var nið­ur­staðan m.a. sú að nán­ast á sama degi og fólk fer að sýna ein­kenni sjúk­dóms­ins fari magn veirunnar í lík­ama þeirra að minnka.En rann­sóknir sýna einnig að mis­jafnt er hversu lengi fólk er mögu­lega smit­andi. Og með því að stytta ein­angrun í tíu daga er ekki hægt að úti­loka algjör­lega smit­hættu. Slíkt á reyndar við um alla smit­sjúk­dóma –ekki aðeins COVID-19.Enn að minnsta kosti 14 daga ein­angrun á ÍslandiEn hvernig er þessu nákvæm­lega háttað hér á Íslandi?Á vefnum Covid.is er að finna mikið gagn hag­nýtra upp­lýs­inga, m.a. um það hvernig ein­angrun eftir COVID-19 sýk­ingu er aflétt.Það ger­ist svona:Læknar COVID-19-teymis Land­spít­ala sjá um útskrift­ar­sím­töl fyrir ein­stak­linga sem útskrif­ast úr ein­angr­un. Þeir þurfa að upp­fylla bæði eft­ir­far­andi skil­yrði og stað­festa það í sam­tali við lækni:Að komnir séu a.m.k. 14 dagar frá grein­ing­u/já­kvæðu sýni (grein­ing­ar­sýn­i).Að hafa verið ein­kenna­lausir í 7 daga.Þá fá allir þau til­mæli að huga sér­stak­lega vel að hand­þvotti og hrein­læti í tvær vikur eftir að ein­angrun hefur verið aflétt. Þá ber þeim einnig að forð­ast umgengni við við­kvæma ein­stak­linga svo sem eldra fólk og ein­stak­linga með und­ir­liggj­andi sjúk­dóm í a.m.k. 2 vik­ur.Sótt­kví vegna COVID-19 eru 14 dagar frá síð­asta mögu­lega smiti eða þar til ein­kenni koma fram.

Líka spurn­ing um pen­ingaUmræðan um lengd sótt­kvíar er ekki aðeins til­komin til að aflétta félags­legri ein­angrun þeirra sem sýkst hafa og auka þeirra ferða­frelsi. Í Banda­ríkj­unum snýst hún einnig um laun starfs­manna sem kom­ast ekki í vinn­una vegna ein­angr­unar eða sótt­kví­ar. 

Í upp­hafi far­ald­urs­ins var það stað­fest í aðgerða­pakk­anum vegna COVID á þing­inu að starfs­fólk lít­illa- og með­al­stórra fyr­ir­tækja skyldi fá laun frá hinu opin­bera kæm­ist það ekki til vinnu af þessum sök­um. Í stóru landi eins og Banda­ríkj­un­um, þar sem far­ald­ur­inn er mjög útbreiddur og tugir þús­unda grein­ast með veiruna dag­lega, skipta nokkrir dagar því miklu þegar kemur að rík­is­út­gjöld­um.  

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiErlent