Gistirými á höfuðborgarsvæðinu eykst um 20 prósent

Alls eru 51 þúsund fermetrar af hótel- og gistirými í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuleysi nær hámarki á þriðja ársfjórðungi og verður níu prósent á árinu, að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands.

Hótel Borg, Reykjavík, Kea Hótel
Auglýsing

Hót­el- og gisti­rými heldur áfram að aukast á næst­unni en alls eru 51 þús­und fer­metrar í bygg­ingu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Sú aukn­ing nemur fimmt­ungi af því rými sem til staðar er nú, að því er fram kemur í fund­ar­gerð frá fjórða fundi Fjár­mála­stöð­ug­leika­nefndar Seðla­banka Íslands sem birt var á vef bank­ans í vik­unn­i. Þá segir í fund­ar­gerð­inni að fjár­hæð útlána við­skipta­bank­anna með veði í gisti­rými og yfir 70% veð­setn­ingu hafi hækkað um tæp­lega 15% að raun­virði á síð­asta ári.

AuglýsingNefndin fjallar á fund­inum um horfur í efna­hags­líf­inu, um banka­kerf­ið, fast­eigna­mark­að­inn, gjald­eyr­is­mark­að­inn og fjár­mála­stöð­ug­leika í land­inu. Ákvarð­anir voru teknar á fund­inum um að halda sveiflu­jöfn­un­ar­auka óbreyttum og að Seðla­bank­inn útfærði sér­stakan tíma­bund­inn veð­lán­ara­mma til að fjár­magna stuðn­ings­lán með 100% rík­is­á­byrgð, líkt og áður hefur komið fram.Atvinnu­leysi nái hámarki á þriðja árs­fjórð­ungiNefndin spáir því að atvinnu­leysi nái hámarki á þriðja árs­fjórð­ungi og verði tæp­lega níu pró­sent á árinu öllu. „Einka­neysla dróst veru­lega saman milli ára í mars og apríl en við­snún­ingur varð í maí. Störfum hefur fækkað veru­lega og atvinnu­leysi auk­ist. Spáð er að atvinnu­leysi nái hámarki á þriðja árs­fjórð­ungi og verði tæp­lega 9% á árinu öllu. Verð­bólga hafði ekki auk­ist þrátt fyrir lækkun á gengi krón­unnar þar sem lækkun olíu­verðs og alþjóð­leg lækkun mat­væla- og hrá­vöru­verðs hafa vegið á móti. Verð­bólgu­vænt­ingar hafa jafn­framt hald­ist við mark­mið.” Nefndin telur stuðn­ings­lán til fyr­ir­tækja mik­il­væg enda sé með þeim dregið úr líkum á greiðslu­falli lán­taka og stutt við útlána­gæði í fjár­mála­kerf­inu. Þannig styðji veit­ing stuðn­ings­lána við fjár­mála­stöð­ug­leika og brýnt sé að hvetja bank­ana til að veita þau. Því var ein­róma sam­þykkt á fund­inum að Seðla­bank­inn myndi útfæra sér­stakan tíma­bund­inn veð­lán­ara­mma stuðn­ings­lána á sömu kjörum og eru á sjö daga bundnum inn­lánum hjá bank­anum á hverjum tíma.„Árs­fjórð­ungs­leg gögn benda til þess að í lok síð­asta árs og á fyrsta fjórð­ungi þessa árs hafi upp­taktur fjár­mála­sveifl­unnar að mestu stöðvast. Skulda­sveifla einka­geirans var enn í upp­takti en hús­næð­is- og fjár­mögn­un­ar­sveiflan að mestu staðn­að­ar. Aðgerðir stjórn­valda tengdar far­sótt­inni gætu blásið lífi í hús­næð­is­sveifl­una og lík­legt er að upp­taktur skulda­sveifl­unnar auk­ist á nýjan leik, einkum vegna auk­inna útlána til heim­ila til fast­eigna­kaupa og brú­ar- og stuðn­ings­lána til fyr­ir­tækja. Þetta gæti aukið upp­takt fjár­mála­sveifl­unnar á nýjan leik. Almennt virt­ist samt áhættu­vilji hafa minnkað í fjár­mála­kerf­inu sl. ár sem gæti haft nei­kvæð áhrif á upp­takt fjár­mála­sveifl­unnar ef áhrif­anna gætir til lengri tíma lit­ið,” er meðal þess sem fram kemur í fund­ar­gerð­inn­i. Nefndin hefur ekki áhyggjur af fjár­mála­stöð­ug­leika Almennt ræddi nefndin um slökun á aðhaldi vegna far­sótt­ar­inn­ar. „Víða erlendis hafa lágir og ­jafn­vel nei­kvæðir vextir verið við lýði um nokk­urt skeið og það sam­hliða slak­ara aðhald­i fjár­mála­stöð­ug­leika­stefn­unnar hefur ýtt undir áhyggjur af stöðu fjár­mála­stöð­ug­leika. Að­stæður hér á landi eru aðr­ar, slak­ara aðhald er nýlega til­komið sem við­brögð við dökk­um efna­hags­horf­um." Segir í fund­ar­gerð að þrátt fyrir slak­ara aðhald fjár­mála­stöð­ug­leika­stefn­unnar hér á landi hafi nefndin enn sem komið er „ekki áhyggjur" af stöðu fjár­mála­stöð­ug­leika. 

Aukið laust fé í umferð virð­ist ekki hafa leitt til auk­inna útlána til fyr­ir­tækja og aðgengi þeirra fjár­magni í gegnum banka­kerf­ið sé ein­hverju leyti tak­mark­að. Útlána­aukn­ing einka­geirans und­an­farna mán­uði sé þannig nær ein­göngu  fast­eigna­lán til heim­ila. „Óhóf­legur skulda­vöxtur og ósjálf­bærar hækk­anir á eigna­mörk­uðum eru því enn sem komið er ekki áhyggju­efni hér á landi," segir í fund­ar­gerð. Nefnd­ar­menn töld­u þó mik­il­vægt að allir yrðu við­búnir því að núver­andi ástand væri tíma­bund­ið. Herða þyrft­i að­hald að nýju þegar áhrif far­sótt­ar­innar og sótt­varn­ar­að­gerða myndu fjara út. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent