Flugfreyjur samþykktu nýjan samning með miklum meirihluta

Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair með 83,5 prósentum greiddra atkvæða, en rafrænni kosningu lauk kl. 12 á hádegi og hafði staðið yfir frá því á miðvikudag. Samningurinn er í gildi til fimm ára.

Icelandair hefur nú náð samningum við flugstéttirnar þrjár, flugmenn, flugvirkja og flugfreyjur og -þjóna.
Icelandair hefur nú náð samningum við flugstéttirnar þrjár, flugmenn, flugvirkja og flugfreyjur og -þjóna.
Auglýsing

Félags­menn Flug­freyju­fé­lags Íslands sam­þykktu nýjan kjara­samn­ing með 83,5 pró­sentum greiddra atkvæða, en raf­rænni kosningu lauk kl. 12 hádegi og hafði staðið yfir frá því á hádegi síð­asta mið­viku­dag, 22. júlí. Nið­ur­staðan er mjög afger­andi, eins og töl­urnar bera með sér.

Niðurstaðan er afgerandi. Mynd: FFÍ

Alls greiddu 812 atkvæði af þeim 921 sem voru á kjör­skrá, en 678 eða 83,5 pró­sent sam­þykktu samn­ing­inn. 109 eða 13,42 pró­sent voru á móti nýjum samn­ingi en auðir seðlar voru 25 tals­ins, 3,08 pró­sent greiddra atkvæða.

Starfs­menn Icelandair sem greiða félags­gjöld til Flug­freyju­fé­lags Íslands höfðu atkvæð­is­rétt um samn­ing­inn, sem var und­ir­rit­aður aðfara­nótt sunnu­dags­ins 19. júlí eftir langa fund­ar­setu í húsa­kynnum rík­is­sátta­semj­ara í Borg­ar­túni.

Icelandair hafði þá áður til­­kynnt um það á föst­u­dag­inn 17. júlí að félagið hefði lokið við­ræðum sínum við FFÍ, öllum starf­andi flug­­freyjum og -þjónum yrði sagt upp. Í kjöl­farið yrði samið við aðra aðila um að sinna störfum þeirra og til að byrja með yrði það í höndum flug­­­manna. 

Flug­fé­lagið til­kynnti um þessar fyr­ir­hug­uðu aðgerðir sínar í kjöl­far þess að félags­menn FFÍ höfn­uðu fyrri kjara­samn­ingi, sem und­ir­rit­aður hafði verið 25. jún­í. Þetta skref Icelandair vakti mikla reiði innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og FFÍ boð­aði sam­stundis til und­ir­bún­ings all­hers­herj­ar­verk­falls. 

Auglýsing

En sættir náð­ust og skrifað var undir nýjan samn­ing, sem áður seg­ir. Nú hefur hann verið sam­þykktur með afger­andi hætti.

FFÍ hafði sagt félags­mönnum sínum að nýi samn­ing­ur­inn fæli meðal ann­ars í sér breyt­ingar á tveimur umdeildum ákvæð­um; mála­miðlun hefði náðst á milli FFÍ og Icelandair varð­andi auka­frí­daga fyrir flug­freyjur eldri en 60 ára og um svo­kall­aða sex daga reglu. 

Icelandair segir samn­ing í sam­ræmi við mark­mið

Bæði Icelandair og Flug­freyju­fé­lagið hafa sent frá sér yfir­lýs­ingar um sam­þykkt samn­ings­ins. Icelandair segir hann „í sam­ræmi við þau mark­mið sem lagt var upp með um að auka vinnu­fram­lag en á sama tíma verja ráð­stöf­un­ar­tekjur flug­freyja og flug­þjóna“ og að samn­ing­ur­inn stuðli að auknum sveigj­an­leika fyrir bæði félagið og starfs­fólk.

Stjórn og samn­inga­nefnd FFÍ seg­ist fagna því að við­ræðum sé lokið og þakkar félags­mönnum sínum fyrir sam­stöðu og stuðn­ing, sem ríkt hafi meðal hóps­ins und­an­farna mán­uð­i. 

„Kjör­sókn var mjög góð og sýnir það ábyrgð og áhuga félags­manna á starfs­kjörum sínum og vinnu­um­hverf­i,“ segir í yfir­lýs­ingu félags­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent