Flugfreyjur samþykktu nýjan samning með miklum meirihluta

Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair með 83,5 prósentum greiddra atkvæða, en rafrænni kosningu lauk kl. 12 á hádegi og hafði staðið yfir frá því á miðvikudag. Samningurinn er í gildi til fimm ára.

Icelandair hefur nú náð samningum við flugstéttirnar þrjár, flugmenn, flugvirkja og flugfreyjur og -þjóna.
Icelandair hefur nú náð samningum við flugstéttirnar þrjár, flugmenn, flugvirkja og flugfreyjur og -þjóna.
Auglýsing

Félags­menn Flug­freyju­fé­lags Íslands sam­þykktu nýjan kjara­samn­ing með 83,5 pró­sentum greiddra atkvæða, en raf­rænni kosningu lauk kl. 12 hádegi og hafði staðið yfir frá því á hádegi síð­asta mið­viku­dag, 22. júlí. Nið­ur­staðan er mjög afger­andi, eins og töl­urnar bera með sér.

Niðurstaðan er afgerandi. Mynd: FFÍ

Alls greiddu 812 atkvæði af þeim 921 sem voru á kjör­skrá, en 678 eða 83,5 pró­sent sam­þykktu samn­ing­inn. 109 eða 13,42 pró­sent voru á móti nýjum samn­ingi en auðir seðlar voru 25 tals­ins, 3,08 pró­sent greiddra atkvæða.

Starfs­menn Icelandair sem greiða félags­gjöld til Flug­freyju­fé­lags Íslands höfðu atkvæð­is­rétt um samn­ing­inn, sem var und­ir­rit­aður aðfara­nótt sunnu­dags­ins 19. júlí eftir langa fund­ar­setu í húsa­kynnum rík­is­sátta­semj­ara í Borg­ar­túni.

Icelandair hafði þá áður til­­kynnt um það á föst­u­dag­inn 17. júlí að félagið hefði lokið við­ræðum sínum við FFÍ, öllum starf­andi flug­­freyjum og -þjónum yrði sagt upp. Í kjöl­farið yrði samið við aðra aðila um að sinna störfum þeirra og til að byrja með yrði það í höndum flug­­­manna. 

Flug­fé­lagið til­kynnti um þessar fyr­ir­hug­uðu aðgerðir sínar í kjöl­far þess að félags­menn FFÍ höfn­uðu fyrri kjara­samn­ingi, sem und­ir­rit­aður hafði verið 25. jún­í. Þetta skref Icelandair vakti mikla reiði innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og FFÍ boð­aði sam­stundis til und­ir­bún­ings all­hers­herj­ar­verk­falls. 

Auglýsing

En sættir náð­ust og skrifað var undir nýjan samn­ing, sem áður seg­ir. Nú hefur hann verið sam­þykktur með afger­andi hætti.

FFÍ hafði sagt félags­mönnum sínum að nýi samn­ing­ur­inn fæli meðal ann­ars í sér breyt­ingar á tveimur umdeildum ákvæð­um; mála­miðlun hefði náðst á milli FFÍ og Icelandair varð­andi auka­frí­daga fyrir flug­freyjur eldri en 60 ára og um svo­kall­aða sex daga reglu. 

Icelandair segir samn­ing í sam­ræmi við mark­mið

Bæði Icelandair og Flug­freyju­fé­lagið hafa sent frá sér yfir­lýs­ingar um sam­þykkt samn­ings­ins. Icelandair segir hann „í sam­ræmi við þau mark­mið sem lagt var upp með um að auka vinnu­fram­lag en á sama tíma verja ráð­stöf­un­ar­tekjur flug­freyja og flug­þjóna“ og að samn­ing­ur­inn stuðli að auknum sveigj­an­leika fyrir bæði félagið og starfs­fólk.

Stjórn og samn­inga­nefnd FFÍ seg­ist fagna því að við­ræðum sé lokið og þakkar félags­mönnum sínum fyrir sam­stöðu og stuðn­ing, sem ríkt hafi meðal hóps­ins und­an­farna mán­uð­i. 

„Kjör­sókn var mjög góð og sýnir það ábyrgð og áhuga félags­manna á starfs­kjörum sínum og vinnu­um­hverf­i,“ segir í yfir­lýs­ingu félags­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent