Flugfreyjur samþykktu nýjan samning með miklum meirihluta

Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair með 83,5 prósentum greiddra atkvæða, en rafrænni kosningu lauk kl. 12 á hádegi og hafði staðið yfir frá því á miðvikudag. Samningurinn er í gildi til fimm ára.

Icelandair hefur nú náð samningum við flugstéttirnar þrjár, flugmenn, flugvirkja og flugfreyjur og -þjóna.
Icelandair hefur nú náð samningum við flugstéttirnar þrjár, flugmenn, flugvirkja og flugfreyjur og -þjóna.
Auglýsing

Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands samþykktu nýjan kjarasamning með 83,5 prósentum greiddra atkvæða, en rafrænni kosningu lauk kl. 12 hádegi og hafði staðið yfir frá því á hádegi síðasta miðvikudag, 22. júlí. Niðurstaðan er mjög afgerandi, eins og tölurnar bera með sér.

Niðurstaðan er afgerandi. Mynd: FFÍ

Alls greiddu 812 atkvæði af þeim 921 sem voru á kjörskrá, en 678 eða 83,5 prósent samþykktu samninginn. 109 eða 13,42 prósent voru á móti nýjum samningi en auðir seðlar voru 25 talsins, 3,08 prósent greiddra atkvæða.

Starfsmenn Icelandair sem greiða félagsgjöld til Flugfreyjufélags Íslands höfðu atkvæðisrétt um samninginn, sem var undirritaður aðfaranótt sunnudagsins 19. júlí eftir langa fundarsetu í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni.

Icelandair hafði þá áður til­kynnt um það á föstu­daginn 17. júlí að félagið hefði lokið við­ræðum sínum við FFÍ, öllum starf­andi flug­freyjum og -þjónum yrði sagt upp. Í kjöl­farið yrði samið við aðra aðila um að sinna störfum þeirra og til að byrja með yrði það í höndum flug­manna. 

Flugfélagið tilkynnti um þessar fyrirhuguðu aðgerðir sínar í kjölfar þess að félagsmenn FFÍ höfnuðu fyrri kjarasamningi, sem undirritaður hafði verið 25. júní. Þetta skref Icelandair vakti mikla reiði innan verkalýðshreyfingarinnar og FFÍ boðaði samstundis til undirbúnings allhersherjarverkfalls. 

Auglýsing

En sættir náðust og skrifað var undir nýjan samning, sem áður segir. Nú hefur hann verið samþykktur með afgerandi hætti.

FFÍ hafði sagt félagsmönnum sínum að nýi samningurinn fæli meðal annars í sér breytingar á tveimur umdeildum ákvæðum; málamiðlun hefði náðst á milli FFÍ og Icelandair varðandi aukafrídaga fyrir flugfreyjur eldri en 60 ára og um svokallaða sex daga reglu. 

Icelandair segir samning í samræmi við markmið

Bæði Icelandair og Flugfreyjufélagið hafa sent frá sér yfirlýsingar um samþykkt samningsins. Icelandair segir hann „í samræmi við þau markmið sem lagt var upp með um að auka vinnuframlag en á sama tíma verja ráðstöfunartekjur flugfreyja og flugþjóna“ og að samningurinn stuðli að auknum sveigjanleika fyrir bæði félagið og starfsfólk.

Stjórn og samninganefnd FFÍ segist fagna því að viðræðum sé lokið og þakkar félagsmönnum sínum fyrir samstöðu og stuðning, sem ríkt hafi meðal hópsins undanfarna mánuði. 

„Kjörsókn var mjög góð og sýnir það ábyrgð og áhuga félagsmanna á starfskjörum sínum og vinnuumhverfi,“ segir í yfirlýsingu félagsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent