Flugfreyjur samþykktu nýjan samning með miklum meirihluta

Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair með 83,5 prósentum greiddra atkvæða, en rafrænni kosningu lauk kl. 12 á hádegi og hafði staðið yfir frá því á miðvikudag. Samningurinn er í gildi til fimm ára.

Icelandair hefur nú náð samningum við flugstéttirnar þrjár, flugmenn, flugvirkja og flugfreyjur og -þjóna.
Icelandair hefur nú náð samningum við flugstéttirnar þrjár, flugmenn, flugvirkja og flugfreyjur og -þjóna.
Auglýsing

Félags­menn Flug­freyju­fé­lags Íslands sam­þykktu nýjan kjara­samn­ing með 83,5 pró­sentum greiddra atkvæða, en raf­rænni kosningu lauk kl. 12 hádegi og hafði staðið yfir frá því á hádegi síð­asta mið­viku­dag, 22. júlí. Nið­ur­staðan er mjög afger­andi, eins og töl­urnar bera með sér.

Niðurstaðan er afgerandi. Mynd: FFÍ

Alls greiddu 812 atkvæði af þeim 921 sem voru á kjör­skrá, en 678 eða 83,5 pró­sent sam­þykktu samn­ing­inn. 109 eða 13,42 pró­sent voru á móti nýjum samn­ingi en auðir seðlar voru 25 tals­ins, 3,08 pró­sent greiddra atkvæða.

Starfs­menn Icelandair sem greiða félags­gjöld til Flug­freyju­fé­lags Íslands höfðu atkvæð­is­rétt um samn­ing­inn, sem var und­ir­rit­aður aðfara­nótt sunnu­dags­ins 19. júlí eftir langa fund­ar­setu í húsa­kynnum rík­is­sátta­semj­ara í Borg­ar­túni.

Icelandair hafði þá áður til­­kynnt um það á föst­u­dag­inn 17. júlí að félagið hefði lokið við­ræðum sínum við FFÍ, öllum starf­andi flug­­freyjum og -þjónum yrði sagt upp. Í kjöl­farið yrði samið við aðra aðila um að sinna störfum þeirra og til að byrja með yrði það í höndum flug­­­manna. 

Flug­fé­lagið til­kynnti um þessar fyr­ir­hug­uðu aðgerðir sínar í kjöl­far þess að félags­menn FFÍ höfn­uðu fyrri kjara­samn­ingi, sem und­ir­rit­aður hafði verið 25. jún­í. Þetta skref Icelandair vakti mikla reiði innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og FFÍ boð­aði sam­stundis til und­ir­bún­ings all­hers­herj­ar­verk­falls. 

Auglýsing

En sættir náð­ust og skrifað var undir nýjan samn­ing, sem áður seg­ir. Nú hefur hann verið sam­þykktur með afger­andi hætti.

FFÍ hafði sagt félags­mönnum sínum að nýi samn­ing­ur­inn fæli meðal ann­ars í sér breyt­ingar á tveimur umdeildum ákvæð­um; mála­miðlun hefði náðst á milli FFÍ og Icelandair varð­andi auka­frí­daga fyrir flug­freyjur eldri en 60 ára og um svo­kall­aða sex daga reglu. 

Icelandair segir samn­ing í sam­ræmi við mark­mið

Bæði Icelandair og Flug­freyju­fé­lagið hafa sent frá sér yfir­lýs­ingar um sam­þykkt samn­ings­ins. Icelandair segir hann „í sam­ræmi við þau mark­mið sem lagt var upp með um að auka vinnu­fram­lag en á sama tíma verja ráð­stöf­un­ar­tekjur flug­freyja og flug­þjóna“ og að samn­ing­ur­inn stuðli að auknum sveigj­an­leika fyrir bæði félagið og starfs­fólk.

Stjórn og samn­inga­nefnd FFÍ seg­ist fagna því að við­ræðum sé lokið og þakkar félags­mönnum sínum fyrir sam­stöðu og stuðn­ing, sem ríkt hafi meðal hóps­ins und­an­farna mán­uð­i. 

„Kjör­sókn var mjög góð og sýnir það ábyrgð og áhuga félags­manna á starfs­kjörum sínum og vinnu­um­hverf­i,“ segir í yfir­lýs­ingu félags­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent