Búast ekki við fullum bata flugbransans fyrr en árið 2024

Alþjóðasamtök flugfélaga hafa gefið út nýja spá um batahorfur í fluggeiranum eftir kórónuveirufaraldurinn. Hún lítur verr út en spá samtakanna frá því í apríl. Ekki er búist við því að jafn margir setjist upp í flugvél og fyrir COVID fyrr en árið 2023.

Ný spá alþjóðasamtaka flugfélaga um áhrif veirufaraldurins á fluggeirann var kynnt í dag. Útlitið er dekkra en gert var ráð fyrir í apríl.
Ný spá alþjóðasamtaka flugfélaga um áhrif veirufaraldurins á fluggeirann var kynnt í dag. Útlitið er dekkra en gert var ráð fyrir í apríl.
Auglýsing

Upp­færð grunn­s­viðs­mynd IATA, alþjóða­sam­taka flug­fé­laga, um fram­tíð­ina í far­þega­flutn­ingum á heims­vísu, gerir ekki ráð fyrir því að flognir far­þega­kíló­metrar (e. revenue passen­ger kilomet­ers) nái sama marki og fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn fyrr en árið 2024. Fyrri sviðs­mynd sam­tak­anna gerði ráð fyrir því að flugið myndi jafna sig hvað þetta varðar ári fyrr, eða árið 2023.

Í frétta­til­kynn­ingu frá IATA í dag segir að búist sé við að styttri flug­leiðir muni kom­ast í eðli­legt horf fyrr en þær lengri, hvað fjölda far­þega varð­ar. Þó er ekki búist við því að fjöldi flug­far­þega á heims­vísu nái sama marki og fyrir veiruna fyrr en árið 2023, en í fyrri spá var gert ráð fyrir að fjöldi far­þega myndi ná sömu hæðum og fyrir COVID árið 2022.

Hvað varðar skamm­tíma­horfur í flug­geir­anum hefur spá IATA einnig dökkn­að, en nú er gert ráð fyrir því að sam­dráttur í fjölda flug­far­þega á þessu ári muni nema um 55 pró­sent­um, sam­an­borið við þann 46 pró­sent sam­drátt sem sam­tökin spáðu í apr­íl.

Auglýsing

Á heims­vísu dróst flug­um­ferð, mæld í flognum far­þega­kíló­metrum, saman um 86,5 pró­sent frá fyrra ári í júní. Það er ögn skárra en í maí, þegar flug­um­ferð dróst saman um 91 pró­sent á sama mæli­kvarða frá sama mán­uði í fyrra. Sam­tökin segja þetta skýr­ast af auk­inni eft­ir­spurn á inn­an­lands­mörk­uð­um, sér­stak­lega í Kína.

Lítið traust hjá neyt­endum og útbreiðsla veirunnar dekkja horfur

Nokkrir þættir eru sagðir útskýra verri horfur í þess­ari nýju spá sam­tak­anna, miðað við spána sem gefin var út í apr­íl.  Í fyrsta lagi er það van­máttur Banda­ríkja­stjórnar og stjórn­valda í ýmsum vax­andi hag­kerfum við að hafa hemil á útbreiðslu veirunn­ar. Áfram­hald­andi úti­lokun Banda­ríkj­anna og fleiri ríkja frá alþjóða­flug­mark­að­inum hefur umtals­verð áhrif á bata flug­geirans í heild sinni.

Í annan stað er búist við því að við­skipta­ferðir verði mun færri en áður á næstu miss­erum, þar sem mörg fyr­ir­tæki séu í fjár­hags­vand­ræðum veirunnar vegna.

Og í þriðja lagi eru það neyt­end­urnir og vilji þeirra til að ferðast, en mæl­ingar hafa sýnt að margir hafa hug á að ferð­ast alls ekki neitt á næst­unni. Yfir helm­ingur þeirra sem IATA spurði í könnun í júní ætl­uðu ekki að ferð­ast neitt árið 2020. Almennt, segja IATA, er neyt­enda­traust lágt um þessar mund­ir, er margir sjá fram á atvinnu­ó­ör­yggi, ofan á hætt­una af því að smit­ast af COVID-19 á ferða­lög­um.

Haft er eftir Alex­andre de Juni­ac, for­stjóra IATA, að neyt­enda­traust sé afar lítið og að ákvörðun Bret­lands um að skipa öllum ferða­mönnum í sótt­kví sem snúa heim frá Spáni hafi ekki bætt úr skák.

 „Og í mörgum hlutum heims­ins fer fjöldi sýk­inga enn vax­andi. Allt þetta bendir til þess að end­ur­komu­tím­inn verði lengri með auknum þján­ingum fyrir flug­geir­ann og heims­hag­kerf­ið,“ segir de Juni­ac. Einnig segir hann að þetta séu slæmar fréttir fyrir flug­fé­lög, þar sem þetta bendi til þess að áfram þurfi flug­geir­inn að treysta á stuðn­ing stjórn­valda.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Meirihlutinn í Reykjavík myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi allra flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun. Þrír flokkanna sem mynda meirihluta í borginni bæta við sig fylgi og borgarfulltrúum en Samfylkingin dalar. Staða meirihlutans er þó að styrkjast verulega.
Kjarninn 14. ágúst 2020
82 dagar í kosningar í sundruðum Bandaríkjunum
Joe Biden mælist með umtalsvert forskot á Donald Trump á landsvísu þegar minna en þrír mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Hann er líka með yfirhöndina í flestum hinna mikilvægu sveifluríkja.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Margrét Tryggvadóttir
Hlaupið endalausa
Leslistinn 13. ágúst 2020
Búið að fjármagna útgáfu spilsins þar sem leikendur eru með þingmenn í vasanum
Þingmaður Pírata er þegar búinn að ná að safna nægilegri upphæð á Karolina Fund til að gefa út Þingspilið. Söfnunin er þó enn í gangi, og ef það næst að safna meira, þá verður útgáfan veglegri.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Frá upplýsingafundi sem haldinn var fyrr í dag.
Nauðsynlegt að slaka hægt og sígandi á þeim takmörkunum sem eru í gangi
Á upplýsingafundi dagsins sagði Þórólfur Guðnason mjög mikilvægt að stöðugleiki í viðbrögðum við kórónuveirunni ráði för. „Grímur eru ekki töfralausn,“ sagði Alma Möller sem hvatti fólk til að kynna sér upplýsingar um notkun gríma.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Karl G. Kristinsson er yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Sýkla- og veirufræðideildin og Íslensk erfðagreining snúa bökum saman
Hluti af starfsemi sýkla- og veirufræðideildarinnar mun flytjast í aðstöðu Íslenskrar erfðagreiningar og við það mun afkastageta við greiningu sýna aukast til muna. Tækjamál Landspítala hefðu mátt vera betri að sögn yfirlæknis á sýkla- og veirufræðideild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Kórónuveirufaraldurinn lamaði starfsemi leikhúsa í vor.
Listafólk kallar eftir tilslökunum
Listafólk kallar nú eftir undanþágum frá nálægðartakmörkunum, sambærilegum þeim sem veittar hafa verið vegna íþrótta, til að geta haldið áfram æfingum og undirbúið menningarveturinn. Takmarkanir hafa sett svip sinn á æfingar hjá stóru leikhúsunum tveimur.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Sex ný innanlandssmit – 120 með COVID-19
Sex ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Fjögur sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 120 manns eru með COVID-19 og í einangrun. Einn liggur á gjörgæsludeild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent