Búast ekki við fullum bata flugbransans fyrr en árið 2024

Alþjóðasamtök flugfélaga hafa gefið út nýja spá um batahorfur í fluggeiranum eftir kórónuveirufaraldurinn. Hún lítur verr út en spá samtakanna frá því í apríl. Ekki er búist við því að jafn margir setjist upp í flugvél og fyrir COVID fyrr en árið 2023.

Ný spá alþjóðasamtaka flugfélaga um áhrif veirufaraldurins á fluggeirann var kynnt í dag. Útlitið er dekkra en gert var ráð fyrir í apríl.
Ný spá alþjóðasamtaka flugfélaga um áhrif veirufaraldurins á fluggeirann var kynnt í dag. Útlitið er dekkra en gert var ráð fyrir í apríl.
Auglýsing

Uppfærð grunnsviðsmynd IATA, alþjóðasamtaka flugfélaga, um framtíðina í farþegaflutningum á heimsvísu, gerir ekki ráð fyrir því að flognir farþegakílómetrar (e. revenue passenger kilometers) nái sama marki og fyrir kórónuveirufaraldurinn fyrr en árið 2024. Fyrri sviðsmynd samtakanna gerði ráð fyrir því að flugið myndi jafna sig hvað þetta varðar ári fyrr, eða árið 2023.

Í fréttatilkynningu frá IATA í dag segir að búist sé við að styttri flugleiðir muni komast í eðlilegt horf fyrr en þær lengri, hvað fjölda farþega varðar. Þó er ekki búist við því að fjöldi flugfarþega á heimsvísu nái sama marki og fyrir veiruna fyrr en árið 2023, en í fyrri spá var gert ráð fyrir að fjöldi farþega myndi ná sömu hæðum og fyrir COVID árið 2022.

Hvað varðar skammtímahorfur í fluggeiranum hefur spá IATA einnig dökknað, en nú er gert ráð fyrir því að samdráttur í fjölda flugfarþega á þessu ári muni nema um 55 prósentum, samanborið við þann 46 prósent samdrátt sem samtökin spáðu í apríl.

Auglýsing

Á heimsvísu dróst flugumferð, mæld í flognum farþegakílómetrum, saman um 86,5 prósent frá fyrra ári í júní. Það er ögn skárra en í maí, þegar flugumferð dróst saman um 91 prósent á sama mælikvarða frá sama mánuði í fyrra. Samtökin segja þetta skýrast af aukinni eftirspurn á innanlandsmörkuðum, sérstaklega í Kína.

Lítið traust hjá neytendum og útbreiðsla veirunnar dekkja horfur

Nokkrir þættir eru sagðir útskýra verri horfur í þessari nýju spá samtakanna, miðað við spána sem gefin var út í apríl.  Í fyrsta lagi er það vanmáttur Bandaríkjastjórnar og stjórnvalda í ýmsum vaxandi hagkerfum við að hafa hemil á útbreiðslu veirunnar. Áframhaldandi útilokun Bandaríkjanna og fleiri ríkja frá alþjóðaflugmarkaðinum hefur umtalsverð áhrif á bata fluggeirans í heild sinni.

Í annan stað er búist við því að viðskiptaferðir verði mun færri en áður á næstu misserum, þar sem mörg fyrirtæki séu í fjárhagsvandræðum veirunnar vegna.

Og í þriðja lagi eru það neytendurnir og vilji þeirra til að ferðast, en mælingar hafa sýnt að margir hafa hug á að ferðast alls ekki neitt á næstunni. Yfir helmingur þeirra sem IATA spurði í könnun í júní ætluðu ekki að ferðast neitt árið 2020. Almennt, segja IATA, er neytendatraust lágt um þessar mundir, er margir sjá fram á atvinnuóöryggi, ofan á hættuna af því að smitast af COVID-19 á ferðalögum.

Haft er eftir Alexandre de Juniac, forstjóra IATA, að neytendatraust sé afar lítið og að ákvörðun Bretlands um að skipa öllum ferðamönnum í sóttkví sem snúa heim frá Spáni hafi ekki bætt úr skák.

 „Og í mörgum hlutum heimsins fer fjöldi sýkinga enn vaxandi. Allt þetta bendir til þess að endurkomutíminn verði lengri með auknum þjáningum fyrir fluggeirann og heimshagkerfið,“ segir de Juniac. Einnig segir hann að þetta séu slæmar fréttir fyrir flugfélög, þar sem þetta bendi til þess að áfram þurfi fluggeirinn að treysta á stuðning stjórnvalda.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent