„Þessir fundir eru bara á hættutímum og við erum á hættulegu augnabliki“

Til skoðunar er að breyta samfélagsaðgerðum vegna fjölgunar sýkinga af COVID-19 hér á landi síðustu daga. Þá er einnig til skoðunar að hækka viðbúnað aftur á hættustig.Það var alvarlegur tónn í fulltrúum yfirvalda á upplýsingafundi í dag.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag.
Auglýsing

„Það er ekki til­viljun að við boðum til þessa upp­lýs­inga­fundar í dag,“ sagði Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir rík­is­lög­reglu­stjóri við upp­haf upp­lýs­inga­fundar almanna­varna og land­læknis í dag og rifj­aði upp að í síð­ustu viku hafi verið ákveðið að hætta með þá í bili þar sem allt virt­ist á réttri leið.  „Það að við séum með þennan fund er vegna þess að við teljum að þjóðin þurfi að fá mik­il­vægar upp­lýs­ing­ar. Þessir fundir eru bara á hættu­tímum og við erum á hættu­legu augna­blik­i.“24 eru með virk smit á land­inu núna og í ein­angr­un. „Þetta er tala sem við höfum ekki séð síðan 6. maí og sáum fyrst 4. mar­s,“ sagði Kamilla Sig­ríður Jós­efs­dótt­ir, stað­geng­ill sótt­varna­lækn­is, er hún fór yfir stöðu far­ald­urs­ins. Af þessum 24 hafa fjórtán smit­ast hér á landi. Þá hefur komið upp hóp­sýk­ing á Akra­nesi þar sem sjö sam­starfs­menn hafa sýkst. Enn er smitrakn­ing í gangi. Um 170 eru nú í sótt­kví en Kamilla sagði við­búið að þeim ætti eftir að fjölga.„Við þurfum að fara vel yfir allar þær regl­ur, við­mið og leið­bein­ingar sem við erum að vinna með í dag,“ sagði Kamilla.

AuglýsingEfla á sýna­töku og skima fyrir veirunni í kringum þá hópa sem hafa greinst með smit en einnig af handa­hófi og mun Íslensk erfða­grein­ing veita aðstoð við þá skimun„Það að við séum hérna enn á ný á upp­lýs­inga­fundi það minnir okkur á það að það er fjarri því að þessi veira sé far­in,“ sagði Alma Möller land­lækn­ir. Hún benti á að yfir­völd hefðu alltaf sagt að hafa þyrfti allar áætl­anir í sífelldri end­ur­skoð­un. „Það er vissu­lega áhyggju­efni að við séum að fást við smit frá mis­mun­andi upp­runa sam­tím­is,“ sagði hún. Benti hún á að fleiri lönd væru að fást við hóp­sýk­ingar þessa dag­ana.

Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis. Mynd: Lögreglan

Skýr­ing­arnar eru nokkr­ar. Búið er að létta á fjölda­tak­mörk­unum og hömlum og fólk er farið að ferð­ast á ný. „Okkur grunar að flest þessi smit komi erlendis frá,“ sagði Alma. Sem betur fer væri eng­inn alvar­lega veikur hér­lendis og það á einnig við um önnur lönd, m.a. Spán. Hvað skýri það sé óvíst en Alma benti á að meira væri ski­mað núna og að fleiri ungir ein­stak­lingar hefðu greinst en í vet­ur. Óvíst sé hvort þetta sé til marks um að veiran sé veik­ari.  „Vegna stöð­unnar hér­lendis þar sem við erum að sjá sam­fé­lags­legt smit þá þurfum við að vera mjög á verði gagn­vart ein­kennum og láta taka sýni við minnsta grun.“Þeir sem hafa greinst nýverið hafa verið með væg ein­kenni; hita, höf­uð­verk, slapp­leika og fleira. Einnig sagði Alma mik­il­vægt að vera vak­andi fyrir sjald­gæfari ein­kenn­um; skyndi­legt tap á lykt­ar­skyni til dæm­is. Finni fólk fyrir ein­kennum er mjög mik­il­vægt að fólk haldi sig til hlés, fari í sýna­töku og haldi sig heima þar til nei­kvætt svar liggur fyr­ir. Heilsu­gæsla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hóf þegar í gær að bæta aðgengi að sýna­töku og því ætti ekki að vera nein bið á að kom­ast í sýna­töku.

Alma Möller landlæknir. Mynd: Lögreglan

Alma var spurð út í birgðir á sýna­tökupinnum og sagði hún að þeir væru vissu­lega ekki ótak­mörkuð auð­lind. „En við höfum ekki verið í vand­ræðum og sjáum ekki fram á það í bili en auð­vitað er þetta eitt­hvað sem þarf að vaka yfir.“Sagði hún alla í heil­brigð­is­kerf­inu í við­bragðs­stöðu ef á þyrfti að halda.Sig­ríður Björk sagði að nú skipti mestu máli að við værum öll með­vituð og gættum var­úð­ar. Allir þyrftu að rifja upp allt það sem við lærðum í vetur um per­sónu­legar sótt­varn­ir. Veiran væri bráðsmit­andi en með skyn­semi og sam­visku­semi væri hægt að draga úr hættu á frek­ari útbreiðslu.Loka­orð fund­ar­ins átti rík­is­lög­reglu­stjóri: „Við náðum að ráða nið­ur­lögum veirunnar í vor og við getum reynt að gera það aft­ur. Og ég hef trú á því að það tak­ist. Við skulum fara var­lega og vera góð hvert við ann­að.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent