„Þessir fundir eru bara á hættutímum og við erum á hættulegu augnabliki“

Til skoðunar er að breyta samfélagsaðgerðum vegna fjölgunar sýkinga af COVID-19 hér á landi síðustu daga. Þá er einnig til skoðunar að hækka viðbúnað aftur á hættustig.Það var alvarlegur tónn í fulltrúum yfirvalda á upplýsingafundi í dag.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag.
Auglýsing

„Það er ekki til­viljun að við boðum til þessa upp­lýs­inga­fundar í dag,“ sagði Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir rík­is­lög­reglu­stjóri við upp­haf upp­lýs­inga­fundar almanna­varna og land­læknis í dag og rifj­aði upp að í síð­ustu viku hafi verið ákveðið að hætta með þá í bili þar sem allt virt­ist á réttri leið.  „Það að við séum með þennan fund er vegna þess að við teljum að þjóðin þurfi að fá mik­il­vægar upp­lýs­ing­ar. Þessir fundir eru bara á hættu­tímum og við erum á hættu­legu augna­blik­i.“24 eru með virk smit á land­inu núna og í ein­angr­un. „Þetta er tala sem við höfum ekki séð síðan 6. maí og sáum fyrst 4. mar­s,“ sagði Kamilla Sig­ríður Jós­efs­dótt­ir, stað­geng­ill sótt­varna­lækn­is, er hún fór yfir stöðu far­ald­urs­ins. Af þessum 24 hafa fjórtán smit­ast hér á landi. Þá hefur komið upp hóp­sýk­ing á Akra­nesi þar sem sjö sam­starfs­menn hafa sýkst. Enn er smitrakn­ing í gangi. Um 170 eru nú í sótt­kví en Kamilla sagði við­búið að þeim ætti eftir að fjölga.„Við þurfum að fara vel yfir allar þær regl­ur, við­mið og leið­bein­ingar sem við erum að vinna með í dag,“ sagði Kamilla.

AuglýsingEfla á sýna­töku og skima fyrir veirunni í kringum þá hópa sem hafa greinst með smit en einnig af handa­hófi og mun Íslensk erfða­grein­ing veita aðstoð við þá skimun„Það að við séum hérna enn á ný á upp­lýs­inga­fundi það minnir okkur á það að það er fjarri því að þessi veira sé far­in,“ sagði Alma Möller land­lækn­ir. Hún benti á að yfir­völd hefðu alltaf sagt að hafa þyrfti allar áætl­anir í sífelldri end­ur­skoð­un. „Það er vissu­lega áhyggju­efni að við séum að fást við smit frá mis­mun­andi upp­runa sam­tím­is,“ sagði hún. Benti hún á að fleiri lönd væru að fást við hóp­sýk­ingar þessa dag­ana.

Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis. Mynd: Lögreglan

Skýr­ing­arnar eru nokkr­ar. Búið er að létta á fjölda­tak­mörk­unum og hömlum og fólk er farið að ferð­ast á ný. „Okkur grunar að flest þessi smit komi erlendis frá,“ sagði Alma. Sem betur fer væri eng­inn alvar­lega veikur hér­lendis og það á einnig við um önnur lönd, m.a. Spán. Hvað skýri það sé óvíst en Alma benti á að meira væri ski­mað núna og að fleiri ungir ein­stak­lingar hefðu greinst en í vet­ur. Óvíst sé hvort þetta sé til marks um að veiran sé veik­ari.  „Vegna stöð­unnar hér­lendis þar sem við erum að sjá sam­fé­lags­legt smit þá þurfum við að vera mjög á verði gagn­vart ein­kennum og láta taka sýni við minnsta grun.“Þeir sem hafa greinst nýverið hafa verið með væg ein­kenni; hita, höf­uð­verk, slapp­leika og fleira. Einnig sagði Alma mik­il­vægt að vera vak­andi fyrir sjald­gæfari ein­kenn­um; skyndi­legt tap á lykt­ar­skyni til dæm­is. Finni fólk fyrir ein­kennum er mjög mik­il­vægt að fólk haldi sig til hlés, fari í sýna­töku og haldi sig heima þar til nei­kvætt svar liggur fyr­ir. Heilsu­gæsla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hóf þegar í gær að bæta aðgengi að sýna­töku og því ætti ekki að vera nein bið á að kom­ast í sýna­töku.

Alma Möller landlæknir. Mynd: Lögreglan

Alma var spurð út í birgðir á sýna­tökupinnum og sagði hún að þeir væru vissu­lega ekki ótak­mörkuð auð­lind. „En við höfum ekki verið í vand­ræðum og sjáum ekki fram á það í bili en auð­vitað er þetta eitt­hvað sem þarf að vaka yfir.“Sagði hún alla í heil­brigð­is­kerf­inu í við­bragðs­stöðu ef á þyrfti að halda.Sig­ríður Björk sagði að nú skipti mestu máli að við værum öll með­vituð og gættum var­úð­ar. Allir þyrftu að rifja upp allt það sem við lærðum í vetur um per­sónu­legar sótt­varn­ir. Veiran væri bráðsmit­andi en með skyn­semi og sam­visku­semi væri hægt að draga úr hættu á frek­ari útbreiðslu.Loka­orð fund­ar­ins átti rík­is­lög­reglu­stjóri: „Við náðum að ráða nið­ur­lögum veirunnar í vor og við getum reynt að gera það aft­ur. Og ég hef trú á því að það tak­ist. Við skulum fara var­lega og vera góð hvert við ann­að.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent