„Þessir fundir eru bara á hættutímum og við erum á hættulegu augnabliki“

Til skoðunar er að breyta samfélagsaðgerðum vegna fjölgunar sýkinga af COVID-19 hér á landi síðustu daga. Þá er einnig til skoðunar að hækka viðbúnað aftur á hættustig.Það var alvarlegur tónn í fulltrúum yfirvalda á upplýsingafundi í dag.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag.
Auglýsing

„Það er ekki til­viljun að við boðum til þessa upp­lýs­inga­fundar í dag,“ sagði Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir rík­is­lög­reglu­stjóri við upp­haf upp­lýs­inga­fundar almanna­varna og land­læknis í dag og rifj­aði upp að í síð­ustu viku hafi verið ákveðið að hætta með þá í bili þar sem allt virt­ist á réttri leið.  „Það að við séum með þennan fund er vegna þess að við teljum að þjóðin þurfi að fá mik­il­vægar upp­lýs­ing­ar. Þessir fundir eru bara á hættu­tímum og við erum á hættu­legu augna­blik­i.“24 eru með virk smit á land­inu núna og í ein­angr­un. „Þetta er tala sem við höfum ekki séð síðan 6. maí og sáum fyrst 4. mar­s,“ sagði Kamilla Sig­ríður Jós­efs­dótt­ir, stað­geng­ill sótt­varna­lækn­is, er hún fór yfir stöðu far­ald­urs­ins. Af þessum 24 hafa fjórtán smit­ast hér á landi. Þá hefur komið upp hóp­sýk­ing á Akra­nesi þar sem sjö sam­starfs­menn hafa sýkst. Enn er smitrakn­ing í gangi. Um 170 eru nú í sótt­kví en Kamilla sagði við­búið að þeim ætti eftir að fjölga.„Við þurfum að fara vel yfir allar þær regl­ur, við­mið og leið­bein­ingar sem við erum að vinna með í dag,“ sagði Kamilla.

AuglýsingEfla á sýna­töku og skima fyrir veirunni í kringum þá hópa sem hafa greinst með smit en einnig af handa­hófi og mun Íslensk erfða­grein­ing veita aðstoð við þá skimun„Það að við séum hérna enn á ný á upp­lýs­inga­fundi það minnir okkur á það að það er fjarri því að þessi veira sé far­in,“ sagði Alma Möller land­lækn­ir. Hún benti á að yfir­völd hefðu alltaf sagt að hafa þyrfti allar áætl­anir í sífelldri end­ur­skoð­un. „Það er vissu­lega áhyggju­efni að við séum að fást við smit frá mis­mun­andi upp­runa sam­tím­is,“ sagði hún. Benti hún á að fleiri lönd væru að fást við hóp­sýk­ingar þessa dag­ana.

Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis. Mynd: Lögreglan

Skýr­ing­arnar eru nokkr­ar. Búið er að létta á fjölda­tak­mörk­unum og hömlum og fólk er farið að ferð­ast á ný. „Okkur grunar að flest þessi smit komi erlendis frá,“ sagði Alma. Sem betur fer væri eng­inn alvar­lega veikur hér­lendis og það á einnig við um önnur lönd, m.a. Spán. Hvað skýri það sé óvíst en Alma benti á að meira væri ski­mað núna og að fleiri ungir ein­stak­lingar hefðu greinst en í vet­ur. Óvíst sé hvort þetta sé til marks um að veiran sé veik­ari.  „Vegna stöð­unnar hér­lendis þar sem við erum að sjá sam­fé­lags­legt smit þá þurfum við að vera mjög á verði gagn­vart ein­kennum og láta taka sýni við minnsta grun.“Þeir sem hafa greinst nýverið hafa verið með væg ein­kenni; hita, höf­uð­verk, slapp­leika og fleira. Einnig sagði Alma mik­il­vægt að vera vak­andi fyrir sjald­gæfari ein­kenn­um; skyndi­legt tap á lykt­ar­skyni til dæm­is. Finni fólk fyrir ein­kennum er mjög mik­il­vægt að fólk haldi sig til hlés, fari í sýna­töku og haldi sig heima þar til nei­kvætt svar liggur fyr­ir. Heilsu­gæsla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hóf þegar í gær að bæta aðgengi að sýna­töku og því ætti ekki að vera nein bið á að kom­ast í sýna­töku.

Alma Möller landlæknir. Mynd: Lögreglan

Alma var spurð út í birgðir á sýna­tökupinnum og sagði hún að þeir væru vissu­lega ekki ótak­mörkuð auð­lind. „En við höfum ekki verið í vand­ræðum og sjáum ekki fram á það í bili en auð­vitað er þetta eitt­hvað sem þarf að vaka yfir.“Sagði hún alla í heil­brigð­is­kerf­inu í við­bragðs­stöðu ef á þyrfti að halda.Sig­ríður Björk sagði að nú skipti mestu máli að við værum öll með­vituð og gættum var­úð­ar. Allir þyrftu að rifja upp allt það sem við lærðum í vetur um per­sónu­legar sótt­varn­ir. Veiran væri bráðsmit­andi en með skyn­semi og sam­visku­semi væri hægt að draga úr hættu á frek­ari útbreiðslu.Loka­orð fund­ar­ins átti rík­is­lög­reglu­stjóri: „Við náðum að ráða nið­ur­lögum veirunnar í vor og við getum reynt að gera það aft­ur. Og ég hef trú á því að það tak­ist. Við skulum fara var­lega og vera góð hvert við ann­að.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Meirihlutinn í Reykjavík myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi allra flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun. Þrír flokkanna sem mynda meirihluta í borginni bæta við sig fylgi og borgarfulltrúum en Samfylkingin dalar. Staða meirihlutans er þó að styrkjast verulega.
Kjarninn 14. ágúst 2020
82 dagar í kosningar í sundruðum Bandaríkjunum
Joe Biden mælist með umtalsvert forskot á Donald Trump á landsvísu þegar minna en þrír mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Hann er líka með yfirhöndina í flestum hinna mikilvægu sveifluríkja.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Margrét Tryggvadóttir
Hlaupið endalausa
Leslistinn 13. ágúst 2020
Búið að fjármagna útgáfu spilsins þar sem leikendur eru með þingmenn í vasanum
Þingmaður Pírata er þegar búinn að ná að safna nægilegri upphæð á Karolina Fund til að gefa út Þingspilið. Söfnunin er þó enn í gangi, og ef það næst að safna meira, þá verður útgáfan veglegri.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Frá upplýsingafundi sem haldinn var fyrr í dag.
Nauðsynlegt að slaka hægt og sígandi á þeim takmörkunum sem eru í gangi
Á upplýsingafundi dagsins sagði Þórólfur Guðnason mjög mikilvægt að stöðugleiki í viðbrögðum við kórónuveirunni ráði för. „Grímur eru ekki töfralausn,“ sagði Alma Möller sem hvatti fólk til að kynna sér upplýsingar um notkun gríma.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Karl G. Kristinsson er yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Sýkla- og veirufræðideildin og Íslensk erfðagreining snúa bökum saman
Hluti af starfsemi sýkla- og veirufræðideildarinnar mun flytjast í aðstöðu Íslenskrar erfðagreiningar og við það mun afkastageta við greiningu sýna aukast til muna. Tækjamál Landspítala hefðu mátt vera betri að sögn yfirlæknis á sýkla- og veirufræðideild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Kórónuveirufaraldurinn lamaði starfsemi leikhúsa í vor.
Listafólk kallar eftir tilslökunum
Listafólk kallar nú eftir undanþágum frá nálægðartakmörkunum, sambærilegum þeim sem veittar hafa verið vegna íþrótta, til að geta haldið áfram æfingum og undirbúið menningarveturinn. Takmarkanir hafa sett svip sinn á æfingar hjá stóru leikhúsunum tveimur.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Sex ný innanlandssmit – 120 með COVID-19
Sex ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Fjögur sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 120 manns eru með COVID-19 og í einangrun. Einn liggur á gjörgæsludeild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent