Einungis 100 mega koma saman og tveggja metra fjarlægð verður skylda

Frá og með hádegi á morgun mega einungis 100 manns koma saman á sama stað. Tveggja metra nándarmörk milli ótengdra einstaklinga verða nú skylda.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

„Við erum komin á þann stað að það þarf að grípa til mjög afger­andi aðgerða,“ sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra á blaða­manna­fundi í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu í dag, þar sem ráð­herrar kynntu mjög hertar sótt­varna­ráð­staf­anir í sam­fé­lag­inu, í sam­ræmi við til­lögur sótt­varna­lækn­is. Þær verða í gildi næstu tvær vik­ur, til 13. ágúst.

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra greindir frá því helsta að sam­komu­bann mun frá og með hádegi á morg­un, 31. júlí, mið­ast við 100 manns. Börn sem fædd eru 2005 eða síðar verða und­an­skilin þessu eins og verið hef­ur.

Tveggja metra reglan verður nú skylda þar sem fólk kemur saman og í allri starf­semi og grímunotkun verður skylda á ákveðnum stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nánd­ar­mörk á milli ótengdra ein­stak­linga. Þetta á til dæmis við í almenn­ings­sam­göng­um, inn­an­lands­flug og far­þega­ferjur en einnig ýmsa aðra þjón­ustu.

Svan­dís sagði að í allri starf­semi þyrfti að tryggja að ekki væru fleiri en 100 manns í sama rými og að í minni rýmum þyrfti að tryggja að tveggja metra fjar­lægð yrði haldið á milli ein­stak­linga. Þetta á við á öllum vinnu­stöð­um.

„Á meðan að við erum að ná utan um stöð­una til þess að tryggja líf og heilsu þjóð­ar­innar þurfum við að stíga þetta skref. Allar þær ráð­staf­anir sem hér eru gerðar inn­an­lands eru í sam­ræmi við það sem við þekkj­um. Við höfum gert þetta áður, við gerðum þetta vel og við getum gert þetta aftur vel,“ sagði Svan­dís.

Auglýsing

Einnig verða aðgerðir á landa­mærum efld­ar, en tvö­föld sýna­taka verður útvíkkuð til allra sem hingað koma frá áhættu­svæðum og ætla að dvelja lengur en 10 daga. 

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra greindi frá því á fund­inum að ekki hefði verið ákveðið að fara aftur á neyð­ar­stig almanna­varna, en hún mun funda með rík­is­lög­reglu­stjóra og almanna­vörnum um stöðu mála síðar í dag.

Til­lög­urnar má lesa hér á neðan eins og þær voru birtar á vef stjórn­ar­ráðs­ins:

Um aðgerðir inn­an­lands frá 31. júlí:

Tak­mörkun á fjölda sem kemur saman mið­ast við 100 ein­stak­linga. Börn fædd 2005 eða síðar eru und­an­skil­in.

Hvar sem fólk kemur saman og í allri starf­semi verði við­höfð sú regla að hafa a.m.k. 2 metra á milli ein­stak­linga. 

Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjar­lægð milli ótengdra ein­stak­linga er kraf­ist notk­unar and­lits­grímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenn­ings­sam­göng­ur, þ.m.t. inn­an­lands­flug og far­þega­ferj­ur, og starf­semi s.s. hár­greiðslu­stofur og nudd­stof­ur. And­lits­grímur sem not­aðar eru utan heil­brigð­is­þjón­ustu ættu að upp­fylla kröfur sem settar eru fram í leið­bein­ingum sótt­varna­lækn­is.

Vinnu­stað­ir, opin­berar bygg­ing­ar, versl­anir og þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem eru opin almenn­ingi skipu­leggi starf­semi sína í sam­ræmi við ofan­greint og tryggi að ekki séu fleiri en 100 ein­stak­lingar í sama rými og að í minni rýmum séu ekki fleiri en svo að hægt sé að tryggja 2 metra fjar­lægð milli ein­stak­linga. 

Versl­an­ir, opin­berar bygg­ingar og þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem eru opin almenn­ingi tryggi aðgang að hand­sótt­hreinsi fyrir almenn­ing og starfs­menn við inn­ganga og í grennd við yfir­borð sem margir snerta s.s. snert­iskjái og afgreiðslu­kassa, sinni vel þrifum og sótt­hreinsun yfir­borða eins oft og unnt er og minni almenn­ing og starfs­menn á ein­stak­lings­bundnar sótt­varnir með merk­ingum og skilt­u­m. 

Sund­laugar og veit­inga­staðir tryggi að gestir geti haft 2 metra bil á milli sín í öllum rýmum með fjölda­tak­mörkun í sam­ræmi við stærð hvers rým­is. 

Sótt­varna­læknir leggur til að starf­semi sem í eðli sínu felur í sér að gestir noti sam­eig­in­legan búnað s.s. íþrótta­starf, lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar, spila­kassar og spila­salir geri hlé á starf­semi eða sótt­hreinsi slíkan búnað milli not­enda. 

Sótt­varna­læknir leggur til að söfn, skemmti­staðir og aðrir opin­berir staðir geri hlé á starf­semi sé ekki hægt að tryggja að farið sé eftir fjölda­tak­mörkun eða að bil milli ótengdra aðila sé yfir 2 metr­um. 

Opn­un­ar­tími skemmti- og vín­veit­inga­staða verður áfram til kl. 23:00. 

Aðgerðir efldar á landa­mær­unum frá 31. júlí: 

Sótt­varna­læknir mælir með að tvö­föld sýna­taka, við komu og á degi 4-6 ef fyrra sýnið er nei­kvætt, verði útvíkkuð til allra sem hingað koma frá áhættu­svæðum og dvelja hér 10 daga eða lengur með ráð­stöf­unum í sam­ræmi við það sem nefnt hefur verið heim­komusmit­gát þar til nei­kvæð nið­ur­staða fæst úr seinni sýna­töku. Ef þessi ráð­stöfun ber ekki árangur og inn­lend smit koma upp tengd komu­far­þegum þrátt fyrir beit­ingu ofan­greindra ráð­staf­ana þarf hugs­an­lega að efla aðgerðir á landa­mærum enn frek­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent