Einungis 100 mega koma saman og tveggja metra fjarlægð verður skylda

Frá og með hádegi á morgun mega einungis 100 manns koma saman á sama stað. Tveggja metra nándarmörk milli ótengdra einstaklinga verða nú skylda.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

„Við erum komin á þann stað að það þarf að grípa til mjög afger­andi aðgerða,“ sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra á blaða­manna­fundi í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu í dag, þar sem ráð­herrar kynntu mjög hertar sótt­varna­ráð­staf­anir í sam­fé­lag­inu, í sam­ræmi við til­lögur sótt­varna­lækn­is. Þær verða í gildi næstu tvær vik­ur, til 13. ágúst.

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra greindir frá því helsta að sam­komu­bann mun frá og með hádegi á morg­un, 31. júlí, mið­ast við 100 manns. Börn sem fædd eru 2005 eða síðar verða und­an­skilin þessu eins og verið hef­ur.

Tveggja metra reglan verður nú skylda þar sem fólk kemur saman og í allri starf­semi og grímunotkun verður skylda á ákveðnum stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nánd­ar­mörk á milli ótengdra ein­stak­linga. Þetta á til dæmis við í almenn­ings­sam­göng­um, inn­an­lands­flug og far­þega­ferjur en einnig ýmsa aðra þjón­ustu.

Svan­dís sagði að í allri starf­semi þyrfti að tryggja að ekki væru fleiri en 100 manns í sama rými og að í minni rýmum þyrfti að tryggja að tveggja metra fjar­lægð yrði haldið á milli ein­stak­linga. Þetta á við á öllum vinnu­stöð­um.

„Á meðan að við erum að ná utan um stöð­una til þess að tryggja líf og heilsu þjóð­ar­innar þurfum við að stíga þetta skref. Allar þær ráð­staf­anir sem hér eru gerðar inn­an­lands eru í sam­ræmi við það sem við þekkj­um. Við höfum gert þetta áður, við gerðum þetta vel og við getum gert þetta aftur vel,“ sagði Svan­dís.

Auglýsing

Einnig verða aðgerðir á landa­mærum efld­ar, en tvö­föld sýna­taka verður útvíkkuð til allra sem hingað koma frá áhættu­svæðum og ætla að dvelja lengur en 10 daga. 

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra greindi frá því á fund­inum að ekki hefði verið ákveðið að fara aftur á neyð­ar­stig almanna­varna, en hún mun funda með rík­is­lög­reglu­stjóra og almanna­vörnum um stöðu mála síðar í dag.

Til­lög­urnar má lesa hér á neðan eins og þær voru birtar á vef stjórn­ar­ráðs­ins:

Um aðgerðir inn­an­lands frá 31. júlí:

Tak­mörkun á fjölda sem kemur saman mið­ast við 100 ein­stak­linga. Börn fædd 2005 eða síðar eru und­an­skil­in.

Hvar sem fólk kemur saman og í allri starf­semi verði við­höfð sú regla að hafa a.m.k. 2 metra á milli ein­stak­linga. 

Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjar­lægð milli ótengdra ein­stak­linga er kraf­ist notk­unar and­lits­grímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenn­ings­sam­göng­ur, þ.m.t. inn­an­lands­flug og far­þega­ferj­ur, og starf­semi s.s. hár­greiðslu­stofur og nudd­stof­ur. And­lits­grímur sem not­aðar eru utan heil­brigð­is­þjón­ustu ættu að upp­fylla kröfur sem settar eru fram í leið­bein­ingum sótt­varna­lækn­is.

Vinnu­stað­ir, opin­berar bygg­ing­ar, versl­anir og þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem eru opin almenn­ingi skipu­leggi starf­semi sína í sam­ræmi við ofan­greint og tryggi að ekki séu fleiri en 100 ein­stak­lingar í sama rými og að í minni rýmum séu ekki fleiri en svo að hægt sé að tryggja 2 metra fjar­lægð milli ein­stak­linga. 

Versl­an­ir, opin­berar bygg­ingar og þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem eru opin almenn­ingi tryggi aðgang að hand­sótt­hreinsi fyrir almenn­ing og starfs­menn við inn­ganga og í grennd við yfir­borð sem margir snerta s.s. snert­iskjái og afgreiðslu­kassa, sinni vel þrifum og sótt­hreinsun yfir­borða eins oft og unnt er og minni almenn­ing og starfs­menn á ein­stak­lings­bundnar sótt­varnir með merk­ingum og skilt­u­m. 

Sund­laugar og veit­inga­staðir tryggi að gestir geti haft 2 metra bil á milli sín í öllum rýmum með fjölda­tak­mörkun í sam­ræmi við stærð hvers rým­is. 

Sótt­varna­læknir leggur til að starf­semi sem í eðli sínu felur í sér að gestir noti sam­eig­in­legan búnað s.s. íþrótta­starf, lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar, spila­kassar og spila­salir geri hlé á starf­semi eða sótt­hreinsi slíkan búnað milli not­enda. 

Sótt­varna­læknir leggur til að söfn, skemmti­staðir og aðrir opin­berir staðir geri hlé á starf­semi sé ekki hægt að tryggja að farið sé eftir fjölda­tak­mörkun eða að bil milli ótengdra aðila sé yfir 2 metr­um. 

Opn­un­ar­tími skemmti- og vín­veit­inga­staða verður áfram til kl. 23:00. 

Aðgerðir efldar á landa­mær­unum frá 31. júlí: 

Sótt­varna­læknir mælir með að tvö­föld sýna­taka, við komu og á degi 4-6 ef fyrra sýnið er nei­kvætt, verði útvíkkuð til allra sem hingað koma frá áhættu­svæðum og dvelja hér 10 daga eða lengur með ráð­stöf­unum í sam­ræmi við það sem nefnt hefur verið heim­komusmit­gát þar til nei­kvæð nið­ur­staða fæst úr seinni sýna­töku. Ef þessi ráð­stöfun ber ekki árangur og inn­lend smit koma upp tengd komu­far­þegum þrátt fyrir beit­ingu ofan­greindra ráð­staf­ana þarf hugs­an­lega að efla aðgerðir á landa­mærum enn frek­ar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent