Tíu staðreyndir um hertar aðgerðir yfirvalda

Tveggja metra reglan verður skylda og það skal nota andlitsgrímur ef hana er ekki hægt að tryggja milli ótengdra einstaklinga. Frá og með hádegi á morgun mega ekki fleiri en 100 koma saman.

Frá og með hádegi á morgun þarf fólk sem notar strætó að bera grímu fyrir vitum.
Frá og með hádegi á morgun þarf fólk sem notar strætó að bera grímu fyrir vitum.
Auglýsing

1. Af hverju er verið að herða aðgerðir á ný?

Und­an­farna 10-14 daga hafa komið upp veik­indi vegna kór­ónu­veiru meðal ein­stak­linga sem ekki hafa ferð­ast erlendis frá sjálfir og sem ekki hafa tengsl við inn­flutt til­felli hér á landi í fyrsta sinn frá því að far­aldur sem gekk hér í vor leið undir lok. Fjöldi smita fer vax­andi og eru nú a.m.k. tvö hópsmit komin fram þar sem hluti smit­aðra hefur ekki klár far­alds­fræði­leg tengsl við aðra í hópn­um.

2. Hvernig hefur far­ald­ur­inn þró­ast á þessum 10-14 dög­um?

Í gær greindust tíu ný virk smit af kór­ónu­veirunni og því eru í dag 39 manns með COVID-19 og í ein­angr­un. Af þeim hafa 28 smit­ast hér á landi. Einn sjúk­lingur hefur verið lagður inn á Land­spít­al­ann vegna sjúk­dóms­ins. Það er í fyrsta skipti frá því í maí. 215 eru í sótt­kví en smitrakn­ingu er ekki lokið og því við­búið að það fjölgi í þeim hópi.

3. Hvenær voru síð­ast svona margir veikir af COVID-19 á land­inu?

Þann 4. maí voru virk smit 37. Þeim fækk­aði hratt næstu dag­ana á eft­ir. Frá því fyrsta smitið greind­ist 28. febr­úar hafa 1.872 fengið sjúk­dóm­inn hér á landi.

Auglýsing

4. Hve lengi munu hinar hertu aðgerðir vara?

Í ljósi stöð­unnar mælti sótt­varna­lækn­ir, í minn­is­blaði sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra, með ýmsum ráð­stöf­unum til efl­ingar sótt­varna. Heil­brigð­is­ráð­herra hefur fall­ist á þær til­lögur og taka þær gildi um hádegi á morg­un, föstu­dag­inn 31. Júlí og gilda til 13. ágúst eða í tvær vik­ur.

5. Hvað felst í hinum hertu aðgerðum hér inn­an­lands?

Tak­mörkun á fjölda sem kemur saman mið­ast við 100 ein­stak­linga í stað 500. Börn fædd 2005 eða síðar eru und­an­skil­in.

Hvar sem fólk kemur saman og í allri starf­semi verði við­höfð sú regla að hafa a.m.k. 2 metra á milli ein­stak­linga.

Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjar­lægð milli ótengdra ein­stak­linga er kraf­ist notk­unar and­lits­grímu.

Tveggja metra reglan hefur aftur verið kynnt til leiks. Mynd: EPA



Vinnu­stað­ir, opin­berar bygg­ing­ar, versl­anir og þjón­ustu­fyr­ir­tæki þurfa að tryggja að ekki séu fleiri en 100 manns í sama rými og að í minni rýmum séu ekki fleiri en svo að hægt sé að tryggja 2 metra fjar­lægð milli fólks.



Sund­laugar og veit­inga­staðir tryggi að gestir geti haft 2 metra bil á milli sín í öllum rýmum með fjölda­tak­mörkun í sam­ræmi við stærð hvers rým­is.



Sótt­varna­læknir leggur til að söfn, skemmti­staðir og aðrir opin­berir staðir geri hlé á starf­semi sé ekki hægt að tryggja að farið sé eftir fjölda­tak­mörkun eða að bil milli ótengdra aðila sé yfir 2 metr­um.

6. Hvað með aðgerðir á landa­mærum?



Sótt­varna­læknir mælir með að tvö­föld sýna­taka verði útvíkkuð til allra sem hingað koma frá áhættu­svæðum og dvelja hér 10 daga eða lengur með ráð­stöf­unum í sam­ræmi við það sem nefnt hefur verið heim­komusmit­gát þar til nei­kvæð nið­ur­staða fæst úr seinni sýna­töku.



Ef þessi ráð­stöfun ber ekki árangur og inn­lend smit koma upp tengd komu­far­þegum þrátt fyrir beit­ingu ofan­greindra ráð­staf­ana þarf hugs­an­lega að efla aðgerðir á landa­mærum enn frek­ar.

7. Hvað með sjúkra­hús og öldr­un­ar­heim­ili?



Land­spít­ali hefur nú verið færður af óvissu­stigi á hættu­stig vegna far­ald­urs COVID-19. Við­bragðs­á­ætlun Land­spít­ala vegna far­sótta hefur því verið virkjuð og funda við­bragðs­stjórn og far­sótta­nefnd dag­lega.



Dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­ilið Grund áréttar í dag vegna nýj­ustu frétta að ekki nema 1-2 komi í heim­sókn til hvers heim­il­is­manns. Á Hrafn­istu­heim­il­unum má aðeins einn aðstand­andi heim­sækja hvern íbúa hverju sinni.

8. Hver hafa við­brögðin ver­ið?



Þegar hefur mörgum hátíðum sem til stóð að færu fram um helg­ina verið aflýst. Má þar nefna Sælu­daga í Vatna­skógi, Eina með öllu á Akur­eyri og Skjald­borg­ar­há­tíð­inni á Pat­reks­firði. Þar sem aðeins mega koma saman 100 manns og Víðir Reyn­is­son segir að nú verði að hætta að finna leiðir fram hjá því, t.d. með sótt­varna­hólf­um, má gera ráð fyrir að all­flestum þeim skipu­lögðu við­burðum sem fram áttu að fara um helg­ina hafi verið slauf­að.



 Mjög mikilvægt er að allir þeir sem fá boð í skimun fari. Mynd: EPA

9. Á hvaða við­bún­að­ar­stigi almanna­varna erum við?

Ennþá er við­bún­aður almanna­varna á hættu­stigi en á blaða­manna­fundi í Safna­hús­inu í dag kom fram að það kunni að breyt­ast síðar í dag. Það sem kemur til greina er að hækka við­bún­að­inn aftur upp á neyð­ar­stig.

10. Hvað fellst í neyð­ar­stigi?



Neyð­ar­stig ein­kenn­ist af atburði sem valdið hefur slysum á fólki og/eða tjóni á mann­virkj­um. Verk­efni á þessu stigi ein­kenn­ast af taf­ar­lausum aðgerðum til lífs­bjarg­andi aðstoðar og við­leitni til að afstýra fleiri slysum og varna frekara tjóni. Um neyð­ar­stig er m.a. að ræða þegar slys eða ham­farir hafa orðið eða þegar heil­brigð­is­ör­yggi manna er ógnað svo sem vegna far­sótta.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent