Icelandair gerir ekki ráð fyrir viðbótaráhrifum vegna hertra aðgerða

Upplýsingafulltrúi Icelandair segir félagið ekki gera ráð fyrir að hinar nýju og hertu sóttvarnaaðgerðir muni hafa mikil viðbótaráhrif á bókanir. Hún minnir á að faraldurinn hafi „auðvitað haft mikil áhrif á okkar starfsemi“.

icelandair_737MAX_big2.jpg
Auglýsing

„Það er of snemmt að segja til um áhrif á bók­anir en við gerum ekki ráð fyrir að þessar sótt­varn­ar­að­gerðir muni hafa mikil við­bót­ar­á­hrif en kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur auð­vitað haft mikil áhrif á okkar starf­sem­i,“ segir Ásdís Ýr Pét­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, spurð hvort þær hertu sótt­varn­ar­að­gerðir sem tóku gildi á hádegi í dag hafi þegar haft ein­hver áhrif á bók­anir flug­sæta til og frá land­inu.Ásdís segir að áhersla félags­ins núna sé á að upp­lýsa far­þega um stöð­una og aðlaga þjón­ust­una að þessum breyt­ingum þar sem þörf kref­ur, svo sem í inn­an­lands­flug­inu. Sam­kvæmt nýjum sótt­varna­regl­unum þarf að bera grímur í flugi inn­an­lands þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjar­lægð milli ótengdra ein­stak­linga.Einnig hafa verið gerðar ákveðnar breyt­ingar á landamæra­skim­un. Sótt­varna­læknir mælir nú með að tvö­föld sýna­taka, við komu og á degi 4-6 ef fyrra sýnið er nei­kvætt, verði útvíkkuð til allra sem hingað koma frá áhættu­svæðum og dvelja hér 10 daga eða lengur með ráð­stöf­unum í sam­ræmi við það sem nefnt hefur verið heim­komusmit­gát þar til nei­kvæð nið­ur­staða fæst úr seinni sýna­töku.

Auglýsing


Ef þessi ráð­stöfun ber ekki árangur og inn­lend smit koma upp tengd komu­far­þegum þrátt fyrir beit­ingu ofan­greindra ráð­staf­ana þarf að mati sótt­varna­læknis hugs­an­lega að efla aðgerðir á landa­mærum enn frek­ar.Spurð hvort þessar hertu aðgerðir hafi ein­hver áhrif til breyt­inga á leiða­kerfi Icelandair svarar Ásdís Ýr að stöðugt sé verið að meta stöð­una í takti við aðstæður á öllum mörk­uðum flug­fé­lags­ins – bæði hvað varði ferða­tak­mark­anir og þróun eft­ir­spurn­ar. „Við leggjum áherslu á sveigj­an­leika í okkar starf­semi og áætl­anir okkar miða að því að geta brugð­ist hratt við breyt­ingum sem þess­um.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Roman Abramovich er eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Hann er einn ríkasti maður heims.
Eigandi Chelsea styrkti landnemasamtök í Jerúsalem og átti fótboltamenn í aflandsfélagi
Rússneski auðmaðurinn Roman Abramovich hefur styrkt samtök sem hafa þrengt að Palestínumönnum í Austur-Jerúsalem um yfir 100 milljónir dala. Einnig átti hann hlut í fótboltamönnum á laun, samkvæmt umfjöllunum upp úr FinCEN-skjölunum.
Kjarninn 22. september 2020
Ingrid Kuhlman
Tíu leiðir til að taka sér andlegt frí
Kjarninn 22. september 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans
Síminn hefur fengið fyrirspurnir um kaup á Mílu
Íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa verið að aðskilja innviðastarfsemi þeirra frá þjónustustarfsemi þeirra á undanförnum mánuðum. Síminn hefur fengið óformlegar fyrirspurnir um möguleg kaup á innviðafélaginu Mílu, en ekkert hefur verið ákveðið enn.
Kjarninn 22. september 2020
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt
Tæknifyrirtæki orðin verðmætari en bankar í Evrópu
Lánaafskriftir og vaxtalækkanir samhliða aukinni eftirpurn eftir tæknilausnum hafa leitt til þess að markaðsvirði evrópskra tæknifyrirtækja er meira en hjá bönkum í álfunni.
Kjarninn 22. september 2020
Frá Akureyri.
Allir flokkar mynda saman meirihluta á Akureyri
Allir sex flokkarnir í bæjarstjórn Akureyrar hafa komist að samkomulagi um að mynda meirihluta út kjörtímabilið. Þetta er gert vegna erfiðleika í rekstri bæjarins vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 22. september 2020
Yfir 4.300 sýni tekin í gær
Alls greindust 38 ný tilfelli af COVID-19 í gær en tæplega 2.300 manns eru í sóttkví.
Kjarninn 22. september 2020
Hætta á áfallastreitu hjá þeim sem fengu COVID-19
Einbeitingarskortur. Minnistap. Kvíði og depurð. Eftirköst COVID-19 eru ekki síður sálræn en líkamleg. Að greinast með nýjan og hættulegan sjúkdóm getur eitt og sér verið áfall og fólk þarf stuðning sem fyrst svo það þrói ekki með sér alvarlegri kvilla.
Kjarninn 22. september 2020
Eyþór Eðvarðsson
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum veldur miklum vonbrigðum
Kjarninn 22. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent