Óljóst hvernig sveitarfélög eigi að bera sig að við uppsetningu neyslurýma

Samband íslenskra sveitarfélaga skilaði nýlega inn umsögn við reglugerð um neyslurými. Sambandið segir sveitarfélög „hafa ekki góða reynslu af því að verkefni með fremur óskýrri sameiginlegri ábyrgð séu fjármögnuð með skúffupeningum“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni.
Auglýsing

Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga telur það ekki vera nógu skýrt í drögum að reglu­gerð um neyslu­rými hver muni beri ábyrgð á þeirri starf­semi sem fram fer í tengslum við neyslu­rými. Þetta kemur fram í nýrri umsögn sam­bands­ins um drögin sem finna má í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.Á vor­dögum sam­þykkti Alþingi frum­varp til laga um um breyt­ingu á lögum um ávana- og fíkni­efni sem heim­ilar sveit­ar­fé­lögum að stofna og reka neyslu­rými ef skil­yrði reglu­gerðar sem ráð­herra setur um neyslu­rými eru upp­fyllt. Reglu­gerð ráð­herra var birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda þann 2. júní síð­ast­lið­inn en umsögn sam­bands­ins barst nú í vik­unni.Þörf á grein­ingu á sam­spili heil­brigð­is­þjón­ustu og félags­þjón­ustu

Í umsögn sam­bands­ins seg­ir: „Áformuð reglu­gerð sækir stoð sína til laga­breyt­ingar sem Alþingi gerði þann 20. maí sl. Í grein­ar­gerð með frum­varpi til þeirra breyt­inga er vísað til skýrslu heil­brigð­is­ráð­herra um skaða­minnkun (þingskjal 1595 á 846. máli 145. lþ.) og þeirrar nið­ur­stöðu „að líta ætti á vanda neyt­enda ávana- og fíkni­efna í íslensku sam­fé­lagi sem heil­brigð­is­vanda­mál fremur en við­fangs­efni lög­reglu og refsi­vörslu­kerf­is­ins, að neyt­endur í vanda væru fyrst og fremst sjúk­lingar en ekki afbrota­menn.““Þörf hafi verið á hlið­stæðri grein­ingu á sam­spili heil­brigð­is­þjón­ustu og félags­þjón­ustu áður en laga­stoð var sett inn í reglu­gerð sem gengur út frá því að sveit­ar­fé­lög beri ábyrgð á rekstri og starf­semi neyslu­rýma að mati sam­bands­ins.

Auglýsing


Ábyrgð á heil­brigð­is­þjón­ustu liggi hjá rík­inu

Enn fremur segir í umsögn­inni: „Sam­bandið leggur meg­in­á­herslu á að þeir sem glíma við mik­inn neyslu­vanda eru „fyrst og fremst sjúk­ling­ar“ en hafa einnig brýna þörf fyrir félags­lega aðstoð og stuðn­ing. Minnt er á að meg­in­reglur íslenskra laga eru alveg skýrar um að ábyrgð á heil­brigð­is­þjón­ustu liggi hjá rík­inu en ekki sveit­ar­fé­lög­un­um.“Þá telur sam­bandið að álita­efni geti komið komið upp ef ekki verður ráð­ist í að gera áður­nefnda grein­ingu á sam­spili heil­brigð­is­þjón­ustu og félags­þjón­ustu. Í álit­inu eru nefnd nokkur dæmi: „Telj­ast not­endur vera sjúk­lingar í skiln­ingi laga nr. 74/1997, um rétt­indi sjúk­linga? Taka lög nr. 111/2000, um sjúk­linga­trygg­ingu, til lík­am­legs eða geð­ræns tjóns sem verður í neyslu­rými? Geta starfs­menn sveit­ar­fé­lags í neyslu­rými, sbr. IV. kafla áform­aðrar reglu­gerðar orðið bóta­skyldir gagn­vart not­endum vegna tjón­stil­vika sem eiga sér stað í neyslu­rými? Hvað merkir í því sam­bandi að neyslu­rými telj­ist „laga­lega verndað umhverfi“ sbr. 3. gr. áform­aðrar reglu­gerð­ar?“Nýtt grátt svæði í sam­skiptum ríkis og sveit­ar­fé­laga

Í umsögn­inni er það sagt áhyggju­efni að óskýrt fyr­ir­svar fyrir þeirri starf­semi sem ráð­gerð sé í neyslu­rýmum kunni að leiða til þess að nýtt grátt svæði verði til í sam­skiptum ríkis og sveit­ar­fé­laga. Þar segir einnig að við með­ferð frum­varps­ins hafi komið fram að gert hefði verið ráð fyrir 50 millj­óna króna fram­lagi frá heil­brigð­is­ráðu­neyti til að koma úrræð­inu á fót. Það fjár­magn fari í að koma úrræð­inu á fót í Reykja­vík.„Þótt lík­legt megi telja að samn­inga­við­ræður heil­brigð­is­ráðu­neytis og Reykja­vík­ur­borgar leiði til nið­ur­stöðu er hitt óút­kljáð hvernig önnur sveit­ar­fé­lög eigi að bera sig að komi fram þrýst­ingur um að þau taki til við að starf­rækja slík rým­i,“ segir um stöðu ann­arra sveit­ar­fé­laga í umsögn­inni.Segja starf­semi neyslu­rýma mik­il­væga

Hætta sé á því að sveit­ar­fé­lög sitji uppi með verk­efni án fjár­magns að mati sam­bands­ins: „Þá skal enn­fremur minnt á að sveit­ar­fé­lögin hafa ekki góða reynslu af því að verk­efni með fremur óskýrri sam­eig­in­legri ábyrgð séu fjár­mögnuð með skúffu­pen­ingum eða í gegnum tíma­bundin til­rauna­verk­efni. Fjöl­mörg dæmi eru um að fjár­veit­ingar rík­is­ins þverri á til­tölu­lega fáum árum en sveit­ar­fé­lög sitji þá eftir með verk­efni og ábyrgð á því að mæta vænt­ingum not­enda um þjón­ustu“Í sam­an­tekt­ar­kafla umsagn­ar­innar segir að sam­bandið taki heils­hugar undir nauð­syn þess að þróa áfram skaða­minnk­andi aðgerðir í opin­berri vel­ferð­ar­þjón­ustu og að starf­semi neyslu­rýma sé mik­il­vægur þáttur í þeirri nálg­un. Hins vegar vanti að skýra það betur hver beri ábyrð á þeirri starf­semi sem fram fer í tengslum við neyslu­rými.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent