Síðasti einræðisherra Evrópu heldur velli en mótstaðan eykst

Hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti Hvíta-Rússlands á sunnudag. Fæstir leggja trú á niðurstöður kosninganna og hefur þeim verið ákaft mótmælt. Mótframbjóðandi hans er búin að flýja landið.

Lögreglan hefur barið á mótmælendum í helstu borgum Hvíta-Rússlands frá því að úrslit kosninganna lágu fyrir síðla á sunnudag. Myndin er tekin í Minsk í gær.
Lögreglan hefur barið á mótmælendum í helstu borgum Hvíta-Rússlands frá því að úrslit kosninganna lágu fyrir síðla á sunnudag. Myndin er tekin í Minsk í gær.
Auglýsing

Alex­ander Lúk­asjenkó, sem oft er kall­aður „síð­asti ein­ræð­is­herra Evr­ópu“, var enn á ný end­ur­kjör­inn for­seti Hvíta-Rúss­lands um helg­ina, með rúmum 80 pró­sentum atkvæða. Þetta er sam­kvæmt opin­berum nið­ur­stöðum kosn­ing­anna, sem flestir efast um, enda fengu fáir ef nokkrir kosn­inga­eft­ir­lits­menn frá lýð­ræð­is­ríkjum að fylgj­ast með þeim. Lúk­asjenkó hefur verið í emb­ætti allt frá árinu 1994, en það var líka í síð­asta sinn sem þokka­lega frjálsar kosn­ingar fóru fram í land­inu.

Mót­fram­bjóð­andi hans, Svetl­ana Tsika­novska­ja, flúði til Lit­háen í nótt, eftir að hafa verið hneppt í varð­hald í nokkra klukku­tíma í gær í kjöl­far þess að hún fór til yfir­valda með form­lega kvörtun yfir fram­kvæmd kosn­ing­anna. Hún neitar enn að við­ur­kenna ósigur og telur sig hafa hlotið meiri­hluta atkvæða.

Fram­boð hennar bar nokkuð brátt að. Eig­in­maður hennar Sergei, sem er vin­sæll blogg­ari, var hand­tek­inn þegar hann hugð­ist sjálfur gefa kost á sér. Börn þeirra eru búin að vera í Lit­háen und­an­farnar vik­ur, öryggis þeirra vegna.

Mikil mót­mæli brut­ust út í höf­uð­borg­inni Minsk og fleiri borgum lands­ins eftir kosn­ing­arnar á sunnu­dag­inn, nokkuð sem hefur ekki sést í þau fjöl­mörgu önnur skipti sem grunur hefur verið uppi um að kosn­inga­úr­slitum hefur verið hag­rætt. Stjórn­völd brugð­ust harka­lega við og tak­mörk­uðu til dæmis inter­net­notkun í land­inu til þess að gera mót­mæl­endum erf­ið­ara um vik við að skipu­leggja sig og deila mynd­böndum af ofbeldi vald­stjórn­ar­inn­ar.

Auglýsing

Stjórn­ar­and­staðan í land­inu og fram­boð Tsika­novska­ju virð­ist hafa átt mun meiri raun­veru­legan hljóm­grunn í land­inu en þau 9,9 pró­sent sem komu upp úr kjör­köss­unum að sögn yfir­valda. „Ég trúi augum mín­um, og ég sé að meiri­hlut­inn er með okk­ur,“ sagði Tsika­novska­ja við frétta­menn á sunnu­dags­kvöld.

Lúk­asjenkó hefur vísað þessu alfarið á bug og kallað þá sem mót­mælt hafa á götum úti „kind­ur“ sem stjórnað sé af utan­að­kom­andi öfl­u­m. 

Gagn­rýni að vestan

Ýmis Evr­ópu­sam­bands­ríki og Banda­ríkin hafa for­dæmt eða lýst yfir áhyggjum af fram­kvæmd kosn­ing­anna á sunnu­dag­inn og það hefur utan­rík­is­ráð­herra Íslands einnig gert.

„Áreitni og ofbeldi gagn­vart fólki sem er að nýta sér grund­vall­ar­mann­rétt­indi sín eru óásætt­an­leg,“ sagði Guð­laugur Þór Þórð­ar­son í færslu á Twitter í gær, en þetta voru við­brögð hans við því hvernig lög­regla beitti sér gegn mót­mæl­endum í Minsk og víðar á sunnu­dags­kvöld.

Alexander Lukashenko Mynd: EPA

Sem áður segir voru fáum ef nokkrir kosn­inga­eft­ir­lits­menn frá lýð­ræð­is­ríkjum leyft að fylgj­ast með kosn­ing­unum í Hvíta-Rúss­landi, en ein­hverjir slíkir voru hand­teknir af örygg­is­lög­reglu lands­ins á kjör­dag. 

Teymi kosn­inga­eft­ir­lits­manna frá Rúss­landi og öðrum fyrr­ver­andi Sov­étlýð­veldum sam­þykkti hins vegar fram­kvæmd­ina og sagð­ist ekki hafa fundið nein merki þess að spurn­inga­merki mætti setja við lög­mæti kosn­ing­anna.

Smá gagn­rýni að austan

Þrátt fyrir að Lúk­asjenkó hafi fengið ham­ingju­óskir með end­ur­kjörið frá Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta hafa rúss­neskir fjöl­miðlar þó sumir sett gagn­rýnt fram­kvæmd kosn­ing­anna og fram­göngu Lúk­asjenkó og lög­reglu lands­ins gegn mót­mæl­endum með ein­dregnum hætt­i. 

Steve Ros­en­berg, frétta­rit­ari BBC í Moskvu, vekur athygli á þessu í pistli sínum um skrif rúss­nesku miðl­anna í dag, en pistil hans má heyra má hér að neð­an. 

Í rúss­neska dag­blað­inu Novaya Gazeta segir til dæmis í dag að Lúk­asjenkó hefði ekki átt að ger­ast svona gráð­ug­ur. 

Dag­blaðið segir að ef Lúk­asjenkó hefði skipað sínu fólki í kosn­inga­eft­ir­lit­inu að láta sig hafa ein­ungis 55-60 pró­sent atkvæða upp úr kjör­köss­unum í þetta sinn, en ekki 80 pró­sent eins og venju­lega, hefðu Vest­ur­lönd ef til vill getað sætt sig við nið­ur­stöð­una og Tsika­novskaja sömu­leiðis við­ur­kennt hana opin­ber­lega, ­þrátt fyrir að Hví­trússar hefðu ekki trúað þeim frekar en úrslitum fyrri ára.

Eru breyt­ingar framund­an?

En munu mót­mæli og ákúrur frá lýð­ræð­is­ríkjum ein­hverju breyta, í þetta sinn? Sumir Hví­trússar bera þá von í brjósti. Skali mót­mæl­anna er allur annar en áður hefur ver­ið, sagði Yuri Puchila, tæp­lega þrí­tugur íbúi í Minsk í sam­tali við New York Times.

„Ég held að þetta muni ekki fjara út. Fólk mun fara í verk­fall. Ég, til dæm­is, ætla ekki að borga skatt­ana mína leng­ur,“ sagði Puchila við blað­ið.

For­dæm­ingu vest­rænna ríkja gætu einnig fylgt ein­hverjar refsi­að­gerð­ir. Í gær óskaði rík­is­stjórn Pól­lands, sem á landa­mæri að Hvíta-Rúss­landi, eftir neyð­ar­fundi hjá Evr­ópu­sam­band­inu til þess að ræða hvernig sam­bandið ætti að bregð­ast við sviknum kosn­ingum sunnu­dags­ins og óþörfu ofbeld­inu sem fylgdi í kjöl­far­ið.

Evr­ópu­sam­bandið setti við­skipta­þving­anir á Hví­trússa árið 2004, en flestum þeirra var aflétt árið 2016, í von um að Lúk­asjenkó myndi draga úr ger­ræð­is­legum til­burðum sín­um. Þeir virð­ast þó ekki fara þverr­andi, nema síður sé.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent