Meirihlutinn í Reykjavík myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum

Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi allra flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun. Þrír flokkanna sem mynda meirihluta í borginni bæta við sig fylgi og borgarfulltrúum en Samfylkingin dalar. Staða meirihlutans er þó að styrkjast verulega.

Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Auglýsing

Þeir fjórir flokkar sem mynda meiri­hluta í borg­ar­stjórn Reykja­víkur myndu fá um 58 pró­sent fylgi ef kosið yrði í dag, sam­kvæmt könnun sem Zenter gerði fyrir Frétta­blaðið. Þrír flokk­anna: Pírat­ar, Við­reisn og Vinstri græn, myndu bæta við sig fylgi en Sam­fylk­ing­in, flokkur Dags B. Egg­erts­son­ar, myndi tapa fylgi. Sam­fylk­ingin yrði samt sem áður stærsti flokk­ur­inn í meiri­hluta­sam­starf­in­u. 

Ef kosið yrði í dag, og nið­ur­staðan yrði í sam­ræmi við könnun Zenter,þá myndi meiri­hlut­inn bæta við sig þremur borg­ar­full­trúum og fá 15 í stað tólf, en alls sitja 23 í borg­ar­stjórn. Staða hans er því að styrkj­ast umtals­vert, sam­kvæmt könn­un­inni.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tapar allra flokka mest og fer úr 30,8 pró­sentum í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum sem fóru fram 2018 í 23,4 pró­sent. Það þýðir að flokk­ur­inn hefur tapað 7,4 pró­sentu­stigum á fyrstu rúmu tveimur árum kjör­tíma­bils­ins, en yrði áfram stærsti flokk­ur­inn í Reykja­vík. Hann myndi hins vegar tapa tveimur af átta borg­ar­full­trúum sínum og fá sex. Fylgi flokks­ins í Reykja­vík í dag er mjög svipað og það er að mæl­ast á lands­vísu.

Auglýsing
Samfylkingin myndi fá 19,4 pró­sent ef kosið yrði í dag sem er umtals­vert minna en flokk­ur­inn fékk í síð­ustu kosn­ingum þegar 25,9 pró­sent borg­ar­búa kusu hann. Sam­fylk­ingin hefur því tapað 6,5 pró­sentu­stigum á fyrri hluta kjör­tíma­bils­ins. Flokk­ur­inn myndi tapa tveimur af sjö borg­ar­full­trúum sínum og fá fimm. 

Píratar og Vinstri græn bæta vel við sig

Píratar myndu bæta mest við sig ef kosið yrði í höf­uð­borg­inni nú og tvö­falda fjölda borg­ar­full­trúa, fá fjóra í stað tveggja. Fylgi flokks­ins mælist nú 15,9 pró­sent en Píratar fengu 7,7 pró­sent atkvæða 2008. Það myndi því rúm­lega tvö­fald­ast.

Vinstri græn myndu líka bæta veru­lega við sig, en flokk­ur­inn beið afhroð í borg­inni 2018 þegar hann fékk ein­ungis 4,6 pró­sent atkvæða og einn borg­ar­full­trúa. Sam­kvæmt könnun Zenter mælist hann nú með 11,4 pró­sent fylgi og myndi því bæta við sig 5,8 pró­sentu­stig­um. Það fylgi er í takt við það sem Vinstri græn eru að mæl­ast með á lands­vísu.

Bæði Píratar og Vinstri græn myndu bæta við sig tveimur borg­ar­full­trú­um, en Píratar eru í dag með tvo og Vinstri græn einn. 

Fylgi fjórða flokks­ins í meiri­hlut­an­um, Við­reisn­ar, rís líka en alls segj­ast 11,2 pró­sent borg­ar­búa styðja flokk­inn, sem er þremur pró­sentu­stigum meira en í síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Það myndi skila flokknum einum við­bótar borg­ar­stjórn­ar­full­trúa við þá tvo sem hann er með í dag.

Flokkur fólks­ins myndi tapa borg­ar­full­trúa

Sós­í­alista­flokk­ur­inn er eini flokkur minni­hlut­ans í Reykja­vík sem myndi bæta við sif fylgi ef kosið yrði nú. Hann myndi fá 7,1 pró­sent atkvæða en fékk 6,4 pró­sent þegar kosið var síð­ast. Það myndi þó ekki breyta fjölda borg­ar­full­trúa sem flokk­ur­inn hef­ur, hann myndi áfram hafa einn.

Mið­flokk­ur­inn myndi tapa 1,3 pró­sentu­stig­um, og fá 4,8 pró­sent fylgi, og vera áfram með einn borg­ar­full­trúa og Flokkur fólks­ins myndi fara úr 4,3 pró­sentum í 2,9 pró­sent og tapa sínum borg­ar­full­trú­a. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem fór afar illa út úr síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum þegar hann fékk ein­ungis 1.870 atkvæði, eða 3,2 pró­sent þeirra sem voru greidd, myndi fá enn verri útreið ef kosið yrði í dag. Ein­ungis 2,6 pró­sent borg­ar­búa styðja flokk­inn.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent