Meirihlutinn í Reykjavík myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum

Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi allra flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun. Þrír flokkanna sem mynda meirihluta í borginni bæta við sig fylgi og borgarfulltrúum en Samfylkingin dalar. Staða meirihlutans er þó að styrkjast verulega.

Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Auglýsing

Þeir fjórir flokkar sem mynda meiri­hluta í borg­ar­stjórn Reykja­víkur myndu fá um 58 pró­sent fylgi ef kosið yrði í dag, sam­kvæmt könnun sem Zenter gerði fyrir Frétta­blaðið. Þrír flokk­anna: Pírat­ar, Við­reisn og Vinstri græn, myndu bæta við sig fylgi en Sam­fylk­ing­in, flokkur Dags B. Egg­erts­son­ar, myndi tapa fylgi. Sam­fylk­ingin yrði samt sem áður stærsti flokk­ur­inn í meiri­hluta­sam­starf­in­u. 

Ef kosið yrði í dag, og nið­ur­staðan yrði í sam­ræmi við könnun Zenter,þá myndi meiri­hlut­inn bæta við sig þremur borg­ar­full­trúum og fá 15 í stað tólf, en alls sitja 23 í borg­ar­stjórn. Staða hans er því að styrkj­ast umtals­vert, sam­kvæmt könn­un­inni.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tapar allra flokka mest og fer úr 30,8 pró­sentum í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum sem fóru fram 2018 í 23,4 pró­sent. Það þýðir að flokk­ur­inn hefur tapað 7,4 pró­sentu­stigum á fyrstu rúmu tveimur árum kjör­tíma­bils­ins, en yrði áfram stærsti flokk­ur­inn í Reykja­vík. Hann myndi hins vegar tapa tveimur af átta borg­ar­full­trúum sínum og fá sex. Fylgi flokks­ins í Reykja­vík í dag er mjög svipað og það er að mæl­ast á lands­vísu.

Auglýsing
Samfylkingin myndi fá 19,4 pró­sent ef kosið yrði í dag sem er umtals­vert minna en flokk­ur­inn fékk í síð­ustu kosn­ingum þegar 25,9 pró­sent borg­ar­búa kusu hann. Sam­fylk­ingin hefur því tapað 6,5 pró­sentu­stigum á fyrri hluta kjör­tíma­bils­ins. Flokk­ur­inn myndi tapa tveimur af sjö borg­ar­full­trúum sínum og fá fimm. 

Píratar og Vinstri græn bæta vel við sig

Píratar myndu bæta mest við sig ef kosið yrði í höf­uð­borg­inni nú og tvö­falda fjölda borg­ar­full­trúa, fá fjóra í stað tveggja. Fylgi flokks­ins mælist nú 15,9 pró­sent en Píratar fengu 7,7 pró­sent atkvæða 2008. Það myndi því rúm­lega tvö­fald­ast.

Vinstri græn myndu líka bæta veru­lega við sig, en flokk­ur­inn beið afhroð í borg­inni 2018 þegar hann fékk ein­ungis 4,6 pró­sent atkvæða og einn borg­ar­full­trúa. Sam­kvæmt könnun Zenter mælist hann nú með 11,4 pró­sent fylgi og myndi því bæta við sig 5,8 pró­sentu­stig­um. Það fylgi er í takt við það sem Vinstri græn eru að mæl­ast með á lands­vísu.

Bæði Píratar og Vinstri græn myndu bæta við sig tveimur borg­ar­full­trú­um, en Píratar eru í dag með tvo og Vinstri græn einn. 

Fylgi fjórða flokks­ins í meiri­hlut­an­um, Við­reisn­ar, rís líka en alls segj­ast 11,2 pró­sent borg­ar­búa styðja flokk­inn, sem er þremur pró­sentu­stigum meira en í síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Það myndi skila flokknum einum við­bótar borg­ar­stjórn­ar­full­trúa við þá tvo sem hann er með í dag.

Flokkur fólks­ins myndi tapa borg­ar­full­trúa

Sós­í­alista­flokk­ur­inn er eini flokkur minni­hlut­ans í Reykja­vík sem myndi bæta við sif fylgi ef kosið yrði nú. Hann myndi fá 7,1 pró­sent atkvæða en fékk 6,4 pró­sent þegar kosið var síð­ast. Það myndi þó ekki breyta fjölda borg­ar­full­trúa sem flokk­ur­inn hef­ur, hann myndi áfram hafa einn.

Mið­flokk­ur­inn myndi tapa 1,3 pró­sentu­stig­um, og fá 4,8 pró­sent fylgi, og vera áfram með einn borg­ar­full­trúa og Flokkur fólks­ins myndi fara úr 4,3 pró­sentum í 2,9 pró­sent og tapa sínum borg­ar­full­trú­a. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem fór afar illa út úr síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum þegar hann fékk ein­ungis 1.870 atkvæði, eða 3,2 pró­sent þeirra sem voru greidd, myndi fá enn verri útreið ef kosið yrði í dag. Ein­ungis 2,6 pró­sent borg­ar­búa styðja flokk­inn.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent