Meirihlutinn í Reykjavík myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum

Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi allra flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun. Þrír flokkanna sem mynda meirihluta í borginni bæta við sig fylgi og borgarfulltrúum en Samfylkingin dalar. Staða meirihlutans er þó að styrkjast verulega.

Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Auglýsing

Þeir fjórir flokkar sem mynda meiri­hluta í borg­ar­stjórn Reykja­víkur myndu fá um 58 pró­sent fylgi ef kosið yrði í dag, sam­kvæmt könnun sem Zenter gerði fyrir Frétta­blaðið. Þrír flokk­anna: Pírat­ar, Við­reisn og Vinstri græn, myndu bæta við sig fylgi en Sam­fylk­ing­in, flokkur Dags B. Egg­erts­son­ar, myndi tapa fylgi. Sam­fylk­ingin yrði samt sem áður stærsti flokk­ur­inn í meiri­hluta­sam­starf­in­u. 

Ef kosið yrði í dag, og nið­ur­staðan yrði í sam­ræmi við könnun Zenter,þá myndi meiri­hlut­inn bæta við sig þremur borg­ar­full­trúum og fá 15 í stað tólf, en alls sitja 23 í borg­ar­stjórn. Staða hans er því að styrkj­ast umtals­vert, sam­kvæmt könn­un­inni.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tapar allra flokka mest og fer úr 30,8 pró­sentum í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum sem fóru fram 2018 í 23,4 pró­sent. Það þýðir að flokk­ur­inn hefur tapað 7,4 pró­sentu­stigum á fyrstu rúmu tveimur árum kjör­tíma­bils­ins, en yrði áfram stærsti flokk­ur­inn í Reykja­vík. Hann myndi hins vegar tapa tveimur af átta borg­ar­full­trúum sínum og fá sex. Fylgi flokks­ins í Reykja­vík í dag er mjög svipað og það er að mæl­ast á lands­vísu.

Auglýsing
Samfylkingin myndi fá 19,4 pró­sent ef kosið yrði í dag sem er umtals­vert minna en flokk­ur­inn fékk í síð­ustu kosn­ingum þegar 25,9 pró­sent borg­ar­búa kusu hann. Sam­fylk­ingin hefur því tapað 6,5 pró­sentu­stigum á fyrri hluta kjör­tíma­bils­ins. Flokk­ur­inn myndi tapa tveimur af sjö borg­ar­full­trúum sínum og fá fimm. 

Píratar og Vinstri græn bæta vel við sig

Píratar myndu bæta mest við sig ef kosið yrði í höf­uð­borg­inni nú og tvö­falda fjölda borg­ar­full­trúa, fá fjóra í stað tveggja. Fylgi flokks­ins mælist nú 15,9 pró­sent en Píratar fengu 7,7 pró­sent atkvæða 2008. Það myndi því rúm­lega tvö­fald­ast.

Vinstri græn myndu líka bæta veru­lega við sig, en flokk­ur­inn beið afhroð í borg­inni 2018 þegar hann fékk ein­ungis 4,6 pró­sent atkvæða og einn borg­ar­full­trúa. Sam­kvæmt könnun Zenter mælist hann nú með 11,4 pró­sent fylgi og myndi því bæta við sig 5,8 pró­sentu­stig­um. Það fylgi er í takt við það sem Vinstri græn eru að mæl­ast með á lands­vísu.

Bæði Píratar og Vinstri græn myndu bæta við sig tveimur borg­ar­full­trú­um, en Píratar eru í dag með tvo og Vinstri græn einn. 

Fylgi fjórða flokks­ins í meiri­hlut­an­um, Við­reisn­ar, rís líka en alls segj­ast 11,2 pró­sent borg­ar­búa styðja flokk­inn, sem er þremur pró­sentu­stigum meira en í síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Það myndi skila flokknum einum við­bótar borg­ar­stjórn­ar­full­trúa við þá tvo sem hann er með í dag.

Flokkur fólks­ins myndi tapa borg­ar­full­trúa

Sós­í­alista­flokk­ur­inn er eini flokkur minni­hlut­ans í Reykja­vík sem myndi bæta við sif fylgi ef kosið yrði nú. Hann myndi fá 7,1 pró­sent atkvæða en fékk 6,4 pró­sent þegar kosið var síð­ast. Það myndi þó ekki breyta fjölda borg­ar­full­trúa sem flokk­ur­inn hef­ur, hann myndi áfram hafa einn.

Mið­flokk­ur­inn myndi tapa 1,3 pró­sentu­stig­um, og fá 4,8 pró­sent fylgi, og vera áfram með einn borg­ar­full­trúa og Flokkur fólks­ins myndi fara úr 4,3 pró­sentum í 2,9 pró­sent og tapa sínum borg­ar­full­trú­a. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem fór afar illa út úr síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum þegar hann fékk ein­ungis 1.870 atkvæði, eða 3,2 pró­sent þeirra sem voru greidd, myndi fá enn verri útreið ef kosið yrði í dag. Ein­ungis 2,6 pró­sent borg­ar­búa styðja flokk­inn.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent