Nauðsynlegt að slaka hægt og sígandi á þeim takmörkunum sem eru í gangi

Á upplýsingafundi dagsins sagði Þórólfur Guðnason mjög mikilvægt að stöðugleiki í viðbrögðum við kórónuveirunni ráði för. „Grímur eru ekki töfralausn,“ sagði Alma Möller sem hvatti fólk til að kynna sér upplýsingar um notkun gríma.

Frá upplýsingafundi sem haldinn var fyrr í dag.
Frá upplýsingafundi sem haldinn var fyrr í dag.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði það nauð­syn­legt að slaka hægt og síg­andi á þeim tak­mörk­unum sem nú eru í gangi í sam­fé­lag­inu. „Það er mik­il­vægt að við reynum að hafa sem mestan stöð­ug­leika í okkar við­brögðum og okkar lífi. Í því felst að mínu mati að vera ekki sífellt að herða og slaka á aðgerð­u­m,“ sagði hann í því sam­hengi.Þórólfur hóf upp­lýs­inga­fund almanna­varna í dag á að fara yfir tölu­legar upp­lýs­ingar eins og venja er. Fimm ein­stak­lingar af þeim sex sem greindust í gær eru stað­settir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en einn ein­stak­lingur í Vest­manna­eyj­um. Það smit teng­ist hóp­sýk­ingu sem þar kom upp fyrir um viku síð­an. Nú er einn ein­stak­lingur inniliggj­andi á Land­spít­ala og er hann kom­inn af gjör­gæslu.„Þetta er meiri heim­ild en við öll hin höf­um“

Víðir Reyn­is­son árétt­aði það á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna fyrr í dag að áhorf­endur verða ekki heim­il­aðir á íþrótta­leikj­um. „Það kemur skýrt fram í minn­is­blaði sótt­varn­ar­læknis en það var mistúlkun síðan frá okkur á regl­unum sem settar voru en það er skýr vilji sótt­varna­læknis og hann hefur fært rök fyrir því að það verða ekki áhorf­endur á íþrótta­leikjum til að byrja með,“ sagði Víðir á fund­in­um.

Auglýsing


„Það hefur líka verið rætt um kvaðir á leik­menn og hegðun utan vallar og ein­hvers konar tak­mark­anir á slíku og í því sam­bandi viljum við benda á að það er verið að veita íþrótta­mönnum heim­ild sem ekki margir aðrir í sam­fé­lag­inu hafa til að stunda sína íþrótt. Þetta er meiri heim­ild en við öll hin höfum og því fylgir auð­vitað mikil ábyrgð sem menn þurfa að sýna,“ sagði Víðir að auki.Þá sagði hann að sótt­varna­yf­ir­völd hefðu verið í miklum sam­skiptum við sviðs­lista­stofn­anir og aðra sem skipu­leggja menn­ing­ar­við­burði. Verið sé að leita leiða til að sam­þætta sótt­varna­sjón­ar­mið við þann mögu­leika að hefja æfingar í leik­húsum og síðar þann mögu­leika að starf­semi þeirra geti haf­ist.Grímur engin töfra­lausn

Alma Möller tal­aði um hvaða reglur og til­mæli eru í gildi vegna grímunotk­unar og benti hún sér­stak­lega á leið­bein­ingar um notkun gríma og umfjöllun um mis­mun­andi teg­undir þeirra sem finna má á vef  land­lækn­is, land­la­ekn­ir.­is. Hún sagði grímur vissu­lega geta gert gagn, þær grípi dropa sem koma úr önd­ur­vegi og munn­vatni þess sem ber grímuna þannig að drop­arnir dreifast síður til ann­arra, auk þess sem þær minnka líkur á því að sá sem er með grímuna fái veiruna í sig. Þær þurfi samt sem áður ekki alltaf að vera uppi við: „Við viljum leggja áherslu á að það er ekki mælt með almennri notkun grímu á almanna­færi og þegar hægt er að tryggja tveggja metra regl­una að þá þarf ekki að nota grímu,“ sagði Alma.„Ég vil hvetja almenn­ing til að kynna sér hvetja sér þessar leið­bein­ingar til að vanda sig við notkun og við leggjum áherslu á að grímur eru ekki töfra­lausn og leysa okkur alls ekki undan þessum ein­stak­lings­bundnu smit­vörn­um,“ sagði Alma að lok­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
Kjarninn 26. september 2020
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
Kjarninn 26. september 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
Kjarninn 26. september 2020
38 ný smit í gær
Alls greindust 38 manns með COVID-19 hér á landi í gær. Nú eru 435 í einangrun vegna sjúkdómsins en í sóttkví eru 1.780.
Kjarninn 26. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
Kjarninn 26. september 2020
Bjarni Jónsson og Sylviane Lecoultre
Heilbrigðisstarfsfólk og dánaraðstoð
Kjarninn 26. september 2020
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson: „Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna?“
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir flóttamenn sem hafi komið til landsins nýverið muni „þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi“. Hann segir að fiskisagan um að á Íslandi fái fólk hæli hafi fengið byr undir báða vængi. Engar tölur styðja afstöðu þingmannsins.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent