Sýkla- og veirufræðideildin og Íslensk erfðagreining snúa bökum saman

Hluti af starfsemi sýkla- og veirufræðideildarinnar mun flytjast í aðstöðu Íslenskrar erfðagreiningar og við það mun afkastageta við greiningu sýna aukast til muna. Tækjamál Landspítala hefðu mátt vera betri að sögn yfirlæknis á sýkla- og veirufræðideild.

Karl G. Kristinsson er yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Karl G. Kristinsson er yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Auglýsing

Sýkla- og veiru­fræði­deildin og íslensk erfða­grein­ing hafa ákveðið að snúa bökum saman til þess að auka afkasta­getu við grein­ingu sýna enn frek­ar. Þetta sagði Karl G. Krist­ins­son, yfir­læknir á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­ala á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna fyrr í dag. Hann sagði mikið álag hafa verið á tækjum deild­ar­innar en afköst hafi verið miðuð við 2.000 sýni á dag. Með­al­fjöldi sýna síð­ustu viku hefur verið yfir 2.500 sýnum á dag og síð­ustu tvo daga hefur fjöld­inn farið yfir 3.000. Tækja­bún­aður Íslenskrar erfða­grein­ingar er tal­inn geta afka­stað 5.000 sýnum á dag að sögn Karls.Hann sagði að sýkla- og veiru­fræði­deildin hafi verið í start­hol­unum frá upp­hafi far­ald­urs­ins. Aðferð til að greina SARS kór­ónu­veiruna hafi verið til­búin í lok jan­úar og fjöl­mörg próf hafi verið gerð áður en fyrsta til­fellið var greint 28. febr­ú­ar. 

Auglýsing


Tækja­málin mættu vera í betra lagi

„Vegna umræðu und­an­farið um tækja­mál deild­ar­innar þá má segja að tækja­málin hefðu mátt vera í betra lagi. En Land­spít­al­anum er skammtað tækja­kaupafé og hjá okkur hefur það að mestu þurft að fara í að end­ur­nýja nauð­syn­leg tæki. Sjálf­virk tæki til að ein­angra erfða­efni úr sýnum er tak­mark­andi þáttur í afkasta­get­u,“ sagði Karl á fund­in­um.Hann sagði sjálf­virk tæki þurfa að fara í útboð og að útboðs­gögn hafi næstum verið til­búin þegar far­ald­ur­inn skall á. Að hans sögn er útboðs­ferlið tíma­frekt og ljóst var þegar sýnum fór hratt vax­andi í upp­hafi far­ald­urs að afkasta­geta tækj­anna gæti orðið tak­mark­andi þátt­ur. „Þegar inn­kaup eru algjör­lega nauð­syn­leg vegna aðkallandi neyð­ar­á­stands sem stafar af ófyr­ir­sjá­an­legum atburðum þarf ekki að fara í útboð og þá fórum við strax í að panta nauð­syn­leg tæki,“ sagði Karl.Afkasta­mesta tækið kemur í nóv­em­ber

Nú þegar hefur afkasta­mikið ein­angr­un­ar­tæki borist deild­inni og von sé á öðru í lok vik­unn­ar. „Af­kasta­mesta tækið kemur því miður ekki fyrr en í nóv­em­ber en er svo gríð­ar­leg umfram­eft­ir­spurn eftir svona tækjum í heim­inum í dag. En það er ekki nóg að hafa tæki, það þarf líka starfs­fólk, sýna­töku­sett og hvar­fefni. Þó oft hafi staðið tæpt með sýna­töku­sett og hvar­fefni þá hefur gengið að afla þeirra með hjálp góðra aðila,“ sagði Karl og benti á að 20 nýir starfs­menn hefðu verið ráðnir til að sinna grein­ing­um.Hluti af starf­semi sýkla- og veiru­fræði­deild­ar­innar mun flytj­ast í aðstöðu Íslenskrar erfða­grein­ing­ar. Karl sagði á fund­inum að und­ir­bún­ingur vegna flutn­ings­ins stæði nú yfir og hann gerði ráð fyrir að flutn­ing­ur­inn gæti orðið í byrjun næstu viku.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent