Sýkla- og veirufræðideildin og Íslensk erfðagreining snúa bökum saman

Hluti af starfsemi sýkla- og veirufræðideildarinnar mun flytjast í aðstöðu Íslenskrar erfðagreiningar og við það mun afkastageta við greiningu sýna aukast til muna. Tækjamál Landspítala hefðu mátt vera betri að sögn yfirlæknis á sýkla- og veirufræðideild.

Karl G. Kristinsson er yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Karl G. Kristinsson er yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Auglýsing

Sýkla- og veiru­fræði­deildin og íslensk erfða­grein­ing hafa ákveðið að snúa bökum saman til þess að auka afkasta­getu við grein­ingu sýna enn frek­ar. Þetta sagði Karl G. Krist­ins­son, yfir­læknir á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­ala á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna fyrr í dag. Hann sagði mikið álag hafa verið á tækjum deild­ar­innar en afköst hafi verið miðuð við 2.000 sýni á dag. Með­al­fjöldi sýna síð­ustu viku hefur verið yfir 2.500 sýnum á dag og síð­ustu tvo daga hefur fjöld­inn farið yfir 3.000. Tækja­bún­aður Íslenskrar erfða­grein­ingar er tal­inn geta afka­stað 5.000 sýnum á dag að sögn Karls.Hann sagði að sýkla- og veiru­fræði­deildin hafi verið í start­hol­unum frá upp­hafi far­ald­urs­ins. Aðferð til að greina SARS kór­ónu­veiruna hafi verið til­búin í lok jan­úar og fjöl­mörg próf hafi verið gerð áður en fyrsta til­fellið var greint 28. febr­ú­ar. 

Auglýsing


Tækja­málin mættu vera í betra lagi

„Vegna umræðu und­an­farið um tækja­mál deild­ar­innar þá má segja að tækja­málin hefðu mátt vera í betra lagi. En Land­spít­al­anum er skammtað tækja­kaupafé og hjá okkur hefur það að mestu þurft að fara í að end­ur­nýja nauð­syn­leg tæki. Sjálf­virk tæki til að ein­angra erfða­efni úr sýnum er tak­mark­andi þáttur í afkasta­get­u,“ sagði Karl á fund­in­um.Hann sagði sjálf­virk tæki þurfa að fara í útboð og að útboðs­gögn hafi næstum verið til­búin þegar far­ald­ur­inn skall á. Að hans sögn er útboðs­ferlið tíma­frekt og ljóst var þegar sýnum fór hratt vax­andi í upp­hafi far­ald­urs að afkasta­geta tækj­anna gæti orðið tak­mark­andi þátt­ur. „Þegar inn­kaup eru algjör­lega nauð­syn­leg vegna aðkallandi neyð­ar­á­stands sem stafar af ófyr­ir­sjá­an­legum atburðum þarf ekki að fara í útboð og þá fórum við strax í að panta nauð­syn­leg tæki,“ sagði Karl.Afkasta­mesta tækið kemur í nóv­em­ber

Nú þegar hefur afkasta­mikið ein­angr­un­ar­tæki borist deild­inni og von sé á öðru í lok vik­unn­ar. „Af­kasta­mesta tækið kemur því miður ekki fyrr en í nóv­em­ber en er svo gríð­ar­leg umfram­eft­ir­spurn eftir svona tækjum í heim­inum í dag. En það er ekki nóg að hafa tæki, það þarf líka starfs­fólk, sýna­töku­sett og hvar­fefni. Þó oft hafi staðið tæpt með sýna­töku­sett og hvar­fefni þá hefur gengið að afla þeirra með hjálp góðra aðila,“ sagði Karl og benti á að 20 nýir starfs­menn hefðu verið ráðnir til að sinna grein­ing­um.Hluti af starf­semi sýkla- og veiru­fræði­deild­ar­innar mun flytj­ast í aðstöðu Íslenskrar erfða­grein­ing­ar. Karl sagði á fund­inum að und­ir­bún­ingur vegna flutn­ings­ins stæði nú yfir og hann gerði ráð fyrir að flutn­ing­ur­inn gæti orðið í byrjun næstu viku.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent