Listafólk kallar eftir tilslökunum

Listafólk kallar nú eftir undanþágum frá nálægðartakmörkunum, sambærilegum þeim sem veittar hafa verið vegna íþrótta, til að geta haldið áfram æfingum og undirbúið menningarveturinn. Takmarkanir hafa sett svip sinn á æfingar hjá stóru leikhúsunum tveimur.

Kórónuveirufaraldurinn lamaði starfsemi leikhúsa í vor.
Kórónuveirufaraldurinn lamaði starfsemi leikhúsa í vor.
Auglýsing

Fólk sem starfar innan sviðs­lista kallar eftir sam­bæri­legum til­slök­unum á nálægð­ar­tak­mörk­unum og leyfðar hafa verið í íþrótt­um. Í gær­kvöldi sendi Banda­lag íslenskra lista­manna frá sér opið bréf þar sem slíkar und­an­þágur eru sagðar for­senda vinnu margra lista­manna, sér­stak­lega tón­list­ar­manna og lista­manna í sviðs­list­u­m. Í bréfi BÍL segir að það ætti að vera jafn sjálf­sagt að veita lista­mönnum slíkar und­an­þágur líkt og íþrótta­mönn­um. Lista­menn hafi hingað til ekki farið fram á slíkar und­an­þágur heldur „ein­fald­lega beðið þol­in­móðir og treyst því að með skyn­semi munum við kom­ast sem fyrst fyrir vind og geta tekið upp fyrri störf,“ eins og það er orðað í bréf­inu.Þá sendu Sam­tök atvinnu­veit­enda í sviðs­listum og tón­list, SAVÍST, frá sér sams konar opið bréf í gær þar sem lagt er til að skoðað verði hvort mögu­legt sé að nálg­ast menn­ing­ar­starf­semi með svip­uðum hætti og íþrótta­starf­semi. „Að sjálf­sögðu vilja menn­ing­ar­stofn­anir geta tekið á móti gestum eins fljótt og auðið er en mik­il­væg­ast er þó að æfingar og annar und­ir­bún­ingur við­burða geti haf­ist hið fyrsta og farið fram með eins eðli­legum hætti og unnt er,“ segir í álykt­un­inni.

Auglýsing


Tveggja metra reglan hefur hamlað æfingum

Upp­haf seinni bylgj­unnar hafði tölu­verð áhrif á starf Þjóð­leik­húss­ins. „Við viljum auð­vitað nálg­ast þetta allt saman af ábyrgð og fara að öllu með gát þannig að við frest­uðum upp­hafi leik­árs­ins og æfingum á stóru sýn­ing­un­um. Ákveðið var að gera það fyrst um sinn með því að fresta öllu um tvær vik­ur.  Á sama tíma erum við auð­vitað mjög með­vituð um að nýta tím­ann sem allra, allra best. Við und­ir­búum sýn­ing­arnar bara enn bet­ur, vinnum að fram­leiðslu leik­mynda og und­ir­bún­ings leik­árs­ins þannig að við séum enn betur í stakk búin þegar við getum farið af stað. Hér er allt kraum­andi og við getum varla beðið eftir því að draga tjöldin frá og hrífa leik­hús­gesti með,“ segir Magnús Geir Þórð­ar­son, Þjóð­leik­hús­stjóri, í sam­tali við Kjarn­ann. Hann von­ast til þess að menn­ingin fái að njóta sömu til­slak­ana og íþrótt­irn­ar. „Það sem myndi skipta allt lista­lífið miklu máli væri að lista­menn­irnir mættu æfa og vinna á svið­inu. Í dag er það okkur mik­il­væg­ast. Við þurfum að geta farið að skapa verkin og svo í fram­hald­inu von­andi að opna og taka á móti gest­u­m.  Nú er búið að opna fyrir íþrótta­iðkun og ef til vill getur það sama gilt um lista­menn sem mæt­ast á sviði. Við vonum inni­lega að þarna finn­ist góð og örugg leið.“

Mik­il­vægt sé að lands­menn geti nært and­ann. „Að sjálf­sögðu erum við öll sam­stíga í því að fara að öllu með gát og fylgja ítr­ustu fyr­ir­mæl­um. Hins vegar þurfum við öll á því að halda að lífið haldi áfram og lands­menn þurfa á and­legri nær­ingu að halda, nú sem endra nær. Við í lista­geir­anum getum auð­vitað ekki beðið eftir því að hrífa gesti með okkur og okkur finnst að nú sé rétt að allir legg­ist á eitt með það að mark­miði að koma lista- og menn­ing­ar­lífi lands­ins í gang sem fyrst,“ segir Magnús Geir.Tvær sýn­ingar til­búnar hjá Borg­ar­leik­hús­inu

Und­ir­bún­ingur fyrir kom­andi leikár hefur gengið vel að sögn Bryn­hildar Guð­jóns­dóttur Borgleik­hús­stjóra. Nú þegar séu tvær sýn­ingar sem stefnt var að að sýna á kom­andi leik­ári til­bún­ar, enda hafi þær verið í sýn­ingu á síð­asta leik­ári. „En svona er þetta bara heim­ur­inn er allur und­ir. Við erum í miðjum heims­far­aldri sem því miður tók sig hér upp aft­ur. Auð­vitað viljum við öll koma menn­ing­ar­líf­inu í gang og við sem störfum við sviðs­list­ir, við höfum tekið þyngstu högg­in,“ segir Bryn­hild­ur.„Und­ir­bún­ingur gengur vel. Við komum öll til starfa fyrr en áætlað var af því að við hættum fyrr í vor og það er verið að æfa sýn­ingar innan þeirra tak­mark­ana sem okkur eru sett­ar,“ segir Bryn­hild­ur. Hún segir að leik­arar í sýn­ing­unni Veislu sem sýna á á stóra svið­inu hafi æft með tak­mörk­unum í ein­hvern tíma auk þess sem æfingar á tveggja manna sýn­ingu standi yfir.Hún seg­ist ekki geta beðið eftir því að hefja sýn­ing­ar. Tveggja metra reglan geri það að verkum að leik­húsið sé algjör­lega væng­stýft en það sé lítið annað hægt að gera en að bíða. „Því við gerum ekk­ert sem er lýð­heilsu­lega hættu­legt. En að sama skapi er ég nátt­úr­lega algjör tals­maður þess að því fyrr sem við komumst af stað, því betra, vegna þess að þetta er líka lýð­heilsu­sjón­ar­mið. Geð­heil­brigði lands­manna og gleði er gríð­ar­mik­il­væg. Og gleymum því ekki að haust­lægð­irnar fara að koma – við þráum sam­veru og ljós.“Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent