Listafólk kallar eftir tilslökunum

Listafólk kallar nú eftir undanþágum frá nálægðartakmörkunum, sambærilegum þeim sem veittar hafa verið vegna íþrótta, til að geta haldið áfram æfingum og undirbúið menningarveturinn. Takmarkanir hafa sett svip sinn á æfingar hjá stóru leikhúsunum tveimur.

Kórónuveirufaraldurinn lamaði starfsemi leikhúsa í vor.
Kórónuveirufaraldurinn lamaði starfsemi leikhúsa í vor.
Auglýsing

Fólk sem starfar innan sviðs­lista kallar eftir sam­bæri­legum til­slök­unum á nálægð­ar­tak­mörk­unum og leyfðar hafa verið í íþrótt­um. Í gær­kvöldi sendi Banda­lag íslenskra lista­manna frá sér opið bréf þar sem slíkar und­an­þágur eru sagðar for­senda vinnu margra lista­manna, sér­stak­lega tón­list­ar­manna og lista­manna í sviðs­list­u­m. Í bréfi BÍL segir að það ætti að vera jafn sjálf­sagt að veita lista­mönnum slíkar und­an­þágur líkt og íþrótta­mönn­um. Lista­menn hafi hingað til ekki farið fram á slíkar und­an­þágur heldur „ein­fald­lega beðið þol­in­móðir og treyst því að með skyn­semi munum við kom­ast sem fyrst fyrir vind og geta tekið upp fyrri störf,“ eins og það er orðað í bréf­inu.Þá sendu Sam­tök atvinnu­veit­enda í sviðs­listum og tón­list, SAVÍST, frá sér sams konar opið bréf í gær þar sem lagt er til að skoðað verði hvort mögu­legt sé að nálg­ast menn­ing­ar­starf­semi með svip­uðum hætti og íþrótta­starf­semi. „Að sjálf­sögðu vilja menn­ing­ar­stofn­anir geta tekið á móti gestum eins fljótt og auðið er en mik­il­væg­ast er þó að æfingar og annar und­ir­bún­ingur við­burða geti haf­ist hið fyrsta og farið fram með eins eðli­legum hætti og unnt er,“ segir í álykt­un­inni.

Auglýsing


Tveggja metra reglan hefur hamlað æfingum

Upp­haf seinni bylgj­unnar hafði tölu­verð áhrif á starf Þjóð­leik­húss­ins. „Við viljum auð­vitað nálg­ast þetta allt saman af ábyrgð og fara að öllu með gát þannig að við frest­uðum upp­hafi leik­árs­ins og æfingum á stóru sýn­ing­un­um. Ákveðið var að gera það fyrst um sinn með því að fresta öllu um tvær vik­ur.  Á sama tíma erum við auð­vitað mjög með­vituð um að nýta tím­ann sem allra, allra best. Við und­ir­búum sýn­ing­arnar bara enn bet­ur, vinnum að fram­leiðslu leik­mynda og und­ir­bún­ings leik­árs­ins þannig að við séum enn betur í stakk búin þegar við getum farið af stað. Hér er allt kraum­andi og við getum varla beðið eftir því að draga tjöldin frá og hrífa leik­hús­gesti með,“ segir Magnús Geir Þórð­ar­son, Þjóð­leik­hús­stjóri, í sam­tali við Kjarn­ann. Hann von­ast til þess að menn­ingin fái að njóta sömu til­slak­ana og íþrótt­irn­ar. „Það sem myndi skipta allt lista­lífið miklu máli væri að lista­menn­irnir mættu æfa og vinna á svið­inu. Í dag er það okkur mik­il­væg­ast. Við þurfum að geta farið að skapa verkin og svo í fram­hald­inu von­andi að opna og taka á móti gest­u­m.  Nú er búið að opna fyrir íþrótta­iðkun og ef til vill getur það sama gilt um lista­menn sem mæt­ast á sviði. Við vonum inni­lega að þarna finn­ist góð og örugg leið.“

Mik­il­vægt sé að lands­menn geti nært and­ann. „Að sjálf­sögðu erum við öll sam­stíga í því að fara að öllu með gát og fylgja ítr­ustu fyr­ir­mæl­um. Hins vegar þurfum við öll á því að halda að lífið haldi áfram og lands­menn þurfa á and­legri nær­ingu að halda, nú sem endra nær. Við í lista­geir­anum getum auð­vitað ekki beðið eftir því að hrífa gesti með okkur og okkur finnst að nú sé rétt að allir legg­ist á eitt með það að mark­miði að koma lista- og menn­ing­ar­lífi lands­ins í gang sem fyrst,“ segir Magnús Geir.Tvær sýn­ingar til­búnar hjá Borg­ar­leik­hús­inu

Und­ir­bún­ingur fyrir kom­andi leikár hefur gengið vel að sögn Bryn­hildar Guð­jóns­dóttur Borgleik­hús­stjóra. Nú þegar séu tvær sýn­ingar sem stefnt var að að sýna á kom­andi leik­ári til­bún­ar, enda hafi þær verið í sýn­ingu á síð­asta leik­ári. „En svona er þetta bara heim­ur­inn er allur und­ir. Við erum í miðjum heims­far­aldri sem því miður tók sig hér upp aft­ur. Auð­vitað viljum við öll koma menn­ing­ar­líf­inu í gang og við sem störfum við sviðs­list­ir, við höfum tekið þyngstu högg­in,“ segir Bryn­hild­ur.„Und­ir­bún­ingur gengur vel. Við komum öll til starfa fyrr en áætlað var af því að við hættum fyrr í vor og það er verið að æfa sýn­ingar innan þeirra tak­mark­ana sem okkur eru sett­ar,“ segir Bryn­hild­ur. Hún segir að leik­arar í sýn­ing­unni Veislu sem sýna á á stóra svið­inu hafi æft með tak­mörk­unum í ein­hvern tíma auk þess sem æfingar á tveggja manna sýn­ingu standi yfir.Hún seg­ist ekki geta beðið eftir því að hefja sýn­ing­ar. Tveggja metra reglan geri það að verkum að leik­húsið sé algjör­lega væng­stýft en það sé lítið annað hægt að gera en að bíða. „Því við gerum ekk­ert sem er lýð­heilsu­lega hættu­legt. En að sama skapi er ég nátt­úr­lega algjör tals­maður þess að því fyrr sem við komumst af stað, því betra, vegna þess að þetta er líka lýð­heilsu­sjón­ar­mið. Geð­heil­brigði lands­manna og gleði er gríð­ar­mik­il­væg. Og gleymum því ekki að haust­lægð­irnar fara að koma – við þráum sam­veru og ljós.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent