Listafólk kallar eftir tilslökunum

Listafólk kallar nú eftir undanþágum frá nálægðartakmörkunum, sambærilegum þeim sem veittar hafa verið vegna íþrótta, til að geta haldið áfram æfingum og undirbúið menningarveturinn. Takmarkanir hafa sett svip sinn á æfingar hjá stóru leikhúsunum tveimur.

Kórónuveirufaraldurinn lamaði starfsemi leikhúsa í vor.
Kórónuveirufaraldurinn lamaði starfsemi leikhúsa í vor.
Auglýsing

Fólk sem starfar innan sviðslista kallar eftir sambærilegum tilslökunum á nálægðartakmörkunum og leyfðar hafa verið í íþróttum. Í gærkvöldi sendi Bandalag íslenskra listamanna frá sér opið bréf þar sem slíkar undanþágur eru sagðar forsenda vinnu margra listamanna, sérstaklega tónlistarmanna og listamanna í sviðslistum. 


Í bréfi BÍL segir að það ætti að vera jafn sjálfsagt að veita listamönnum slíkar undanþágur líkt og íþróttamönnum. Listamenn hafi hingað til ekki farið fram á slíkar undanþágur heldur „einfaldlega beðið þolinmóðir og treyst því að með skynsemi munum við komast sem fyrst fyrir vind og geta tekið upp fyrri störf,“ eins og það er orðað í bréfinu.


Þá sendu Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum og tónlist, SAVÍST, frá sér sams konar opið bréf í gær þar sem lagt er til að skoðað verði hvort mögulegt sé að nálgast menningarstarfsemi með svipuðum hætti og íþróttastarfsemi. „Að sjálfsögðu vilja menningarstofnanir geta tekið á móti gestum eins fljótt og auðið er en mikilvægast er þó að æfingar og annar undirbúningur viðburða geti hafist hið fyrsta og farið fram með eins eðlilegum hætti og unnt er,“ segir í ályktuninni.

Auglýsing

Tveggja metra reglan hefur hamlað æfingum

Upphaf seinni bylgjunnar hafði töluverð áhrif á starf Þjóðleikhússins. „Við viljum auðvitað nálgast þetta allt saman af ábyrgð og fara að öllu með gát þannig að við frestuðum upphafi leikársins og æfingum á stóru sýningunum. Ákveðið var að gera það fyrst um sinn með því að fresta öllu um tvær vikur.  Á sama tíma erum við auðvitað mjög meðvituð um að nýta tímann sem allra, allra best. Við undirbúum sýningarnar bara enn betur, vinnum að framleiðslu leikmynda og undirbúnings leikársins þannig að við séum enn betur í stakk búin þegar við getum farið af stað. Hér er allt kraumandi og við getum varla beðið eftir því að draga tjöldin frá og hrífa leikhúsgesti með,“ segir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við Kjarnann. 


Hann vonast til þess að menningin fái að njóta sömu tilslakana og íþróttirnar. „Það sem myndi skipta allt listalífið miklu máli væri að listamennirnir mættu æfa og vinna á sviðinu. Í dag er það okkur mikilvægast. Við þurfum að geta farið að skapa verkin og svo í framhaldinu vonandi að opna og taka á móti gestum.  Nú er búið að opna fyrir íþróttaiðkun og ef til vill getur það sama gilt um listamenn sem mætast á sviði. Við vonum innilega að þarna finnist góð og örugg leið.“Mikilvægt sé að landsmenn geti nært andann. „Að sjálfsögðu erum við öll samstíga í því að fara að öllu með gát og fylgja ítrustu fyrirmælum. Hins vegar þurfum við öll á því að halda að lífið haldi áfram og landsmenn þurfa á andlegri næringu að halda, nú sem endra nær. Við í listageiranum getum auðvitað ekki beðið eftir því að hrífa gesti með okkur og okkur finnst að nú sé rétt að allir leggist á eitt með það að markmiði að koma lista- og menningarlífi landsins í gang sem fyrst,“ segir Magnús Geir.


Tvær sýningar tilbúnar hjá Borgarleikhúsinu

Undirbúningur fyrir komandi leikár hefur gengið vel að sögn Brynhildar Guðjónsdóttur Borgleikhússtjóra. Nú þegar séu tvær sýningar sem stefnt var að að sýna á komandi leikári tilbúnar, enda hafi þær verið í sýningu á síðasta leikári. „En svona er þetta bara heimurinn er allur undir. Við erum í miðjum heimsfaraldri sem því miður tók sig hér upp aftur. Auðvitað viljum við öll koma menningarlífinu í gang og við sem störfum við sviðslistir, við höfum tekið þyngstu höggin,“ segir Brynhildur.


„Undirbúningur gengur vel. Við komum öll til starfa fyrr en áætlað var af því að við hættum fyrr í vor og það er verið að æfa sýningar innan þeirra takmarkana sem okkur eru settar,“ segir Brynhildur. Hún segir að leikarar í sýningunni Veislu sem sýna á á stóra sviðinu hafi æft með takmörkunum í einhvern tíma auk þess sem æfingar á tveggja manna sýningu standi yfir.


Hún segist ekki geta beðið eftir því að hefja sýningar. Tveggja metra reglan geri það að verkum að leikhúsið sé algjörlega vængstýft en það sé lítið annað hægt að gera en að bíða. „Því við gerum ekkert sem er lýðheilsulega hættulegt. En að sama skapi er ég náttúrlega algjör talsmaður þess að því fyrr sem við komumst af stað, því betra, vegna þess að þetta er líka lýðheilsusjónarmið. Geðheilbrigði landsmanna og gleði er gríðarmikilvæg. Og gleymum því ekki að haustlægðirnar fara að koma – við þráum samveru og ljós.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent