Aukin velta Íslendinga bætti upp fyrir rúman helming af tapinu vegna ferðamanna

Aukin innlend eftirspurn hefur vegið þungt á móti samdrætti í útfluttri ferðaþjónustu, samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu.

Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Auglýsing

Íslend­ingar virð­ast hafa aukið neyslu inn­an­lands um jafn­mikið og þeir hefðu ann­ars eytt erlend­is, ef marka má tölur um korta­veltu. Aukin korta­velta lands­manna inn­an­lands í júní náði að bæta upp meira en helm­ingi af tap­inu sem hlaust af fækkun erlendra ferða­manna á tíma­bil­in­u. 

Þetta kom fram í minn­is­blaði fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um efna­hags­leg sjón­ar­mið um sótt­varn­ar­ráð­staf­anir á landa­mærum sem lagt var fram á rík­is­stjórn­ar­fundi í gær. 

Aukin inn­lend eft­ir­spurn vegur þungt

Í minn­is­blað­inu kom fram að inn­lend eft­ir­spurn hafi tekið hraðar við sér en búist var við í fyrstu, og er árangur í sótt­vörnum tal­inn skipta þar miklu máli. Eft­ir­spurn­ar­aukn­ingin er sagður hafa vegið þungt á móti sam­drætti í útfluttri ferða­þjón­ustu, en vegna þess er búist við að einka­neysla hafi verið mun sterk­ari á öðrum árs­fjórð­ungi en gert var ráð fyrir fyrr í sum­ar. 

Auglýsing

Íslend­ingar juku heild­ar­korta­veltu í júní

Því til stuðn­ings nefnir minn­is­blaðið að Íslend­ingar virð­ast hafa bætt upp fyrir tap­aða neyslu erlendis með því að neyta meira inn­an­lands. Sam­kvæmt tölum um korta­veltu í júní síð­ast­liðnum virð­ist heild­ar­neysla Íslend­inga raunar hafa aukist, en velta þeirra erlendis dróst saman um 9 millj­arða króna á meðan hún jókst inn­an­lands um 13 millj­arða króna miðað við sama mánuð í fyrra. 

Aukn­ingin jafn­gildir um 57% af sam­drætti í korta­veltu erlendra ferða­manna hér á landi á sama tíma, en hann nam 26 millj­örðum krón­um.

Svipað á ten­ingnum í júlí

Sam­kvæmt nýút­gefnum tölum Seðla­bank­ans um korta­veltu Íslend­inga virð­ist svipað vera á ten­ingnum í júlí, en þá jókst velta Íslend­inga inn­an­lands um 9,2 millj­arða króna. Aukn­ingin kom einnig í stað neyslu Íslend­inga erlendis á þeim tíma, en hún dróst ein­ungis saman um 8,1 millj­arð króna. Ef tekið er til­lit til verð­bólgu og geng­is­breyt­inga stóð heild­ar­velta Íslend­inga nán­ast í stað í júlí. 

Skimun þjóð­hags­lega hag­kvæm

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­legar um minn­is­blað fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, en þar var hag­rænt mat lagt á kostn­að­inn við skimun á landa­mær­um. Sam­kvæmt því hnigu rök frekar að harð­ari sótt­varn­ar­ráð­stöf­unum en lak­ari, en efna­hags­legur ávinn­ingur við að forð­ast harðar sótt­varn­ar­að­gerðir er tal­inn nema hund­ruðum millj­arða. 

Í ljósi þess ávinn­ings er því haldið fram að skimun á landa­mærum sé þjóð­hags­lega hag­kvæm. Einnig kemur fram í minn­is­blað­inu að ferða­menn ættu sjálfir að greiða fyrir þann sam­fé­lags­lega kostnað sem hlýst af komu þeirra til lands­ins, en gjaldið er talið koma í veg fyr­ir­ „ó­hag­kvæma áhættu­töku".

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent