Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, segir í stöðuuppfærslu á Facebook að hún hafi greitt uppsett verð fyrir mat, drykk og aðgang að heitum pottum í vinkonuhittingi sem hún tók þátt í um síðustu helgi. Ein úr hópnum, Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, er í viðskiptasamstarfi við Hilton Nordica hótelið og vegna þess bauðst hópnum frír aðgangur að heilsulind og gisting á hótelinu.
Þórdís segir að hún hafi ekki gist og gert hópnum „frá upphafi ljóst að ég myndi borga allan minn kostnað og gerði það. Ég bað ekki um nein sérkjör, hvorki þarna né annars staðar, og greiddi uppsett verð fyrir allt.“
Í áliti hennar, sem Þórdís birtir hluta úr í stöðuuppfærslu á Facebook, segir:„Eins og mál þetta er vaxið liggur ekkert fyrir sem bendir til þess að ráðherra hafi þegið slíkar gjafir, boðsferðir eða afslætti frá Icelandair Hotels eða öðrum umrætt sinn. Ráðherra naut þannig hvorki persónulegra fríðinda í krafti embættis síns né vegna umrædds samstarfs. Þá getur ráðherra ekki borið ábyrgð á því að aðrir gestir samsætisins hafi þegið slík fríðindi gegn því að birta kynningarefni á samfélagsmiðli. Loks skiptir hér máli að myndir af ráðherra sjálfri voru ekki merktar sem auglýsing eða samstarf, heldur er um að ræða aðrar myndir sem teknar voru sama dag. Miðað við þær forsendur sem hér er gengið út frá má því ætla að ekki sé um brot á siðareglum ráðherra eða öðrum reglum að ræða.“
Þórdís segir að þrátt fyrir þessa niðurstöðu vilji hún árétta að ráðherrar eigi að haga gerðum sínum þannig að þær séu hafnar yfir vafa. „Ég gerði það ekki, biðst afsökunar á því og mun læra af því.“
Að gefnu tilefni: Ég hef fengið fyrirspurnir um það hvort og þá hvaða verð ég greiddi fyrir mat, drykk og aðgang að...
Posted by Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir on Tuesday, August 18, 2020