Kvika banki hagnaðist um 1.016 milljónir króna á fyrri hluta ársins, samkvæmt nýtúgefnu árshelmingsuppgjöri bankans. Nokkur aukning var á vaxta- og þóknanatekjum, en mikill samdráttur í fjárfestingatekjum
Hagnaður eftir skatta nam 924 milljónum króna og arðsemi eigin fjár eftir skatta nam 11,8 prósentum. Bæði vaxta- og þóknanatekjur bankans jukust um u.þ.b. 3 prósent, á meðan rekstrarkostnaður hækkaði um 0,5 prósent.
41 prósent samdráttur í fjárfestingatekjum
Hreinar fárfestingatekjur á fyrsta árshelmingi námu 222 milljónum og er það 41 prósenta samdráttur miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrsta ársfjórðungi tapaði bankinn 157 milljónum í fjárfestingum sínum, en hagnaðist svo um 379 milljónir á öðrum ársfjórðungi.
Hrein virðisbreyting var neikvæð um 209 milljónir, en samkvæmt bankanum var það aðallega vegna varúðarfærslna vegna COVID-19.