Þeir sem vilji lögbann á fjölmiðla verði að reiða fram tryggingu

Í samráðsgátt stjórnvalda er nú að finna lagafrumvarp sem er ætlað að styrkja tjáningarfrelsið hér á landi. Þeir sem vilja lögbann á birtingu einhvers efnis myndu þurfa að leggja fram tryggingu, auk þess sem stefnt er að því að flýta meðferð lögbannsmála.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Dómsmálaráðuneytið hefur lagt fram drög að lagafrumvarpi sem er ætlað að styrkja tjáningarfrelsið með því að bæta umgjörð lögbannsmála á hendur fjölmiðlum.

Efnislega samhljóða frumvarp var lagt fram sem stjórnarfrumvarp á þingi í vor, en ekki afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd. Nú er það komið aftur í samráðsgátt stjórnvalda og verður þar til umsagnar til 2. september.

Helstu lagabreytingarnar sem felast í frumvarpinu eru þær að þeir aðilar sem fara til sýslumanns og óska þess að lögbann verði sett á birtingu efnis þurfi ætíð að leggja fram tryggingu til bráðabirgða. Þannig hefði Glitnir HoldCo til dæmis þurft að leggja fram tryggingu þegar þrotabúið setti fram lögbannskröfu á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media um viðskipti Bjarna Benediktssonar og skyldmenna hans í aðdraganda bankahruns.

Auglýsing

Einnig er lagt til að frestir við meðferð sýslumanns á lögbannsmálum verði takmarkaðir eins og kostur er og eingöngu veittir í undantekningartilfellum og að staðfestingarmál í kjölfar lögbannsmála fari eftir ákvæðum um flýtimeðferð einkamála, „eftir því sem við á“.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar Stundarinnar.

Slík mál eiga það til að dragast verulega, eins og dæmin sýna, en lögbanni á umfjöllun Stundarinnar, sem sett var á tveimur vikum fyrir alþingiskosningarnar kosningarnar í október árið 2017. Málinu var ekki endanlega lokið fyrr en Hæstiréttur kvað upp dóm í mars árið 2019 og hafði öllum kröfum Glitnis HoldCo þá verið hafnað á þremur dómstigum.

Bætur gætu orðið hærri

Í frumvarpinu er einnig lagt til að strangari bótareglur verði í slíkum lögbannsmálum og að dómara verði heimilt að dæma bætur að álitum vegna tjóns sem verður við það að birting efnis er hindruð vegna lögbanns eða beiðni um það.

Í greinargerð með frumvarpsdrögunum segir um síðastnefnda atriðið að sé lögbanni hnekkt að lokum fyrir dómi, skuli sá sem fór fram á lögbannið bæta miska og fjártón sem stafaði af beiðni hans, þar á meðal spjöll á lántrausti og viðskiptahagsmunum. En dómurum er líka ætlað að meta tjónið sem erfitt getur verið að festa nákvæmlega í krónur og aura og gæti slíkt leitt þess að bætur verði hærri.

„Ljóst er að erfitt getur verið að meta það tjón sem af slíku lögbanni hefur hlotist. Getur verið torvelt að áætla tapaðar auglýsingar eða eftir atvikum hversu mörg eintök fjölmiðill kunni að hafa selt eða miðlað hefði lögbanni ekki verið komið á. Hér er því lagt til að dómari meti að álitum það tjón sem af slíku hefur hlotist takist ekki sönnun um fjárhæð þess,“ segir í greinargerðinni.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent