Mögulegur skipaþjónustuklasi og kolefnisförgun í Reykjanesbæ

Reykjanesbær stefnir að uppbyggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvík sem gæti skapað yfir hundrað störf, auk þess sem hann hefur samþykkt að heimila rannsóknarvinnu á kolefnisförgun í Helguvík.

Skipaþjónustuklasinn gæti skapað fjölda starfa í bæjarfélaginu.
Skipaþjónustuklasinn gæti skapað fjölda starfa í bæjarfélaginu.
Auglýsing

Yfir hund­rað störf gætu skap­ast í Reykja­nesbæ ef af verður af fyr­ir­hug­aðri upp­bygg­ingu skipa­þjón­ustuklasa í Njarð­vík. Einnig hefur bær­inn sam­þykkt að heim­ila rann­sókn­ar­vinnu á kolefn­is­förgun á vegum Car­bfix í nágrenni Helgu­vík­ur­hafn­ar, en hún telur slíka aðferð geta orðið áhrifa­ríkt verk­færi í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ingum í fram­tíð­inn­i. 

Bæki­stöð fyrir skipa­við­gerðir í Norð­ur­-Ís­hafi

Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu Reykja­nes­hafnar sem kom út fyrr í dag hefur Reykja­nes­bær skrifað undir vilja­yf­ir­lýs­ingu, auk Reykja­nes­hafnar og Skipa­smíða­stöð Njarð­víkur um upp­bygg­ingu hafn­ar- og upp­töku­mann­virkja í Njarð­vík. Mark­miðið með upp­bygg­ing­unni sé að mynda sterkan grunn að upp­bygg­ingu skipa­þjón­ustuklasa. 

Hall­dór Karl Her­manns­son, hafn­ar­stjóri Reykja­nes­hafn­ar, segir starfs­stöð sem þessa koma til með að mynda yfir hund­rað störf á svæð­inu. „ Allt að 80 bein heils­árs­störf myndu skapast  auk fjölda óbeinna starfa. Það er okkar von að höfnin verði að bæki­stöð fyrir skipa­við­gerðir í Norð­ur­-Ís­hafi,“ segir Hall­dór í frétta­til­kynn­ing­unn­i. 

Auglýsing

Verk­færi gegn lofts­lags­breyt­ingum

Til við­bótar við upp­bygg­ingu skipa­þjón­ustuklasa hafa Reykja­nes­höfn og Reykja­nes­bær heim­ilað fram­kvæmd rann­sókna og þró­unar á kolefn­is­förgun á vegum fyr­ir­tæk­is­ins Car­bfix. Verk­efnið verður á hafn­ar­svæði Helga­vík­ur­hafnar og mun rann­sókn­ar­tími þess standa til árs­ins 2024. 

Sam­kvæmt bókun stjórnar Reykja­nes­hafnar telur hún aðferð­irnar geta orðið áhrifa­ríkt verk­færi í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ingum í fram­tíð­inni. Bæj­ar­ráð Reykja­nes­bæjar sam­þykkti svo bók­un­ina í fundi fyrr í dag.

Starf­semi Car­bfix verður til umfjöll­unar í næsta tölu­blaði Vís­bend­ingar sem kemur út á morg­un, en þar halda sér­fræð­ingar á vegum fyr­ir­tæk­is­ins því fram að Ísland gæti orðið mið­stöð fyrir kolefn­is­förgun á heims­vísu í fram­tíð­inn­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ritdómur um Spegil fyrir skuggabaldur
Kjarninn 1. mars 2021
Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands er lífeyriseign landsmanna á við tvöfalda landsframleiðslu.
Lífeyriseign landsmanna rúmlega sex þúsund milljarðar
Lífeyrissparnaður landsmanna jókst um 773 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir óvissu á fjármálamörkuðum. Hlutfall erlendra gjaldmiðla af heildareignum samtryggingardeilda hefur aldrei verið hærra.
Kjarninn 1. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Vissi að Bjarni hefði verið í Ásmundarsal þegar hún hringdi í lögreglustjórann
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafði ekki verið í sambandi við Bjarna Benediktsson áður en hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Hún vissi hins vegar að hann væri sá ráðherra sem hefði verið í Ásmundarsal.
Kjarninn 1. mars 2021
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Segir Bitcoin vera „túlipana 21. aldarinnar“
Prófessor í viðskiptafræðideild HÍ segir miklar verðhækkanir á Bitcoin vera fjárfestingabólu og að heildarframlag rafmyntarinnar til hagkerfisins verði neikvætt þegar bólan springur.
Kjarninn 1. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Afreksvæðing barnaíþrótta
Kjarninn 1. mars 2021
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent