Munu beita „krafti ríkisfjármálanna“ til að skapa störf og fjárfesta í ólíkum verkefnum

Forsætisráðherra gaf munnlega skýrslu um stöðu mála vegna heimsfaraldurs kórónuveiru við upphaf fyrsta þingfundar á svokölluðum þingstubbi. Ríkisstjórnin mun kynna áframhaldandi fjárfestingarátak samhliða fjárlögum og fjármálaáætlun nú í haust.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Rík­is­stjórnin mun kynna áfram­hald­andi fjár­fest­ing­ar­á­tak sam­hliða fjár­lögum og fjár­mála­á­ætlun nú í haust. Þetta kom fram í munn­legri skýrslu Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra, um stöðu mála vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. Fyrsti þing­fundur á svoköll­uðum þing­stubbi hófst á munn­legri skýrslu for­sæt­is­ráð­herra.





Í ræðu sinni nefndi hún sér­stak­lega umfangs­miklar fjár­fest­ingar sem hófust á árinu 2020, þar sem rík­is­stjórnin hefði beitt „krafti rík­is­fjár­mál­anna til að skapa störf og fjár­festa í ólíkum verk­efn­um, hvort sem það eru grænar lausnir, sam­göngu­mann­virki, grunn­rann­sókn­ir, nýsköp­un, staf­ræn þró­un, skap­andi greinar og bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir,“ sagði Katrín. Hún sagði að áfram­hald­andi fjár­fest­ing­ar­á­tak verði kynnt sam­hliða fjár­lögum í haust þar sem „afli rík­is­fjár­mál­anna“ verði beitt með svip­uðum hætti til að auka verð­mæta­sköp­un.



Opn­anir skóla sam­fé­lags­lega mik­il­væg ráð­stöfun

Katrín sagði Ísland skera sig úr í skóla­málum ásamt Sví­þjóð í sam­an­burði við önnur ríki þegar kemur að skóla­málum vegna þess að hér eru leik­skólar og grunn­skólar opn­ir. Hún sagði lok­anir skóla í Evr­ópu hafa veru­leg sam­fé­lags­leg og efna­hags­leg áhrif sem og áhrif á menntun barna. 

Auglýsing


„Sömu­leiðis má segja að sú aðgerð og ákvörðun að halda skólum opnum hafi verið ein mik­il­væg­asta sam­fé­lags­lega aðgerð sem stjórn­völd gripu til til að mæta þessum far­aldri. Sömu­leiðis hefur verið gripið til umfangs­mik­illi efna­hags­lega ráð­staf­ana sem ég ætla ekki að telja hér upp en megin leið­ar­ljósið hefur verið að verja störf, skapa störf og tryggja afkomu,“ sagði Katrín.



Sveigj­an­leiki og seigla

„Ég held að við sem hér erum í þessum sal getum öll verið sam­mála um að íslenskt sam­fé­lag hefur sýnt í senn sveigj­an­leika og seiglu bæði við að kom­ast út úr fyrstu bylgju far­ald­urs­ins en líka núna þegar við stöndum í annarri bylgj­unni miðri,“ sagði Katrín í ræðu­stól Alþingis um við­brögð þjóð­ar­innar við far­aldr­in­um. Hins vegar hafi farið mikil umræða um hvernig best sé að takast á við útbreiðslu far­ald­urs­ins sem, að hennar mati, sé gott.



Þá fór Katrín yfir það hvernig skimunum hefur verið háttað á landa­mærum frá 15. júní. Sú ráð­stöfun hefur sannað gildi sitt að mati Katrínar og komið í veg fyrir að fjöldi smiti hafi borist inn í land­ið. Þar að auki hefur landamæra­skimunin gefið mik­il­vægar upp­lýs­ingar um veiruna.



Halda þarf áfram að vinna að hag­rænum grein­ingum

Nýlega var svo hert á aðgerðum á landa­mærum eins og kunn­ugt er. Þetta var gert að fengnum til­lögum frá fær­ustu vís­inda­mönnum að sögn Katrín­ar. Hún sagði mikið hafa verið rætt um hag­ræn áhrif þess­arar til­hög­un­ar. Hag­ræn áhrif hafi verið metin í aðdrag­anda hertra aðgerða og sú grein­ing hafi verið upp­færð með til­liti til reynsl­unn­ar.  

„Þar þarf þó að vinna áfram að hag­rænum grein­ingum því þetta er flókið við­fangs­efni. Ég hlýt þó að segja hér að þær ferða­tak­mark­anir sem ákveðnar eru hér á landi eru að sjálf­sögðu ekki það eina sem ræður fjölda ferða­manna. Þar skipta ferða­tak­mark­anir ann­arra ríkja einnig máli, þar sem ísland hefur verið að fær­ast nær rauðum lista ann­arra ríkja eða bein­línis lent þar inni. Sömu­leiðis hefur ferða­vilji fólks dreg­ist saman eðli­lega,“ sagði Katrín um hag­ræn áhrif aðgerða á landa­mærum og ferða­vilja fólks. Sam­dráttur ferða­fólks sé mik­ill í heim­inum öllum en heild­ar­fækkun milli­landa­far­þega verði á bil­inu 58-78 pró­sent í ár sam­kvæmt skýrslu Sam­ein­uðu þjóð­anna sem Katrín vitn­aði í í ræðu sinni.



„Það er mik­il­vægt að við styðjum við þessi fyr­ir­tæki en líka mik­il­vægt að við horfum til fram­tíðar því ég er ekki í nokkrum vafa um að þar mun ísland eiga mikil sókn­ar­færi bæði vegna okkar ein­stöku nátt­úru en líka vegna þeirrar fag­legu ferða­þjón­ustu sem hér hefur byggst upp,“ sagði Katrín í kjöl­farið um stöðu fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu.



Þá benti Katrín á að harðar sótt­varna­ráð­staf­anir skili ekki endi­lega miklum sam­drætti. Þannig sé sam­drátt­ur­inn í Sví­þjóð, sem gengið hefur væg­ast fram af Norð­ur­lönd­unum í sótt­varna­ráð­stöf­un­um, meiri en í Dan­mörku og Finn­landi. Þá er sam­dráttur á öðrum árs­fjórð­ungi í Bret­landi um 20 pró­sent. „Þannig að það er ekki ofsögum sagt að við stöndum frammi fyrir lík­lega dýpstu efna­hagslægð í heila öld,“ sagði Katrín.



Umræðan um borg­ara­leg rétt­indi mik­il­væg

Að lokum fór Katrín yfir borg­ara­leg rétt­indi fólks sem hún sagði vera mik­il­væga umræðu enda alveg ljóst að sótt­varna­ráð­staf­anir hafi haft áhrif á þau rétt­indi. Hún vakti athygli þing­manna á því að á að á þing­mála­skrá heil­brigð­is­ráð­herra sem lagt verður fram við þing­setn­ingu þann 1. októ­ber verður að finna frum­varp um end­ur­skoðun sótt­varna­laga og Alþingi muni þá fá tæki­færi til að fjalla um vald­heim­ildir þeirra laga.



„Það skiptir máli að við ræðum hin borg­ara­legu rétt­indi í sam­hengi. Það hversu hratt fólk kemst yfir landa­mæri íslands er ekki það eina sem máli skipt­ir. Það þarf að líta til skóla­starfs, til menn­ingar og íþrótta­starfs. Það þarf að líta til þess að hér voru í vor settar alveg gríð­ar­lega umfangs­miklar hömlur á atvinnu­rétt­indi þús­unda manna og gleymum ekki þeim tak­mörk­unum sem hafa verið settar á rétt­indi eldra fólks, þeirra sem búa á hjúkr­un­ar­heim­ilum og þeirra sem haldnir eru alvar­legum sjúk­dómum sem hafi í raun og veru búið við veru­lega félags­lega ein­angrun allt frá því að far­ald­ur­inn skall á,“ sagði Katrín um þær hömlur sem fólk hefur búið við í far­aldr­in­um.



Í kjöl­farið vitn­aði hún til reglu sem John Stu­art Mill setti fram í bók sinni, Frelsið, að ein­ungis væri heim­ilt að skerða athafna­frelsi ein­stak­lings ef um sjálfs­vörn væri að ræða. „Ætli hún eigi ekki svo sann­ar­lega við hér í þessu til­felli þegar við ræðum um þennan heims­far­ald­ur,“ sagði Katrín.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent