Smári McCarthy, þingmaður Pírata og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd, spurði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra um fjárfestingar ríkisins á opnun fundi hjá nefndinni í morgun þar sem fjallað var um skýrslu peningastefnunefndrar Seðlabanka Íslands til Alþingis.
Ásgeir svaraði því meðal annars til að honum þætti „alveg stórundarlegt og ámælisvert að Sundabraut hafi ekki verið byggð miðað við þá umferð sem er í bænum.“ Vandinn við innviðafjárfestingar á borð við Sundabraut væri tæknilegur en að hægur leikur væri að fjármagna slíka framkvæmd.
Smára fannst mjög sérstakt að heyra seðlabankastjóra tala um Sundabraut og aðrar vegaframkvæmdir í stað þess að svara hagfræðilegri spurningu sinni um fjárfestingar á vegum ríkisins og mikilvægi þess að auka fjárfestingar. „Nú vill þannig til að Ásgeir er ekki sérfræðingur í vegagerð, borgarþróun, umhverfismálum, eða álíka. Hann á að heita sérfræðingur í hagkerfinu, og þegar hann er boðaður á fund Efnahags- og viðskiptanefndar sem slíkur sérfræðingur, og sem Seðlabankastjóri, þá væri best ef hann myndi halda sig við þannig umræðu,“ skrifar Smári og bætir við: „Þetta var eiginlega galið hjá Ásgeiri. Ég gat bara ekki svarað þessu á meðan á fundinum stóð vegna tímaskorts.“
Kannski langar Ásgeiri í vinnu hjá Vegagerðinni? Ég var ekki að spyrja um samgöngumál, heldur fjárfestingar hjá ríkinu...
Posted by Smári McCarthy on Thursday, August 27, 2020