„Mikilvægt að hér á landi sé starfandi flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi“

Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á Alþingi í dag hvort það væri ásættanlegt að verðlauna Icelandair með ríkisstuðningi án þess að hlutafjárútboð hefði farið fram – og þrátt fyrir framkomu félagsins í kjarabaráttu flugfreyja.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

„Mér finnst mik­il­vægt að hér á landi sé starf­andi flug­fé­lag með höf­uð­stöðvar á Íslandi sem sé starf­andi á íslenskum vinnu­mark­aði. Mér finnst það mik­il­vægt. Mér finnst það mik­il­vægt að hér sé til staðar flug­fé­lag sem getur gegnt lyk­il­hlut­verki í að end­ur­ræsa ferða­þjón­ustu. Mér finnst það mik­il­vægt leið­ar­ljós.“

Þetta sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir þing­maður Pírata telur að afstaða ráð­herra hafi breyst varð­andi rík­is­á­byrgð síðan í vor og spurði hún hvers vegna svo væri.

„Í upp­hafi þeirra efna­hags­þreng­inga sem nú blasa við virt­ist rík­is­stjórnin ekki æst í að koma Icelandair til hjálpar og má þar meðal ann­ars vísa í orð hæst­virts for­sæt­is­ráð­herra, Katrínar Jak­obs­dótt­ur, í við­tali á Bylgj­unni í maí þar sem hún sagði: „Icelandair hefur farið í það verk­efni að safna nýju hlutafé og við höfum sagt að við styðjum þá veg­ferð. Ef hún gengur upp er ríkið reiðu­búið að koma með lána­línu eða ein­hvers konar rík­is­á­byrgð.“ Af þessu mátti ráða, í maí að minnsta kosti, að ráð­herr­ann setti það skil­yrði fyrir rík­is­á­byrgð að félag­inu hefði tek­ist það ætl­un­ar­verk sitt að auka hlutafé sitt. En nú er staðan önnur og lána­lína er í boði þrátt fyrir að hluta­bréfa­út­boð hafi einu sinni átt sér stað,“ sagði Þór­hildur Sunna.

Auglýsing

Tók ekki eftir neinum and­mælum frá ráð­herra þegar Icelandair sagði upp flug­freyjum

Þór­hildur Sunna spurði því hvað hefði breyst í afstöðu for­sæt­is­ráð­herra á þessum tíma. „Hvers vegna er núna ásætt­an­legt að veita rík­is­á­byrgð þessa lána­línu án þess að hluta­fjár­út­boð hafi farið fram? Ég sé ekki að nokkuð hafi breyst í stöðu félags­ins nema reyndar að það hefur notið ríku­legs rík­is­stuðn­ings í formi upp­sagn­ar­leið­ar­innar og hluta­bóta­leið­ar­inn­ar. Og jú, reyndar hefur það breyst að félag­inu tókst að semja um ríf­lega kjara­skerð­ingu flug­freyja og flug­liða með mjög óvönd­uðum og jafn­vel ólög­legum hætt­i.“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mynd: Alþingi/Skjáskot

Hún sagði að hún hefði ekki tekið eftir neinum and­mælum frá for­sæt­is­ráð­herra þegar Icelandair sagði upp öllum sínum flug­freyjum á einu bretti og hót­aði að semja við annað stétt­ar­fé­lag. Hún hefði aftur á móti tekið eftir við­brögðum ráð­herr­ans „þegar kúg­un­ar­verkn­að­ur­inn var inn­sigl­aður með samn­ingum við flug­freyj­ur“. Þór­hildur Sunna spurði því for­sæt­is­ráð­herr­ann hvort það hefði verið fulln­að­ar­sigur Icelandair yfir kjara­bar­áttu flug­freyja sem breytti afstöð­unni gagn­vart rík­is­á­byrgð.

Skil­yrðin alveg ljós frá upp­hafi

Katrín svar­aði og byrj­aði að nefna frum­varp sem lægi fyrir í þing­inu og yrði til umræðu seinna í dag um rík­is­á­byrgð á lána­línu til Icelandair sem háð væri ákveðnum skil­yrð­um. „Þau skil­yrði hafa verið alveg ljós frá því í vor og ekk­ert hefur breyst í því verk­efni. Það er að segja ríkið hefur allan tím­ann lagt áherslu á það að félagið ráð­ist sjálft í fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu, að félagið ljúki sjálft sínum kjara­samn­ing­um, samn­ingum við hlut­hafa, lán­ar­drottna og ljúki við hluta­fjár­út­boð eigi að koma til slíkrar rík­is­á­byrgðar á lána­línu – að af henni verði. Og það frum­varp sem hér liggur fyrir snýst fyrst og fremst um heim­ild til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra til þess að veita slíka ábyrgð svo fremi sem þetta gangi eft­ir.“

Hún sagði að þetta verk­efni hefði frá upp­hafi byggt á ákveðnum leið­ar­ljósum um að það væri mik­il­vægt að hér á landi væri íslenskt flug­fé­lag með höf­uð­stöðvar á Íslandi og sem væri starf­andi á íslenskum vinnu­mark­aði. „Að flug­fé­lag sé hér starf­andi sem geti verið mik­il­vægur aðili í efna­hags­legri við­spyrnu, ekki síst ferða­þjón­ust­unnar á Íslandi. Þannig að þessi leið­ar­ljós hafa legið fyrir frá upp­hafi og það frum­varp sem hér liggur fyrir í þing­inu er mjög eðli­legt fram­hald af þeirri yfir­lýs­ingu sem gefin var í vor.“

Varð­andi kjara­samn­inga flug­freyja við Icelandair sagði Katrín að hún væri þeirrar skoð­unar að slíkar deilur ætti að leysa við samn­inga­borðið og að henni hefði fund­ist mjög jákvætt að deilan hefði verið leyst þar.

„En já, mér finnst eðli­legt að vinnu­deilur leys­ist við samn­inga­borðið og að báðir aðilar eigi að leggja sitt að mörkum til þess að svo verð­i,“ sagði hún.

Skiptir það máli hvernig samn­ingum er náð?

Þór­hildur Sunna tók aftur til máls og spurði hvort það skipti máli hvernig deilur væru leystar við samn­inga­borð­ið. „Skiptir það engu máli hvernig þessum samn­ingum var náð? Hvaða aðferðum var beitt?“ spurði hún.

Hún sagði að verk rík­is­stjórn­ar­innar birt­ust henni þannig að Icelandair hefði tek­ist að spara sér fjár­muni með „bola­brögðum og árás á grunn­stoðir vinnu­réttar á Íslandi. Og þau eru verð­launuð með rík­is­á­byrgð. Þannig horfir þetta við mér.“

Hún spurði hvernig for­sæt­is­ráð­herr­ann túlk­aði þær gjörðir Icelandair að segja upp öllum flug­freyjum og hóta því að semja við ótil­greint stétt­ar­fé­lag í stað­inn. Láta flug­menn jafn­vel ganga í þeirra störf til að ná árangri í stétta­bar­áttu. Fynd­ist ráð­herra það ásætt­an­leg aðferða­fræði við samn­inga­borð­ið. „Er það eitt­hvað sem á að verð­launa með rík­is­stuðn­ing­i?“ spurði hún að lok­um.

Mik­il­vægt að flug­fé­lag sé til staðar sem getur gegnt lyk­il­hlut­verki í að end­ur­ræsa ferða­þjón­ustu

Katrín kom aftur í pontu og sagði að hún greindi það á orðum Þór­hildar Sunnu að hún og hennar flokkur hefði vænt­an­lega efa­semdir um frum­varpið sem lægi fyrir um veit­ingu rík­is­á­byrgð­ar.

„Ég vil bara minna hátt­virtan þing­mann á að þarna hefur rík­is­stjórnin frá upp­hafi lagt fram þessi skýru leið­ar­ljós sem ég fór yfir hér áðan. Og við getum verið sam­mála eða ósam­mála um þau leið­ar­ljós. Mér finnst mik­il­vægt að hér á landi sé starf­andi flug­fé­lag með höf­uð­stöðvar á Íslandi sem sé starf­andi á íslenskum vinnu­mark­aði. Mér finnst það mik­il­vægt. Mér finnst það mik­il­vægt að hér sé til staðar flug­fé­lag sem getur gegnt lyk­il­hlut­verki í að end­ur­ræsa ferða­þjón­ustu. Mér finnst það mik­il­vægt leið­ar­ljós. Ég veit ekki hvað hátt­virtum þing­manni finnst. Mér finnst það vera mik­il­vægt leið­ar­ljós eins og komið hefur fram í kynn­ingu á þessu máli að við hins vegar gætum að almanna­hag og almannafé með því að hafa þessar skýru girð­ingar sem lagt er hér til. Það er að segja að félagið ljúki sjálft sinni fjár­hags­legu end­ur­skipu­lagn­ingu, safni sjálft hlutafé og ríkið sé þar fyrst og fremst í stuðn­ings­hlut­verki.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent