Spurði hvort Katrín væri sammála Bjarna varðandi hækkun atvinnuleysisbóta

Forsætisráðherra svaraði spurningu formanns Samfylkingarinnar varðandi það hvort hún væri sammála fjármála- og efnahagsráðherra um að hækkun grunnatvinnuleysisbóta „hefði letjandi áhrif á atvinnuleitendur“.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra treystir sér ekki til þess að halda því fram að hækkun grunnatvinnu­leys­is­bóta hafi letj­andi áhrif á atvinnu­leyt­end­ur. Þetta kom fram í svari hennar í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagði að hann og Katrín deildu örugg­lega þeirri sýn að veiru­far­ald­ur­inn væri engum hér að kenna. „For­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og for­maður Vinstri grænna hljóta að vera sam­mála um það að eitt af brýn­ustu verk­efnum okkar nú er að koma í veg fyrir neyð fólks og að ójöfn­uður auk­ist í krepp­unni. Það blasir hins vegar því miður við að tugir þús­unda manna munu missa vinn­una og heim­ili verða fyrir gríð­ar­legu tekju­falli, ráð­stöf­un­ar­tekjur munu jafn­vel helm­ing­ast. Það þýðir að fleiri ein­stak­lingar geta ekki borgað af lán­um, ekki borgað leigu, ekki sent börnin sín í tóm­stundir og þurfa jafn­vel að neita sér um að sækja nauð­syn­lega lækn­is­þjón­ust­u.“

Hann telur það vissu­lega vera gott að til standi að lengja tíma­bil tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta um þrjá mán­uði „en það stendur ekki til að hreyfa við grunnatvinnu­leys­is­bót­unum þrátt fyrir að þús­undir séu nú þegar á þeim“.

Þá vís­aði Logi í orð Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem „hefur haldið því fram að slík hækkun hafi letj­andi áhrif á atvinnu­leit­end­ur“. Hann spurði því for­sæt­is­ráð­herr­ann hvort hún væri sam­mála þeirri full­yrð­ingu.

Auglýsing

For­gangs­raða aðgerðum

„Svo að ég svari síð­ustu spurn­ing­unni beint þá myndi ég ekki treysta mér til að halda því fram. Hins vegar vil ég minna á það hér að þessi rík­is­stjórn hefur stigið mjög stór skref þegar kemur að mál­efnum atvinnu­leys­is­trygg­inga. Ég vil rifja það upp að árið 2018 voru grunnatvinnu­leys­is­bætur 227.000 krón­ur,“ sagði Katrín.

Þetta hefði verið staðan þá eftir tíð tveggja hægri stjórna í land­inu. Atvinnu­leys­is­bætur hefðu ekki hækkað umfram vísi­tölu­hækkun frá því í hrun­inu. Þá hefði það verið þessi rík­is­stjórn sem ákvað að hækka þær og hækka sömu­leiðis þak tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta og hámarks­greiðslur úr Ábyrgða­sjóði launa. Ef þetta hefði ekki verið gert væru atvinnu­leys­is­bætur í dag um það bil 238.000 krón­ur, þ.e. þær hefðu hækkað sam­kvæmt vísi­tölu neyslu­verðs.

„Þetta var sú staða sem rík­is­stjórnin kom að. Við töldum fyr­ir­sjá­an­legt að meira álag yrði á atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerfið og þess vegna réð­umst við í þá aðgerð að hækka grunnatvinnu­leys­is­bæt­ur. Hins vegar er það svo að við höfum for­gangs­raðað aðgerð­um. Þetta var í for­gangi þá, þ.e. að hækka grunnatvinnu­leys­is­bætur og greiðslur úr Ábyrgða­sjóði launa, og ég er viss um að það hefur skipt veru­legu máli. Það nýjasta sem við höfum kynnt í þessu er hins vegar að lengja tíma­bil tekju­teng­ingar og það gerum við vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi, þar sem margir hafa verið að missa vinn­una vegna heims­far­ald­urs. Við erum að reyna að brúa það bil sem fólk stendur frammi fyrir sem verður fyrir atvinnu­missi,“ sagði Katrín.

Mik­il­væg­asta verk­efnið fyrir Ísland væri hins vegar að skapa hér fleiri störf og verja þau störf sem fyrir eru. „Þess vegna er það ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar að ráð­ast ekki í nið­ur­skurð hjá hinu opin­bera, að verja kerfin okk­ar, að vera ekki að ráð­ast í nið­ur­skurð á þessum tímum heldur einmitt auka opin­bera fjár­fest­ingu þannig að við getum skapað fleiri störf.“

Ekki töfruð fram störf á næstu vikum

Logi þakk­aði afdrátt­ar­laust svar við spurn­ingu hans. „En hér erum við ekki í sagn­fræði og deilum ekki um að það hafa verið stigið góð skref og þau ber að þakka, þá breytir það því ekki að hér verða ekki töfruð fram störf á næstu vikum – jafn­vel þótt við gætum vissu­lega gert meira heldur en rík­is­stjórnin hefur ætlað sér. Og þess vegna verður maður að spyrja: Hvað ætlar rík­is­stjórnin að gera til þess að verja það fólk sem nú þarf að lifa á 240.000 þús­und krónum eftir skatt en hefur haft mál­efna­legar ástæður til þess að gera alls konar skuld­bind­ingar miðað við miklu hærri laun?“

Hann spurði hvort til greina kæmi – þrátt fyrir allt – að hækka grunnatvinnu­leys­is­bæt­ur.

Úti­lokar engar aðgerðir

Katrín sagði að henni fynd­ist áhuga­vert að þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar væru búnir að ákveða að allt sem gerst hefði í gær væri orðin sagn­fræði. „Mér finnst það skemmti­legur sam­hljómur hér með þing­mönnum stjórn­ar­and­stöð­unn­ar. Ég er ekki viss um að sagn­fræð­ingar myndu kalla það sagn­fræði sem verið var að kynna í fyrra­dag – en gott og vel, þetta er kannski til marks um að stjórn­ar­and­staðan hafi fundið ein­hvern sam­hljóm.“ Hún óskaði stjórn­ar­and­stöð­unni til ham­ingju með það.

„Ég vil taka það fram hér að engar aðgerðir eru úti­lok­aðar í þeim aðstæðum sem við erum í, það er ekki þannig. Þetta fannst okkur vera mik­il­væg­asta skrefið að stíga núna, það er að segja að lengja þetta tekju­tengda tíma­bil til þess að koma til móts við þá sem hafa verið að missa vinn­una í far­aldr­in­um. Og ég tel að það sé mjög gott skref,“ sagði hún.

For­sæt­is­ráð­herra vildi einnig rifja það upp að rík­is­stjórnin hefði tryggt stuðn­ing til tekju­lágra fjöl­skyldna með því að styðja við tóm­stundir barna. „Þessi rík­is­stjórn er líka núna að kynna mennta­úr­ræði fyrir atvinnu­leit­endur upp á tvo millj­arða króna sem ég held að við hátt­virtur þing­maður séum sam­mála um að sé eitt það mik­il­væg­asta sem við getum gert í þessum aðstæðum sem núna blasa við. Þannig að ég held að núna þegar við ræðum þessi mál að við verðum að horfa á þetta sam­hengi hlut­anna.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent