Spurði hvort Katrín væri sammála Bjarna varðandi hækkun atvinnuleysisbóta

Forsætisráðherra svaraði spurningu formanns Samfylkingarinnar varðandi það hvort hún væri sammála fjármála- og efnahagsráðherra um að hækkun grunnatvinnuleysisbóta „hefði letjandi áhrif á atvinnuleitendur“.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra treystir sér ekki til þess að halda því fram að hækkun grunnatvinnu­leys­is­bóta hafi letj­andi áhrif á atvinnu­leyt­end­ur. Þetta kom fram í svari hennar í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagði að hann og Katrín deildu örugg­lega þeirri sýn að veiru­far­ald­ur­inn væri engum hér að kenna. „For­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og for­maður Vinstri grænna hljóta að vera sam­mála um það að eitt af brýn­ustu verk­efnum okkar nú er að koma í veg fyrir neyð fólks og að ójöfn­uður auk­ist í krepp­unni. Það blasir hins vegar því miður við að tugir þús­unda manna munu missa vinn­una og heim­ili verða fyrir gríð­ar­legu tekju­falli, ráð­stöf­un­ar­tekjur munu jafn­vel helm­ing­ast. Það þýðir að fleiri ein­stak­lingar geta ekki borgað af lán­um, ekki borgað leigu, ekki sent börnin sín í tóm­stundir og þurfa jafn­vel að neita sér um að sækja nauð­syn­lega lækn­is­þjón­ust­u.“

Hann telur það vissu­lega vera gott að til standi að lengja tíma­bil tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta um þrjá mán­uði „en það stendur ekki til að hreyfa við grunnatvinnu­leys­is­bót­unum þrátt fyrir að þús­undir séu nú þegar á þeim“.

Þá vís­aði Logi í orð Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem „hefur haldið því fram að slík hækkun hafi letj­andi áhrif á atvinnu­leit­end­ur“. Hann spurði því for­sæt­is­ráð­herr­ann hvort hún væri sam­mála þeirri full­yrð­ingu.

Auglýsing

For­gangs­raða aðgerðum

„Svo að ég svari síð­ustu spurn­ing­unni beint þá myndi ég ekki treysta mér til að halda því fram. Hins vegar vil ég minna á það hér að þessi rík­is­stjórn hefur stigið mjög stór skref þegar kemur að mál­efnum atvinnu­leys­is­trygg­inga. Ég vil rifja það upp að árið 2018 voru grunnatvinnu­leys­is­bætur 227.000 krón­ur,“ sagði Katrín.

Þetta hefði verið staðan þá eftir tíð tveggja hægri stjórna í land­inu. Atvinnu­leys­is­bætur hefðu ekki hækkað umfram vísi­tölu­hækkun frá því í hrun­inu. Þá hefði það verið þessi rík­is­stjórn sem ákvað að hækka þær og hækka sömu­leiðis þak tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta og hámarks­greiðslur úr Ábyrgða­sjóði launa. Ef þetta hefði ekki verið gert væru atvinnu­leys­is­bætur í dag um það bil 238.000 krón­ur, þ.e. þær hefðu hækkað sam­kvæmt vísi­tölu neyslu­verðs.

„Þetta var sú staða sem rík­is­stjórnin kom að. Við töldum fyr­ir­sjá­an­legt að meira álag yrði á atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerfið og þess vegna réð­umst við í þá aðgerð að hækka grunnatvinnu­leys­is­bæt­ur. Hins vegar er það svo að við höfum for­gangs­raðað aðgerð­um. Þetta var í for­gangi þá, þ.e. að hækka grunnatvinnu­leys­is­bætur og greiðslur úr Ábyrgða­sjóði launa, og ég er viss um að það hefur skipt veru­legu máli. Það nýjasta sem við höfum kynnt í þessu er hins vegar að lengja tíma­bil tekju­teng­ingar og það gerum við vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi, þar sem margir hafa verið að missa vinn­una vegna heims­far­ald­urs. Við erum að reyna að brúa það bil sem fólk stendur frammi fyrir sem verður fyrir atvinnu­missi,“ sagði Katrín.

Mik­il­væg­asta verk­efnið fyrir Ísland væri hins vegar að skapa hér fleiri störf og verja þau störf sem fyrir eru. „Þess vegna er það ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar að ráð­ast ekki í nið­ur­skurð hjá hinu opin­bera, að verja kerfin okk­ar, að vera ekki að ráð­ast í nið­ur­skurð á þessum tímum heldur einmitt auka opin­bera fjár­fest­ingu þannig að við getum skapað fleiri störf.“

Ekki töfruð fram störf á næstu vikum

Logi þakk­aði afdrátt­ar­laust svar við spurn­ingu hans. „En hér erum við ekki í sagn­fræði og deilum ekki um að það hafa verið stigið góð skref og þau ber að þakka, þá breytir það því ekki að hér verða ekki töfruð fram störf á næstu vikum – jafn­vel þótt við gætum vissu­lega gert meira heldur en rík­is­stjórnin hefur ætlað sér. Og þess vegna verður maður að spyrja: Hvað ætlar rík­is­stjórnin að gera til þess að verja það fólk sem nú þarf að lifa á 240.000 þús­und krónum eftir skatt en hefur haft mál­efna­legar ástæður til þess að gera alls konar skuld­bind­ingar miðað við miklu hærri laun?“

Hann spurði hvort til greina kæmi – þrátt fyrir allt – að hækka grunnatvinnu­leys­is­bæt­ur.

Úti­lokar engar aðgerðir

Katrín sagði að henni fynd­ist áhuga­vert að þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar væru búnir að ákveða að allt sem gerst hefði í gær væri orðin sagn­fræði. „Mér finnst það skemmti­legur sam­hljómur hér með þing­mönnum stjórn­ar­and­stöð­unn­ar. Ég er ekki viss um að sagn­fræð­ingar myndu kalla það sagn­fræði sem verið var að kynna í fyrra­dag – en gott og vel, þetta er kannski til marks um að stjórn­ar­and­staðan hafi fundið ein­hvern sam­hljóm.“ Hún óskaði stjórn­ar­and­stöð­unni til ham­ingju með það.

„Ég vil taka það fram hér að engar aðgerðir eru úti­lok­aðar í þeim aðstæðum sem við erum í, það er ekki þannig. Þetta fannst okkur vera mik­il­væg­asta skrefið að stíga núna, það er að segja að lengja þetta tekju­tengda tíma­bil til þess að koma til móts við þá sem hafa verið að missa vinn­una í far­aldr­in­um. Og ég tel að það sé mjög gott skref,“ sagði hún.

For­sæt­is­ráð­herra vildi einnig rifja það upp að rík­is­stjórnin hefði tryggt stuðn­ing til tekju­lágra fjöl­skyldna með því að styðja við tóm­stundir barna. „Þessi rík­is­stjórn er líka núna að kynna mennta­úr­ræði fyrir atvinnu­leit­endur upp á tvo millj­arða króna sem ég held að við hátt­virtur þing­maður séum sam­mála um að sé eitt það mik­il­væg­asta sem við getum gert í þessum aðstæðum sem núna blasa við. Þannig að ég held að núna þegar við ræðum þessi mál að við verðum að horfa á þetta sam­hengi hlut­anna.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent