Kallar eftir hækkun grunnatvinnuleysisbóta

„Það bara er skylda stjórnmálamanna við þessar aðstæður að koma í veg fyrir að hér skapist neyð og fátækt á þúsundum heimila,“ sagði Oddný G. Harðardóttir í Vikulokunum í dag. Atvinnuástandið á Suðurnesjum er grafalvarlegt að hennar mati.

Oddný G. Harðardóttir er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Oddný G. Harðardóttir er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Auglýsing

Hækkun grunnatvinnu­leys­is­bóta er nauð­syn­leg til þess að ekki skap­ist neyð á þús­undum heim­ila vegna atvinnu­leysis að mati Odd­nýjar G. Harð­ar­dótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þetta sagði Oddný í Viku­lok­unum á Rás 1 fyrr í dag. Hún sagði að margar af þeim aðgerðum sem rík­is­stjórnin hefði gripið til til að mæta efna­hags­legum áhrifum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins væru góðar og gildar en hún hefði viljað sjá grunnatvinnu­leys­is­bætur hækka í nýju frum­varpi félags- og barna­mála­ráð­herra um vinnu­mark­aðsúr­ræði. „Það bara er skylda stjórn­mála­manna við þessar aðstæður að koma í veg fyrir að hér skap­ist neyð og fátækt á þús­undum heim­ila,“ sagði Oddný meðal ann­ars í þætt­in­um.„Nú eru tólf þús­und manns á Íslandi sem þurfa að fram­fleyta sér á grunnatvinnu­leys­is­bót­um, sem eru rétt um 290 þús­und krónur fyrir skatt. Það sér hver maður að þetta gengur ekki. Þarna þarf að bæta í og við munum taka okkur tíma í þing­inu til að ræða þau mál, fara yfir stöðu þess fólks og hvað eig­in­lega það á að þýða að halda þeim í neyð þegar lyft er undir með öðrum,“ sagði Oddný í Viku­lok­un­um. Nú þegar væri búið að fleyta fyr­ir­tækjum yfir erf­iðan hjalla og það sama þyrfti að gera fyrir heim­ilin að mati henn­ar.

Auglýsing


Atvinnu­á­stand­ið „grafal­var­leg­t“ á Suð­ur­nesjum

Oddný tók stöðu Suð­ur­nesja sér­stak­lega fyrir í þætt­in­um. „Hjartað í mér slær hratt þegar ég tala um þessi mál því á mínu heima­svæði er grafal­var­legt ástand. Þar er ein af hverjum fimm konum atvinnu­laus og atvinnu­leysi í heild í júli var 16,5 pró­sent á Suð­ur­nesju­m,“ sagði hún. Í síð­ustu mán­að­ar­skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar um vinnu­mark­að­inn á Íslandi kemur fram að í síð­asta mán­uði hafi sam­an­lagt atvinnu­leysi, það er almennt atvinnu­leysi og atvinnu­leysi vegna minnk­aðs starfs­hlut­falls, lækkað milli mán­aða alls staðar á land­inu nema á Suð­ur­nesjum en um mán­aða­mótin síð­ustu var sam­an­lagt atvinnu­leysi þar 16,5 pró­sent líkt og kom fram í máli Odd­nýj­ar. Á milli júní og júlí hækk­aði almennt atvinnu­leysi á svæð­inu úr 13,2 pró­sentum upp í 15,2 pró­sent, atvinnu­leysi vegna minnk­aðs starfs­hlut­falls lækk­aði hins vegar úr 2,6 pró­sentum í 1,2 pró­sent. Í skýrsl­unni kemur einnig fram að í öllum mán­uðum árs­ins hefur atvinnu­leysi mælst mest á Suð­ur­nesj­um.Þar hefur atvinnu­leysi vaxið með hverjum mán­uð­inum í ár og nú síð­ast í gær sendi Isa­via frá sér til­kynn­ingu þess efnis að félagið hefði sagt upp 133 starfs­mönn­um. Í til­kynn­ing­unni kom fram að fjöldi ferða­manna hafi vaxið stöðugt í sumar en algjör við­snún­ingur hefði orðið í kjöl­far ákvörð­unar um tvö­falda sótt­kví. For­sendur fyrir vet­ur­inn væru því brostnar og því útlit fyrir að verk­efni verði af skornum skammti fyrir hóp starfs­manna félags­ins á næstu mán­uð­um.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent