Isavia segir upp 133 starfsmönnum

Stöðugildum hjá Isavia hefur fækkað um 40 prósent frá því að heimsfaraldurinn skall á. Eftir að tvöföld skimun var tekin upp á landamærum hefur orðin algjör viðsnúningur á fjölgun ferðamanna.

Leifsstöð - Ferðamenn
Auglýsing

Isa­via sagði í dag upp 133 starfs­mönnum og settu tólf til við­bótar í lægra starfs­hlut­fall. Aðgerð­irnar koma til við­bótar því að 101 starfs­manni var sagt upp í lok mars. Isa­via, sem rekur meðal ann­ars Kefla­vík­ur­flug­völl, hefur því sagt upp 234 manns frá því að COVID-19 far­ald­ur­inn skall á Íslandi. Frá því far­ald­ur­inn hófst hefur stöðu­gildum hjá móð­ur­fé­lagi Isa­via nú fækkað um 40 pró­sent. 

Í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu, sem er að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins, segir að frá því að far­ald­ur­inn skall á hafi það gripið til umfangs­mik­illa aðgerða sem snerti öll svið þess vegna sam­drátt­ar­ins sem orðið hefur í flugi til og frá land­inu í yfir­stand­andi heims­far­aldri. 

Auglýsing
Auk upp­sagna hefur Isa­via gripið til ýmissa ann­arra hag­ræð­inga­að­gerða og skipu­lags­breyt­inga svo sem sam­ein­ingu sviða og fækk­unar í fram­kvæmda­stjórn félags­ins. 

Svein­björn Ind­riða­son, for­stjóri Isa­via, segir að eftir ágætis gang í sum­ar, þar sem fjölgun ferða­manna um Kefla­vík­ur­flug­völl var nokkuð stöðug, hafi orðið alger við­snún­ingur í kjöl­far ákvörð­unar um tvö­falda skimun með sótt­kví á milli. 

Nú sé veru­leg óvissa um fram­vindu næstu mán­aða og Isa­via ætlar ætlar að end­ur­skoða stöð­una reglu­lega. „Flug­fé­lög hafa dregið veru­lega úr fram­boði og eins og staðan er í dag þá er útlit fyrir að það breyt­ist ekki í náinni fram­tíð. For­sendur okkar frá í sumar eru því brostnar og í dag gerum við ráð fyrir að umsvifin í vetur verði mjög lítil á Kefla­vík­ur­flug­velli. Það er því útlit fyrir að verk­efni verði af skornum skammti fyrir hóp starfs­manna okkar næstu mán­uð­ina.“

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent