„Verið að reyna að matreiða einhverja vitleysu ofan í almenning“

Formaður VR telur stjórnendur Icelandair algjörlega óhæfa. Hann vill frekar að ríkið taki félagið yfir en að veita því ábyrgð.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

„Ég held því fram að grunn­skil­yrði þess að líf­eyr­is­sjóð­irnir komi að hluta­fjár­út­boði Icelandair sé að það verði gerð krafa að stjórn­endum félags­ins verði skipt út.“ Þetta segir Ragnar Þór Ing­ólfs­son for­maður VR í sam­tali við Kjarn­ann en vænta má að hluta­fjár­út­boð Icelandair fari fram í næsta mán­uð­i. 

Hann segir að ekki hafi staðið steinn yfir steini í ákvörð­un­ar­töku Icelandair síð­ast­liðið ár – hvort sem litið sé til Boein­g-­máls­ins, Lind­ar­vatns­-hneyksl­is­ins, breyt­inga á leið­ar­kerfum eða hvernig þeim hafi „al­gjör­lega mis­tek­ist í sam­keppn­i“. Þeir séu með úreldan flota og hafi gengið mjög harka­lega gagn­vart launa­fólki á meðan kröfu­hafar séu óáreitt­ir. Flug­fé­lagið sé að fara inn í nýtt sam­keppn­isum­hverfi á flug­mark­aði yfir­skuld­sett á „úr­eldum og verð­lausum flota“.

Hann veltir því fyrir sér – ef líf­eyr­is­sjóð­irnir séu að íhuga að taka þátt í útboð­inu – hvort þeir hljóti ekki að gera þá kröfu að stjórn­endum félags­ins verði skipt út. 

Auglýsing

Í hróp­andi ósam­ræmi við almenna skyn­semi

„Flug­rekstur er gríð­ar­lega áhættu­mik­ill rekstur og það er ekki að sjá að hann ætli að rétta úr kútnum allra næstu árin og ef þessir stjórn­endur gátu ekki rekið félagið réttu megin við núllið á mesta upp­gangs­tíma flug­sög­unnar þá hefði maður ætlað að þeirra tími væri lið­inn,“ segir hann. 

Þá vill Ragnar Þór enn fremur minna á fram­göngu stjórn­enda félags­ins gagn­vart vinn­andi fólki. „Þeir full­yrða það meðal ann­ars að kröfu­hafar vilji ekki breyta skuldum í hlutafé vegna þess að veðin séu svo góð, vit­andi það að almenn­ingi sé það nokkuð ljóst að bank­arnir íslensku séu meðal stærstu kröfu­hafa og með veð í verð­lausum flota. Þetta er í hróp­andi ósam­ræmi við almenna skyn­sem­i,“ segir hann. 

„Fram­koma stjórn­enda gerir áætl­anir þeirra mjög ótrú­verð­ug­ar. Það er svo mikil óvissa þarna og líf­eyr­is­sjóð­irnir eru lang­tíma­fag­fjár­fest­ar. Það sýndi sig til dæmis í þessu COVID-á­standi að þegar koma svona nið­ur­sveiflur þá eru líf­eyr­is­sjóð­irnir allt of stórir hlut­hafar í Icelandair til þess að geta hreyft sig. Þannig að líf­eyr­is­sjóð­irnir þurfa að fara í áhættu­minni fjár­fest­ingar en flug­rekst­ur,“ segir hann. 

Verða að hugsa hlut­ina upp á nýtt

Sjóð­irnir verði að hugsa sína fjár­fest­ing­ar­stefnu alveg upp á nýtt – sem reyndar Ragnar Þór telur að þeir séu byrj­aðir að gera. „Ég tel að til­raun stjórn­enda Icelandair að brjóta á samn­ings­rétti launa­fólks stríði gegn sið­ferð­is­við­miðum – og sömu­leiðis stríði gegn umhverf­is­við­miðum sem líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa sett sér að fjár­festa í félagi sem hefur flug­flota.“

Út af eðli sjóð­anna ættu þeir því að halda sig í ann­ars konar fjár­fest­ingu, til dæmis í upp­bygg­ingu á leigu­fé­lög­um. Flug­rekstur sé hent­ugur val­kostur fyrir áhættu­sækna skamm­tíma­fjár­festa. 

Myndi ekki „snerta á þessu með priki“

Varð­andi rík­is­á­byrgð þá telur Ragnar Þór það vera far­sælla ef ríkið tæki frekar félagið yfir á ein­hverjum tíma­punkti frekar en að fara þá leið. „Það er mín skoð­un. Alveg eins og gert var með bank­ana eftir hrun, þar var tekin ákvörðun á einum sól­ar­hring.“

Hann vill minna á að rekstur flug­fé­laga sé mik­il­vægur fyrir sam­fé­lagið en að ekki sé hægt að fórna öllu fyrir slíkt. „Þegar blasir við að þarna eru algjör­lega óhæfir stjórn­endur við stýr­ið. Það er óskilj­an­legt að félagið sé ekki löngu búið að gera breyt­ingar á stjórn og æðstu stjórn­endum þar inn­i.“

Með rík­is­á­byrgð sé verið að reyna að selja almenn­ingi það að ábyrgð í slíku félagi sé með veði í lend­ing­ar­heim­ildum og vöru­merki. „Þetta er í svo hróp­andi ósam­ræmi við almenna skyn­semi. Þú kaupir ekki vöru­merki eða lend­ing­ar­heim­ildir fyrir 16 millj­arða. Ég held að fólk sé orðið miklu upp­lýst­ara í dag heldur en það var hér áður fyrr að trúa svona vit­leysu. Það er verið að reyna að mat­reiða ein­hverja vit­leysu ofan í almenn­ing. Þetta er hluti af því sem gerir allt þetta mál ótrú­verð­ugt og það er þess eðlis að ég myndi ekki snerta á þessu með prik­i.“ 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent