„Verið að reyna að matreiða einhverja vitleysu ofan í almenning“

Formaður VR telur stjórnendur Icelandair algjörlega óhæfa. Hann vill frekar að ríkið taki félagið yfir en að veita því ábyrgð.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

„Ég held því fram að grunn­skil­yrði þess að líf­eyr­is­sjóð­irnir komi að hluta­fjár­út­boði Icelandair sé að það verði gerð krafa að stjórn­endum félags­ins verði skipt út.“ Þetta segir Ragnar Þór Ing­ólfs­son for­maður VR í sam­tali við Kjarn­ann en vænta má að hluta­fjár­út­boð Icelandair fari fram í næsta mán­uð­i. 

Hann segir að ekki hafi staðið steinn yfir steini í ákvörð­un­ar­töku Icelandair síð­ast­liðið ár – hvort sem litið sé til Boein­g-­máls­ins, Lind­ar­vatns­-hneyksl­is­ins, breyt­inga á leið­ar­kerfum eða hvernig þeim hafi „al­gjör­lega mis­tek­ist í sam­keppn­i“. Þeir séu með úreldan flota og hafi gengið mjög harka­lega gagn­vart launa­fólki á meðan kröfu­hafar séu óáreitt­ir. Flug­fé­lagið sé að fara inn í nýtt sam­keppn­isum­hverfi á flug­mark­aði yfir­skuld­sett á „úr­eldum og verð­lausum flota“.

Hann veltir því fyrir sér – ef líf­eyr­is­sjóð­irnir séu að íhuga að taka þátt í útboð­inu – hvort þeir hljóti ekki að gera þá kröfu að stjórn­endum félags­ins verði skipt út. 

Auglýsing

Í hróp­andi ósam­ræmi við almenna skyn­semi

„Flug­rekstur er gríð­ar­lega áhættu­mik­ill rekstur og það er ekki að sjá að hann ætli að rétta úr kútnum allra næstu árin og ef þessir stjórn­endur gátu ekki rekið félagið réttu megin við núllið á mesta upp­gangs­tíma flug­sög­unnar þá hefði maður ætlað að þeirra tími væri lið­inn,“ segir hann. 

Þá vill Ragnar Þór enn fremur minna á fram­göngu stjórn­enda félags­ins gagn­vart vinn­andi fólki. „Þeir full­yrða það meðal ann­ars að kröfu­hafar vilji ekki breyta skuldum í hlutafé vegna þess að veðin séu svo góð, vit­andi það að almenn­ingi sé það nokkuð ljóst að bank­arnir íslensku séu meðal stærstu kröfu­hafa og með veð í verð­lausum flota. Þetta er í hróp­andi ósam­ræmi við almenna skyn­sem­i,“ segir hann. 

„Fram­koma stjórn­enda gerir áætl­anir þeirra mjög ótrú­verð­ug­ar. Það er svo mikil óvissa þarna og líf­eyr­is­sjóð­irnir eru lang­tíma­fag­fjár­fest­ar. Það sýndi sig til dæmis í þessu COVID-á­standi að þegar koma svona nið­ur­sveiflur þá eru líf­eyr­is­sjóð­irnir allt of stórir hlut­hafar í Icelandair til þess að geta hreyft sig. Þannig að líf­eyr­is­sjóð­irnir þurfa að fara í áhættu­minni fjár­fest­ingar en flug­rekst­ur,“ segir hann. 

Verða að hugsa hlut­ina upp á nýtt

Sjóð­irnir verði að hugsa sína fjár­fest­ing­ar­stefnu alveg upp á nýtt – sem reyndar Ragnar Þór telur að þeir séu byrj­aðir að gera. „Ég tel að til­raun stjórn­enda Icelandair að brjóta á samn­ings­rétti launa­fólks stríði gegn sið­ferð­is­við­miðum – og sömu­leiðis stríði gegn umhverf­is­við­miðum sem líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa sett sér að fjár­festa í félagi sem hefur flug­flota.“

Út af eðli sjóð­anna ættu þeir því að halda sig í ann­ars konar fjár­fest­ingu, til dæmis í upp­bygg­ingu á leigu­fé­lög­um. Flug­rekstur sé hent­ugur val­kostur fyrir áhættu­sækna skamm­tíma­fjár­festa. 

Myndi ekki „snerta á þessu með priki“

Varð­andi rík­is­á­byrgð þá telur Ragnar Þór það vera far­sælla ef ríkið tæki frekar félagið yfir á ein­hverjum tíma­punkti frekar en að fara þá leið. „Það er mín skoð­un. Alveg eins og gert var með bank­ana eftir hrun, þar var tekin ákvörðun á einum sól­ar­hring.“

Hann vill minna á að rekstur flug­fé­laga sé mik­il­vægur fyrir sam­fé­lagið en að ekki sé hægt að fórna öllu fyrir slíkt. „Þegar blasir við að þarna eru algjör­lega óhæfir stjórn­endur við stýr­ið. Það er óskilj­an­legt að félagið sé ekki löngu búið að gera breyt­ingar á stjórn og æðstu stjórn­endum þar inn­i.“

Með rík­is­á­byrgð sé verið að reyna að selja almenn­ingi það að ábyrgð í slíku félagi sé með veði í lend­ing­ar­heim­ildum og vöru­merki. „Þetta er í svo hróp­andi ósam­ræmi við almenna skyn­semi. Þú kaupir ekki vöru­merki eða lend­ing­ar­heim­ildir fyrir 16 millj­arða. Ég held að fólk sé orðið miklu upp­lýst­ara í dag heldur en það var hér áður fyrr að trúa svona vit­leysu. Það er verið að reyna að mat­reiða ein­hverja vit­leysu ofan í almenn­ing. Þetta er hluti af því sem gerir allt þetta mál ótrú­verð­ugt og það er þess eðlis að ég myndi ekki snerta á þessu með prik­i.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent