Segja launafólk sniðgengið við mat á efnahagslegum áhrifum sóttvarna

Forystukonur ASÍ, BHM og BSRB hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær mótmæla því að enginn fulltrúi launafólks hafi fengið sæti í nýjum starfshópi sem mun meta efnahagsleg áhrif sóttvarnaaðgerða. Þær kalla eftir því að hópurinn verði breikkaður.

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

For­ystu­konur ASÍ, BHM og BSRB mót­mæla því að eng­inn full­trúi launa­fólks hafi fengið sæti í starfs­hópi sem mun leggja mat á efna­hags­legum áhrifum val­kosta í sótt­varna­mál­um. Þetta kemur fram í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu frá félög­unum þremum sem undir skrifa Drífa Snædal, for­seti ASÍ, Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, for­maður BSRB og Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, for­maður BHM.Til­kynnt var í dag um skipan hóps­ins. Honum er ætlað að meta skamm­tíma­á­hrif og áhrif á getu hag­kerf­is­ins til þess að taka við sér af krafti að nýju þegar far­ald­ur­inn og áhrif hans líða hjá. Hóp­inn skipa Már Guð­munds­son, fyrr­ver­andi seðla­­banka­­stjóri, Tómas Brynj­­ólfs­­son, skrif­­stofu­­stjóri skrif­­stofu efna­hags­­mála í fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­inu og Ásdís Krist­jáns­dótt­ir, aðstoð­­ar­fram­­kvæmda­­stjóri Sam­­taka atvinn­u­lífs­ins. Bene­dikt Árna­­son, skrif­­stofu­­stjóri í for­­sæt­is­ráðu­­neyt­inu, mun starfa með hópn­­um.Þær Drífa, Sonja Ýr og Þór­unn kalla eftir því að starfs­hópur fjár­mála­ráð­herra sem muni vinna þessar grein­ingar verði breikk­aður þannig „að sjón­ar­mið fleiri en atvinnu­rek­enda fái að koma þar fram. Það er gam­al­dags við­horf að efna­hags­mál snú­ist fyrst og fremst um fyr­ir­tæki en ekki heim­ili og almenn­ing.“

Auglýsing

Vilja full­trúa launa­fólks að borð­inu

Í yfir­lýs­ing­unni er vísað í til­kynn­ingu fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um skipan starfs­hóps­ins en þar var tekið fram að hóp­ur­inn eigi að taka til­lit til ólíkra sam­fé­lags­hópa og geira hag­kerf­is­ins. „Þar hefur full­trúi stór­fyr­ir­tækja, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, verið kall­aður til en full­trúar launa­fólks eru víðs fjarri. Þetta er til marks um rör­sýn fjár­mála­ráð­herra í efna­hags­mál­um, sem getur haft alvar­legar afleið­ingar fyrir íslenskt sam­fé­lag til fram­tíð­ar,“ eins og það er orðað í yfir­lýs­ing­unni.Í yfir­lýs­ing­unni krefj­ast þær þess að fjár­mála­ráð­herra boði full­trúa launa­fólks að borð­inu þegar í stað. „Að öðrum kosti verða til­lögur starfs­hóps­ins og vinna hans ómerk.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent