Vilja fylgjast með aksturshegðun til að ákveða verð trygginga

VÍS hyggst setja á markað vöru sem fylgist með akstri viðskiptavina sinna, verð trygginga taki svo mið af akstrinum. Sérfræðingur í persónuvernd segir mikilvægt að fólk viti út í hvað það er að fara þegar það veitir samþykki fyrir vinnslu á slíkum gögnum.

Höfuðstöðvar VÍS eru í Ármúla.
Höfuðstöðvar VÍS eru í Ármúla.
Auglýsing

VÍS mun aldrei setja vöru á markað sem ekki sam­ræm­ist per­sónu­vernd­ar­lög­gjöf. Þetta segir Helgi Bjarna­son, for­stjóri VÍS, í sam­tali við Kjarn­ann um nýjan Öku­vísi sem til stendur að setja á mark­að. Fjallað var um Öku­vísi í frétt Vísis fyrir viku. Nýj­ungin var síðan kynnt með aug­lýs­inga­kápu sem kom með Frétta­blað­inu á þriðju­dag þar sem óskað var eftir fólki til að prófa þessa nýj­ung. Í kjöl­farið spruttu upp umræður um það hvort fyr­ir­tækið sé ekki að ganga of langt í raf­rænu eft­ir­liti með við­skipta­vinum sínum enda muni hegðun þeirra í umferð­inni hafa áhrif á verðið sem þeir svo á end­anum greiða fyrir trygg­ing­ar.Öku­vísir lýsir sér þannig að lít­ill kubbur er settur í bíl­inn sem sendir upp­lýs­ingar til síma öku­manns­ins um akst­urs­lag hans. Í gegnum smá­forrit getur öku­mað­ur­inn skoðað nokkra þætti síns akst­urs­lags, svo sem hraði í akstri, hröð­un, hemlun og síma­notk­un. Út úr þeim þáttum sem metnir eru fæst svo akst­urs­ein­kunn sem VÍS notar til þess að áætla trygg­inga­ið­gjald öku­manns­ins. 

AuglýsingTelja vör­una auka öryggi á vegum úti

Helgi seg­ist vera sann­færður um það að Öku­vísir eigi eftir að auka öryggi í umferð­inni. „Ég held að þetta hjálpi okkur öllum að verða betri öku­menn, bæði góðum að verða betri og líka þeim sem eru ekki góðir að verða góð­ir. Þannig sjáum við þetta fyrir okkur og okkar sýn og okkar trú er að þetta muni fækka slysum í umferð­inni sem er gríð­ar­lega stórt sam­fé­lags­mál,“ segir Helg­i. 

Helgi Bjarnason er forstjóri VÍS. Mynd: VÍS

Helgi telur tækn­ina koma þar að góðum not­um. Með tækn­inni geti öku­menn séð hvar þeir geti bætt sig í akstr­inum og nefnir í því sam­hengi þá þætti sem hér hafa verið taldir upp. „Ef við nýtum tækn­ina til þess að hjálpa okkur til að sjá jafn­vel hvað það er, er það hraði, er það hröðun er það heml­un, erum við að nota sím­ann? Það þarf ekk­ert mikið til þess að við verðum betri öku­menn,“ segir hann.Verð trygg­inga geti sveifl­ast milli mán­aða

Líkt og áður segir var þessi nýja vara frá VÍS kynnt í fyrsta sinn í frétt Vísis þar sem Helgi var til við­tals. Þar var sagt frá því að þeir öku­menn sem aki var­lega geti vænst þess að verð trygg­inga þeirra lækki umtals­vert. En getur verð trygg­inga þá ekki allt eins hækkað ef ekið er óvar­lega?„Ef þú ert að keyra vel og kannski lítið einn mán­uð­inn og keyrir í næsta mán­uði meira eða af ein­hverjum ástæðum ert að keyra verr, þá getur iðgjaldið hækkað alveg eins og það getur lækk­að. Það er samt hitt sem að mér finnst mest spenn­andi við þetta, það er að vinna með þeim sem að geta bætt akst­urs­lagið sitt á mjög fók­user­aðan máta,“ svarar Helgi. Hann segir að í dag sé hámarks­verð á trygg­ingum og það verði þannig einnig fyrir fólk sem notar Öku­vísi.

Vill minnka vægi tjóna í verð­lagn­ingu

Spurður að því hvernig akst­urs­ein­kunnin eigi eftir að vega inn í verð trygg­ingar segir Helgi að það sé enn í skoð­un. Verk­efnið sé á byrj­un­ar­stigi og að end­an­leg útfærsla liggi ekki fyr­ir. Helgi segir verð­lagn­ingu trygg­inga hingað til hafa mið­ast of mikið við tjóna­sögu og þessu vill hann breyta. „Ef þú lendir í tjóni þá hækka oft iðgjöldin þín og það er það sem okkur langar til að horfa meira frá og horfa til þess hversu vel þú ert að keyra. Ef þú keyrir vel þá get­urðu alveg lent í tjóni. En við viljum verð­launa fyrir gott akst­urs­lag. Við viljum horfa til þess að það sé akst­urs­lagið frekar en tjóna­sagan sem hefur áhrif á verð trygg­ing­anna og það er það sem við erum að horfa til með þess­ari nálg­un,“ segir Helgi.Spurður að því hvað slæmir öku­menn megi þá búast við, fái þeir sér öku­vísi segir Helgi: „Mín algjöra trú er sú að það sem þeir mega búast við er að þeir verði, í sam­starfi við okk­ur, betri öku­menn.“Per­sónu­vernd upp­lýst um verk­efnið

Að sögn Helga þarf mikil vinna í verk­efn­inu að eiga sér stað áður en Öku­vísir er til­bú­inn fyrir markað sem gert er ráð fyrir að verði um ára­mót. Einn af þeim þáttum sem þarf að huga vel að er að allt sé í sam­ræmi við per­sónu­vernd­ar­lög en Helgi segir að Per­sónu­vernd sé upp­lýst um verk­efn­ið. Eitt af því sem þarf að eiga sér stað fyrir almenna útgáfu Öku­vísis sé einmitt sam­tal og sam­ráð við Per­sónu­vernd.Helgi bendir á að það sé á ábyrgð fyr­ir­tækja að starfa í sam­ræmi við per­sónu­vernd­ar­lög og að það sé ekki per­sónu­verndar að sam­þykkja til­tekna vöru. „Það er mik­il­vægt að hafa í huga að við myndum aldrei setja vöru í loftið sem ekki er í sam­ræmi við per­sónu­vernd­ar­lög­gjöf­ina. Við leggjum mikla áherslu á að eiga náið og þétt sam­tal við Per­sónu­vernd um Öku­vís­inn,“ segir hann.Sam­þykki er aðal­at­riðið að mati sér­fræð­ings

Kjarn­inn tók Hörð Helga Helga­son einnig tali en hann er lög­maður hjá Lands­lögum og sér­fræð­ingur í per­sónu­vernd. Hvað finnst honum um þessa tækni út frá sjón­ar­horni per­sónu­vernd­ar? „Eins og þessu er lýst þá stendur til að þetta verði gert á grund­velli upp­lýsts sam­þykkis hinna skráðu og það er svo sem grund­völlur sem hægt er að byggja á þegar farið er í vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga. Þá er hægt að byggja á því að hinn skráði hefur gefið sam­þykki sitt fyrir vinnsl­unni. Það mik­il­væg­asta í þessu er að hann sé vel með­vit­aður um hvaða afleið­ingar þetta getur haft og hvað það hafi í för með sér að veita slíkt sam­þykki,“ segir Hörður um mál­ið.Hörður Helgi Helgason er lögmaður hjá Landslögum og sérfræðingur í persónuvernd. Mynd: LandslögHörður segir gæta þurfi vel að skil­yrðum per­sónu­vernd­ar­laga þegar unnið er með per­sónu­upp­lýs­ingar og gögn sem safnað er saman um ein­stak­linga. „Það verður að gæta að ákveðnum skil­yrðum þegar unnið er með þau. Þannig að ef að þau skil­yrði eru upp­fyllt og sam­þykkið sem slíkt er upp­lýst, frjálst og óþvingað þá sé ég ekki í hendi mér neitt sem ætti að koma í veg fyrir þetta,“ segir hann.Tíðkast víða erlendis

Hörður segir að sam­bæri­leg þjón­usta hafi tíðkast um nokk­urt skeið erlend­is. „Meðal ann­ars innan hins evr­ópska efna­hags­svæðis sem býr við sömu per­sónu­vernd­ar­lög­gjöf eins og við. Áhyggj­urnar hafa aðal­lega lotið að þessu að fólk átti sig alveg örugg­lega á öllu því sem að fylgir, að það sé uppi á borðum hvernig farið verði með þessar upp­lýs­ingar og að því gengnu þá er í sjálfu sér í sjálfs­vald hvers og eins sett hvað hann sam­þykkir mikið af ein­hverri svona hnýsni,“ segir Hörð­ur.Herði finnst umræðan um per­sónu­vernd­ar­mál eiga það til að keyra um þver­bak. „Það er merki­legt með þessi per­sónu­vernd­ar­mál að þau ýmist springa út í mjög heitri umræðu mjög hratt og fólk verður ofboðs­lega hneyksl­að. Eða þá að því finnst eitt­hvað vera alveg sjálf­sagt. Það þarf alltaf meira og meira til þess að fólk fari í þann gír, maður er orð­inn svo dof­inn fyrir þessu. Megnið af þessu er eitt­hvað sem við erum bara farin að sam­þykkja og gefum þannig eftir af okkar einka­lífi fyrir þæg­ind­in,“ segir Hörður að lok­um.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
Kjarninn 23. október 2020
Rut Einarsdóttir
#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: Ákall fyrir alþjóðlegan stuðning
Kjarninn 23. október 2020
Sema Erla Serdar
Um lögregluna og haturstákn
Kjarninn 23. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Ísland tekið af gráa listanum
Ísland hefur verið fjarlægt af gráum lista FATF vegna úrbóta sem ráðist hefur verið í í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 23. október 2020
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag
Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.
Kjarninn 23. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar
Kjarninn 23. október 2020
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu
Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent