Enginn greindist með COVID-19 innanlands í gær, sunnudag. Alls voru 217 sýni úr fólki með einkenni tekin til greiningar í samstarfi sýkla- og veirufræðideildar Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar.
Þetta er í fyrsta sinn síðan 10. ágúst sem ekkert nýtt innanlandssmit greinist.
Tvö sýni reyndust jákvæð við landamæraskimun, en beðið er eftir því að fá niðurstöður úr mótefnamælingum. Alls voru 1.477 sýni tekin í landamæraskimun í gær.
Í fyrradag greindust tvö virk í landamæraskimun og þau voru þrjú talsins á föstudag. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu tveggja sem greindust í landamæraskimun á laugardag, samkvæmt því sem fram kemur á vefnum covid.is.
Hundrað manns eru nú einangrun á Íslandi vegna virks smits, þar af 64 sem smituðust innanlands. Alls eru 900 manns í sóttkví.