99,1 prósent Íslendinga enn berskjaldaðir fyrir veirunni

Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar sem birtist í The New England Journal of Medicine í dag benda til að 0,9 prósent Íslendinga hafi fengið COVID-19. Kári Stefánsson segir að ný bylgja myndi leggja samfélagið á hliðina.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Auglýsing

Nið­ur­stöður rann­sóknar vís­inda­manna Íslenskrar erfða­grein­ingar og sam­starfs­manna þeirra sem birt­ist í vís­inda­rit­inu The New Eng­land Journal of Med­icine í dag, benda til þess að ekki dragi úr mótefni sem mynd­ast í blóði eftir kór­ónu­veirusmit á fyrstu fjórum mán­uðum eftir sýk­ingu.



 „Á þessum átta mán­uðum sem liðnir eru frá því að þessi veira flutti sig yfir í mann­heima hefur fullt af fólki verið að gera alls konar litlar rann­sóknir á mótefnum sem og öðru,“ segir Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ingar í sam­tali við Kjarn­ann um nýju rann­sókn­ina. „Tvær af þessum rann­sóknum sögðu að mótefni byrj­uðu að minnka mjög fljót­lega. Það gerði menn áhyggju­fulla um að margir myndu sýkj­ast aft­ur. En okkar rann­sókn sýnir óyggj­andi fram á að mótefnin byrja ekki að minn­ka, að minnsta kosti ekki innan fjög­urra mán­aða. Það minnkar áhyggj­urnar af því að menn komi til með að end­ur­sýkj­ast. Þetta er mjög mik­il­vægt að vita þegar menn velta fyrir sér bólu­setn­ingum og fleiri atrið­u­m.“

Auglýsing



Alls var ski­mað fyrir mótefnum í blóði 30.576 Íslend­inga. Prófuð voru 2.102 sýni úr 1.237 Íslend­ingum sem höfðu sýkst af SAR­S-CoV-2, veirunni sem veldur COVID-19, sem tekin voru allt að fjórum mán­uðum eftir grein­ingu. Þá voru mæld mótefni hjá 4.222 ein­stak­lingum sem höfðu farið í sótt­kví og öðrum sem ekki höfðu kom­ist í tæri við veiruna svo vitað væri. 2,3 pró­sent þeirra sem höfðu farið í sótt­kví voru með mótefni og 0,3 pró­sent fólks sem ekki var vitað að hefði smit­ast eða umgeng­ist smit­aða ein­stak­linga. Mun fleiri greindust með mótefni sem voru í sótt­kví en þeir sem voru það ekki.



„Ef ein­hver lendir í sótt­kví með sýktum ein­stak­lingi í sinni fjöl­skyldu eru ofboðs­lega miklar líkur á því að menn sýkist,“ segir Kári. Um helm­ings­líkur eru á því að sýkj­ast við þær aðstæð­ur. Þær eru mun minni ef fólk er í sótt­kví vegna sýkts bekkj­ar­fé­laga, svo dæmi sé tek­ið. „Ég held að það sé mjög mik­il­vægt að ef ein­stak­lingur í fjöl­skyldu sýk­ist og aðrir í fjöl­skyld­unni eru settir í sótt­kví þá séu aðrir sem komu nálægt þessum fjöl­skyldu­með­limum líka settir í sótt­kví.“

Rannsóknin byggir á niðurstöðum úr sýnatökum og mótefnamælingum. Mynd: EPA



Kári bendir á annað sem skipti miklu máli og það er að eftir því sem fólk verður veik­ara þeim mun meira myndar það af mótefnum og eftir því sem það er eldra ger­ist slíkt hið sama. Þá hefur komið í ljós að konur mynda minna af mótefnum en karlar en þær eru ólík­legri en karlar til að veikj­ast mikið ef þær sýkj­ast.



Vís­inda­menn Íslenskrar erfða­grein­ingar álykta út frá gögnum að 0,9 pró­sent Íslend­inga hafi smit­ast af veirunni  og 91,1 smit­aðra hafi myndað mótefni, Þá hafi 44 pró­sent þeirra sem smit­uð­ust ekki fengið grein­ingu en dán­ar­tíðni sé 0,3 pró­sent. „Þetta þýðir að 99,1 pró­sent Íslend­inga eru ennþá veikir fyrir henni, hafa enga mót­stöðu gegn þess­ari veiru,“ segir Kári. „Það aftur þýðir að ef það kæmi ný, kröftug bylgja þá myndi sam­fé­lagið leggj­ast á hlið­ina.“



Miðað við þetta eru þær ráð­staf­anir sem inn­leiddar voru á landa­mærum lands­ins 18. ágúst, hin tvö­falda skimun allra ferða­manna, mjög skyn­sam­legar að mati Kára. „Þú verður ann­ars vegar að velta fyrir þér hags­munum ferða­þjón­ust­unnar og hins vegar mögu­leik­anum að geta haldið skólum opn­um, geta stundað atvinnu­greinar eins og sjáv­ar­út­veg, stundað menn­ing­ar­líf og fleira.“



Kári minnir á að það þurfi aðeins einn að kom­ast sýktur inn í landið til að koma af stað nýrri bylgju. Það hafi reynsla síð­ustu vikna sýnt okk­ur.



En vitum við á þess­ari stundu hversu lengi mótefnið mun verja okk­ur, umfram þá fjóra mán­uði sem nú hefur verið sýnt fram á?

Kári segir svo ekki vera og að ástæðan sé sú að stutt sé síðan að veiran smit­að­ist í menn. Mótefni vegna veirunnar sem olli SAR­S-far­aldr­inum árið 2003 ent­ist í 2-3 ár. „Ég held að það sé engin ástæða til að hafa gíf­ur­legar áhyggjur af end­ursmit­un. Ef þú horfir til þess að rúm­lega 25 millj­ónir manna hafa smit­ast af veirunni í heim­inum í dag. Sá hópur hlýtur að ná yfir mjög stóran hund­raðs­hluta af öllum fjöl­breyti­leika manns­ins; í hæð, þyngd, aldri, húð­lit og svo fram­veg­is. Og líka fjöl­breyti­leika þegar kemur að ónæm­is­kerf­inu. Það eru ein­hverjir ein­stak­lingar í þessum stóra hópi sem gætu sýkst tvisvar en venju­leg mann­eskja gerir það ekki.“

Kári segir mjög eðlilegt að fólk sem sýktist hafi óttast að smitast og veikjast aftur. Mynd: Bára Huld Beck

Kári segir mjög eðli­legt að fólk sem sýkt­ist hafi ótt­ast að smit­ast og veikj­ast aft­ur.  „Sér­stak­lega fólk sem orðið hefur las­ið. Það er eðli­legt að það sé kvíð­ið, það er mjög eðli­legt að veik­indin hafi fengið á það og svo eru að ber­ast fréttir af dálítið lang­vinnum eft­ir­köst­u­m.“

En nú hefur eitt mik­il­vægt púsl fund­ist: Mótefnið minnkar ekki að minnsta kosti á fyrstu fjórum mán­uð­unum sem Kári vonar að dragi úr áhyggjum ein­hverra.  

„Ég hef varið meiri­hluta ævinnar í að leita að svona púsl­u­m,“ segir Kári. Hann seg­ist hæstá­nægður með rann­sókn­ar­vinnu sinna vís­inda­manna. Hún sé mjög vönduð og að því að hann best viti ein­stök á heims­vísu.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent