Allir í framboði og kynleiðrétting hjá Miðflokknum í nýju sveitarfélagi

Kjósendur í nýju sveitarfélagi á Austurlandi ganga að kjörborðinu 19. september. Fimm listar bjóða fram krafta sína, en bæði er kosið til ellefu manna sveitarstjórnar og fjögurra heimastjórna. Athygli hefur vakið hve fáar konur eru á lista Miðflokksins.

Sólsetur við Lagarfljót á Fljótsdalshéraði.
Sólsetur við Lagarfljót á Fljótsdalshéraði.
Auglýsing

Nokkuð hallar á konur á fram­boðs­lista Mið­flokks­ins til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga í nýju sam­ein­uðu sveit­ar­fé­lagi á Aust­ur­land. Ein­ungis fimm konur eru á fram­boðs­lista flokks­ins af alls 22 fram­bjóð­end­um, en á hinum list­unum sem boðnir verða fram í kosn­ingum 19. sept­em­ber næst­kom­andi eru hlut­föll karla og kvenna á fram­boðs­listum jöfn eða því sem næst.

„Ég er að fara í kyn­skipti­að­gerð á morgun og næsti maður líka, svo við þurfum nú ekki að hafa áhyggjur af því,“ segir Þröstur Jóns­son odd­viti Mið­flokks­ins í gam­an­sömum tón við blaða­mann Kjarn­ans, spurður út í þetta. 

Í fullri alvöru við­ur­kennir hann þó að það hafi ein­fald­lega gengið illa að fá konur til þess að taka sæti á list­an­um, þrátt fyrir að allt hafi verið gert til þess fram á sein­asta dag.Þröstur Jónsson

Mögu­leg skýr­ing, segir Þröst­ur, gæti verið sú að sveit­ar­stjórn­ar­störfin í nýju sveit­ar­fé­lagi verða umfangs­meiri en í sveit­ar­fé­lög­unum sem hið nýja leysir af hólmi. Hluta­starf, en ekki bara hobbý. Fólk sem hafi hug á að taka sæti ofar­lega og reyna að velj­ast í nýja bæj­ar­stjórn sveit­ar­fé­lags­ins þurfi því að vera reiðu­búið til að gera til­fær­ingar á sínum dag­legu störfum og konur hafi síður reynst til­búnar til þess, hjá Mið­flokknum alla­vega, og bætir við að mestu skipti að hafa gott fólk á lista.

Fimm flokkar í fram­boði í frest­uðum kosn­ingum

Fram­boðs­frestur fyrir kosn­ing­arnar í nýja sveit­ar­fé­lag­inu, sem upp­runa­lega áttu að fara fram 18. apríl en var frestað vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, rann út 29. ágúst og verða alls fimm listar á kjör­seðl­in­um. 

Auk lista Mið­flokks­ins eru listar frá rík­is­stjórn­ar­flokk­unum þrem­ur, Fram­sókn­ar­flokki, Sjálf­stæð­is­flokki og Vinstri grænum og til við­bótar býður Aust­ur­list­inn fram í fyrsta skipti, en það er óháð fram­boð félags­hyggju­fólks í nýja sveit­ar­fé­lag­inu, sem orðið hefur til með sam­ein­ingu Fljóts­dals­hér­aðs, Seyð­is­fjarð­ar­kaup­stað­ar, Djúpa­vogs­hrepps og Borg­ar­fjarð­ar­hrepps.

Auglýsing

Sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans í nýju sveit­ar­fé­lagi hefur ekki mikið borið á eig­in­legri kosn­inga­bar­áttu, aug­lýs­ingum eða mál­efna­tali í sam­fé­lag­inu und­an­farnar vikur þrátt fyrir að ein­ungis 18 dagar séu í kjör­dag. Sam­komu­tak­mark­anir hafa enda verið í gildi og ekki hefur verið mælst til þess að fólk safn­ist saman eða sé að hitta aðra að nauð­synja­lausu, til dæmis á kosn­inga­skrif­stof­um.

Sveitarfélögin fjögur sem eru að sameinast umvefja Fjarðabyggð, hitt sameinaða sveitarfélagið á Mið-Austurlandi.

Flestum sem Kjarn­inn hefur rætt við ber líka saman um að helsta kosn­inga­málið verði sam­ein­ingin sjálf og fram­kvæmd henn­ar, enda verður kjör­tíma­bil fyrstu sveit­ar­stjórnar nýja sveit­ar­fé­lags­ins, sem lík­legt má telja að hljóti nafnið Múla­þing, ein­ungis fram til vors­ins 2022. 

Flokk­arnir hafa almennt lítið verið að koma stefnu­málum sínum á fram­færi við kjós­endur með beinum hætti eða minna á sig, en ein­ungis eina kosn­inga­aug­lýs­ingu sem kalla má er að finna í nýjasta tölu­blað­inu af Dag­skránni, viku­legum aug­lýs­ingapésa sem dreift er inn á heim­ili á Aust­ur­land­i. 

Þar er Mið­flokk­ur­inn með aug­lýs­ingu undir slag­orð­inu „Sveit­ar­fé­lagið allt“ en flokk­ur­inn rétt eins og fleiri flokkar hafa ekki enn kynnt heild­stæða stefnu sína. Vinstri græn eru þó und­an­tekn­ing í þessum efn­um, en mál­efna­skrá flokks­ins í nýja sveit­ar­fé­lag­inu var hægt að finna á sér­vef á vef­svæði Vinstri grænna. 

Fram­bjóð­endur flestra flokka hafa verið dug­legir að rita greinar í blöð, bæði í hér­aðs­frétta­miðl­ana Aust­ur­frétt og Aust­ur­glugg­ann og einnig í lands­dekk­andi vef­miðla, en Kjarn­anum heyr­ist að fram­boðin ætli sér að fara að koma stefnu­mál­unum betur á fram­færi á næstu dögum og vikum með kosn­inga­bæk­lingum og aug­lýs­ing­um.

Allir kosn­inga­bærir íbúar í raun í fram­boði

Það verður ekki ein­ungis kosið til sveit­ar­stjórnar í nýja sveit­ar­fé­lag­inu 19. sept­em­ber, því einnig verður kosið til fjög­urra heima­stjórna og munu umdæmi hverrar heima­stjórnar mið­ast við gömlu sveit­ar­fé­laga­mörk sveit­ar­fé­lag­anna fjög­urra.

Hver sem hefur kosn­inga­rétt í nýja sveit­ar­fé­lag­inu er í raun í fram­boði til heima­stjórnar í sínu umdæmi og er um beint per­sónu­kjör að ræða, sem eflaust verður fróð­legt í fram­kvæmd. 

Á vef nýja sveit­ar­fé­lags­ins segir að æski­legt sé að þeir sem hafi hug á því að taka sæti í heima­stjórn geri sjálfir grein fyrir því í sínu nærum­hverfi, en þar kemur jafn­framt fram að ekk­ert er því til fyr­ir­stöðu að þeir sem sitja á fram­boðs­listum til sveit­ar­stjórnar geti um leið boðið sér­stak­lega fram krafta sína í heima­stjórn og setið í báðum stjórnum á sama tíma.

Kjós­endur munu þurfa að skrá bæði fullt nafn og heim­il­is­fang fram­bjóð­enda til heima­stjórnar á kjör­seð­il­inn – og það má bara kjósa einn ein­stak­ling.

Markmiðið með heimastjórnunum er að allir fái að hafa sitt að segja. Teikning: Elín Elísabet

Tveir ein­stak­lingar verða kjörnir beinni kosn­ingu í hverja heima­stjórn og tveir til vara, alls átta manns í sveit­ar­fé­lag­inu öllu.

Þau munu starfa ásamt einum til við­bót­ar, en sá og vara­maður hans verða valdir af sveit­ar­stjórn. Mark­mið heima­stjórna er að tryggja áhrif og aðkomu heima­manna á hverjum stað að ákvörð­unum sem varða þeirra nærum­hverfi.

Sveit­ar­stjórn nýja sveit­ar­fé­lags­ins er ætlað að fela heima­stjórn­unum störf sem snúa að við­kom­andi byggða­hluta og heima­stjórnin mun geta ályktað um mál­efni byggð­ar­innar og komið málum á dag­skrá sveit­ar­stjórn­ar, en helstu verk­efni heima­stjórna eiga að snúa að deiliskipu­lags- og umhverf­is­mál­um, menn­ing­ar­mál­um, land­bún­að­ar­málum og umsögnum um stað­bundin mál­efni og leyf­is­veit­ing­ar, sam­kvæmt vef nýja sveit­ar­fé­lags­ins.

Stærsta sveit­ar­fé­lag lands­ins að flat­ar­máli

Nýtt sveit­ar­fé­lag mun lík­lega fá nafnið Múla­þing, en það nafn varð hlut­skarp­ast í ráð­gef­andi nafna­könnun á meðal íbúa fyrr á árinu. Nafnið Dreka­byggð varð þar í öðru sæti þrátt fyrir að hafa ekki blessun Örnefna­nefndar og Aust­ur­þing í því þriðja.

Að velja nýtt form­lega nafn á sveit­ar­fé­lagið er þó á meðal þess sem bíður nýrrar sveit­ar­stjórnar og verður vænt­an­lega með fyrstu verk­um. ­Rúm­lega 3.600 manns eru á kjör­skrá í nýju sveit­ar­fé­lagi, sem er það víð­femasta á land­in­u. 

Fjar­lægðir innan þess eru all­nokkrar, en 155 kíló­metra akst­urs­fjar­lægð er frá Djúpa­vogi til Borg­ar­fjarðar eystra og tekur sá rúntur á þriðju klukku­stund.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar