Erfiður pólitískur vetur framundan

Forseti ASÍ hefur töluverðar áhyggjur af því að einhvers konar jarðtengingu skorti við vinnandi fólk og almenning innan stjórnmálanna.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, segir að framundan sé erf­iður póli­tískur vet­ur. „Ég hugsa að það muni reyna mjög mikið á hug­mynda­fræði­legar stoðir flokk­anna. Á kosn­inga­vetri fara flokkar meira í kjarn­ann sinn og reyna að höfða til kjós­enda. Þetta verður auð­vitað líka mjög sér­stakur kosn­inga­vetur þar sem ekki verður kosið fyrr en í sept­em­ber á næsta ári. Hann verður mjög langur og skrít­inn.“

Þetta kom fram í ítar­legu við­tali Kjarn­ans við Drífu í síð­ustu viku. 

Stjórn­mál eru alltum­lykj­andi í sam­fé­lag­inu og telur Drífa að taka verði póli­tískar ákvarð­anir í mjög góðu sam­ráði við verka­lýðs­hreyf­ing­una – og launa­fólk í land­inu. Ekki sé nóg að hlusta á atvinnu­rek­end­ur. „Ég hef tölu­verðar áhyggjur af því að það skorti ein­hvers konar jarð­teng­ingu við vinn­andi fólk og almenn­ing. Þá teng­ingu er hægt að ná með því að tala til dæmis við okkur og önnur sam­tök.“

Auglýsing

Nokkuð hefur borið á þeim hug­myndum að ann­ars konar sam­fé­lag muni rísa með öðrum gildum eftir COVID-19 far­ald­ur­inn. En telur Drífa að betra og sterkara sam­fé­lag geti orðið að veru­leika eftir þetta ástand?

„Já, ég hef trú á því að það geti gerst. Vegna þess að stórar hug­myndir geta líka komið upp úr erf­iðu ástandi og það er ekki þannig að stór­stígar fram­kvæmdir í rétt­inda­málum almenn­ings hafi endi­lega verið í góð­æri – það hefur ekki síður verið í kreppu. En þá þarf póli­tíkin nátt­úru­lega að gera sér grein fyrir því, og hún er ekki alveg þar. Ég held að póli­tíska hug­mynda­fræðin og átökin á milli þess­ara hug­mynda­fræða muni að ein­hverju leyti draga úr mögu­leikum til þess að gera eitt­hvað stórt,“ sagði hún. 

Hægt er að lesa við­talið í heild sinni hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent