Samdráttur á kaupum atvinnuhúsnæðis en ekkert hrun í leigu

Ennþá er nokkur eftirspurn eftir leigu á avinnuhúsnæði, þrátt fyrir að minna hefur verið keypt af þeim á síðustu mánuðum. Fasteignafélög segja núverandi vanda aðeins einskorðast við ferðaþjónustu og aðila í veitingageira.

Ennþá er töluverð eftirspurn eftir leigu atvinnuhúsnæðis.
Ennþá er töluverð eftirspurn eftir leigu atvinnuhúsnæðis.
Auglýsing

Fjöldi kaup­samn­inga á atvinnu­hús­næði hefur dreg­ist saman um rúman fjórð­ung á fyrri helm­ingi árs­ins, auk þess sem verð þeirra hefur lækkað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Sam­kvæmt fast­eigna­fé­lögum er eft­ir­spurnin þó ennþá fín og er sam­drátt­ur­inn aðeins bund­inn þeim fyr­ir­tækjum sem hafa þurft að draga úr starf­semi sinni vegna sótt­varn­ar­að­gerða. 

Sam­kvæmt gögnum Þjóð­skrár um þing­lýsta kaup­samn­inga atvinnu­hús­næðis voru þeir að með­al­tali 69 á mán­uði á fyrri helm­ingi árs­ins, þar af 33 á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og 36 utan þess. Ef miðað er við sama tíma­bil í fyrra hefur þeim fækkað um 27%, en fækk­unin var svipuð bæði innan og utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. 

Meiri sam­dráttur en á íbúða­mark­aði

Sam­drátt­ur­inn á mark­aði atvinnu­hús­næðis er tölu­vert meiri en á íbúða­mark­aði, þar sem þing­lýstum kaup­samn­ingum íbúða hefur aðeins fækkað um 14% á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er mun­ur­inn ennþá meiri, þar sem fjöldi keyptra íbúða jókst á sama tíma­bili um 5%. 

Auglýsing

Hálfs árs með­al­töl kaup­samn­inga atvinnu­hús­næðis má sjá á mynd hér að neð­an. Sam­kvæmt henni hefur fjöldi kaup­samn­inga á atvinnu­hús­næði minnkað nokkuð stöðugt á höf­uð­borg­ar­svæð­inuá síð­ustu þremur árum. Ekki er að greina mikla breyt­ingu á síð­ustu sex mán­uðum á þeirri þró­un. Utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hefur þró­unin einnig verið svip­uð. 

Hér má sjá hvernig minna hefur verið keypt af atvinnuhúsnæði á síðustu árum. Heimild: Þjóðskrá.

Leigu­mark­að­ur­inn góður en teg­unda­skiptur

Sam­kvæmt fast­eigna­fé­lögum virð­ist leigu­mark­að­ur­inn á atvinnu­hús­næði þó hafa gengið ágæt­lega á síð­ustu mán­uð­um. Garðar Hannes Frið­jóns­son, for­stjóri Eikar telur sum­arið hafa verið ágætt, en þó mjög teg­unda­skipt. „Sú starf­semi sem er tengd ferða­manna­geir­anum eða verður fyrir veru­legum áhrifum vegna settra tak­markanna gengur ekki vel, en ann­ars staðar virð­ist vera nokkuð góður gangur í þjóð­fé­lag­inu almennt.” ­sagði Garðar í sam­tali við Kjarn­ann. 

Páll V. Bjarna­son, fram­kvæmda­stjóri atvinnu­hús­næðis og almenns hús­næðis hjá Reg­inn tekur í sama streng: „Eft­ir­spurn eftir hús­næði er fín, við finnum sér­stak­lega fyrir sterkri eft­ir­spurn eftir vönd­uðum skrif­stofu­rým­um. Tölu­vert hefur verið leigt út af hús­næði hjá okkur í sumar og er útleiga á pari við 2019. Vand­inn virð­ist vera fyrst og fremst hjá aðilum sem byggja afkomu sína á erlendum ferða­mönn­um.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent