Raunhæfur möguleiki á glundroða í kjölfar forsetakosninganna

Hvernig mun bandarískt samfélag dagsins í dag bregðast við ef svo fer, eins og margt bendir til, að úrslit forsetakosninganna þar í landi muni ekki liggja ljós fyrir á kosninganótt? Óhuggulegar sviðsmyndir eru fyrir hendi.

Donald Trump er þegar búinn að sá fræjum efa í huga almennings um lögmæti komandi kosninga. Hvað gerist ef niðurstaðan verður hreint ekki ljós á kosninganótt?
Donald Trump er þegar búinn að sá fræjum efa í huga almennings um lögmæti komandi kosninga. Hvað gerist ef niðurstaðan verður hreint ekki ljós á kosninganótt?
Auglýsing

Það er mögu­legt og meira að segja jafn­vel tölu­vert lík­legt, að nið­ur­stöður banda­rísku for­seta­kosn­ing­anna í ár muni ekki liggja fyrir á kosn­inga­nótt, eins og oft­ast er. Ástæðan fyrir þessu er sú að fjöldi póst­at­kvæða í þessum kosn­ingum verður miklu mun meiri en áður hefur sést, vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru.

Hawk­fish, töl­fræði­fyr­ir­tæki í eigu auð­kýf­ings­ins Mich­ael Bloomberg sem reyndi að verða for­seta­fram­bjóð­andi demókrata, hefur sett fram spá þar sem fram kemur að 40 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum í ár verði póst­at­kvæði. Þetta gæti, sam­kvæmt sviðs­mynd fyr­ir­tæk­is­ins, leitt til þess að staða Don­ald Trumps muni virð­ast sterk­ari stöðu á kosn­inga­nótt en hann er í raun, þar sem ekki verði búið að telja öll póst­at­kvæði.

Ástæðan fyrir þessu er sú að hlut­falls­lega eru stuðn­ings­menn Joe Bidens mun lík­legri til þess hafa ætlan um að kjósa með póst­at­kvæðum en stuðn­ings­menn Trumps, sam­kvæmt John Mendelsohn fram­kvæmda­stjóra Hawk­fish, sem ræddi málið í við­tali í frétta­þætti Axios á HBO-­sjón­varps­stöð­inni í síð­ustu viku.

„Við erum að hringja við­vör­un­ar­bjöll­unni og segja að þetta sé mjög raun­veru­lega mögu­legt, að töl­urnar á kosn­inga­nótt muni sýna ótrú­legan sigur Don­alds Trump,“ sagði Mendelsohn. Hann segir jafn­framt að þegar hvert eitt og ein­asta lög­mætt atkvæði hafi verið talið gæti nið­ur­stöð­urnar sýnt fram á að það sem sást á sjón­varps­skjám lands­manna á kosn­inga­nótt hafi ein­ungis verið tál­mynd. 

„Rauð tál­mynd,“ segir hann og vísar til ein­kenn­islits Repúblikana­flokks­ins.

Dæmi frá Hawk­fish

  • Sam­kvæmt einni sviðs­mynd gæti Trump verið spáð 408 kjör­mönnum á kosn­inga­nótt, gegn 130 kjör­mönnum Bidens, ef á þeim tíma­punkti væri ein­ungis búið að telja 15 pró­sent póst­at­kvæða. 
  • Þegar 75 pró­sent póst­at­kvæða hefðu verið tal­in, til dæmis fjórum dögum seinna, gæti fjöldi kjör­manna verið búinn að snú­ast Biden í hag. 
  • Þessi sviðs­mynd hefur þá loka­nið­ur­stöðu að Biden myndi vinna risa­stóran sig­ur, með 334 kjör­menn gegn 204.

Búið að tala lög­mæti kosn­ing­anna niður

Hvernig myndi banda­rískt sam­fé­lag bregð­ast við ef svo færi að for­set­inn liti út fyrir að hafa unnið kosn­inga­sigur á kosn­inga­nótt en annað kæmi í ljós nokkrum dögum seinna, þegar öll atkvæði hefðu skilað sér? 

Þetta banda­ríska sam­fé­lag er þegar klofið í herðar niður eftir póli­tískum flokkalín­um, stór hluti þess van­treystir fjöl­miðlum og það er undir stjórn for­seta sem hefur einmitt haldið því fram marg­ít­rekað að póst­kvæði muni leiða til þess að demókratar „steli kosn­ing­un­um“ og að nið­ur­stöður þeirra verði ómark­tækar vegna póst­at­kvæða. 

Auglýsing

Það er búið að sá fræjum efans, þrátt fyrir að ekk­ert sem hald­bært er í raun­veru­leik­anum bendi til þess að póst­at­kvæði auki hætt­una á kosn­inga­svindli.

Blandan er eld­fim og af þessu hafa margir áhyggj­ur, meðal ann­ars stóru tækni­fyr­ir­tæk­in, sem telja sig bera ábyrgð á því að upp­lýs­inga­óreiða á þeirra miðlum fari ekki úr bönd­unum í kringum kosn­ing­ar.

Kjarn­inn greindi frá því í lið­inni viku að Face­book ætl­aði að grípa til sér­stakra ráð­staf­ana til þess að takast á við þetta og væri meðal ann­ars komið í sér­stakt sam­starf við Reuter­s-frétta­stof­una og banda­rísk kosn­inga­yf­ir­völd til þess að tryggja að fals­fréttir um kosn­inga­nið­ur­stöð­urnar færu ekki á flug. Ef ein­hver fram­bjóð­andi eða fylk­ing reynir að lýsa yfir sigri áður en nið­ur­staðan liggur fyr­ir, þá mun Face­book merkja þá pósta sem slíka og beina not­endum sínum inn á síðu þar sem hægt er að glöggva sig á stöðu atkvæða­taln­ing­ar.

Mark Zucker­berg stofn­andi Face­book sagði við sjón­varps­þátt Axios á HBO í lok viku að það væri því miður aukin hætta á óeirðum í sam­fé­lag­inu og mik­il­vægt væri fyrir Face­book og aðra áhrifa­mikla miðla í banda­rísku sam­fé­lagi að gera sitt til þess að vekja almenn­ing til vit­undar um að það að þrátt fyrir að kosn­inga­úr­slit liggi ekki fyrir á kosn­inga­nótt, heldur kannski enn fyrr en dögum eða vikum síð­ar, þýði það ekki að það sé eitt­hvað ólög­mætt við fram­kvæmd kosn­ing­anna.

„Ég held að við þurfum að gera allt sem við getum til þess að draga úr hætt­unni á ofbeldi eða óeirðum í kringum þessar kosn­ing­ar,“ sagði Zucker­berg. Sam­kvæmt kosn­inga­lögum þurfa öll banda­rísku ríkin að vera búin að skila loka­nið­ur­stöðum þann 8. des­em­ber, rúmum mán­uði eftir kosn­ing­ar.

Biden með for­ystu í skoð­ana­könn­unum sem fyrr

Joe Biden for­seta­fram­bjóð­andi Demókra­ta­flokks­ins hefur nokkra for­ystu á Don­ald Trump sam­kvæmt skoð­ana­könn­un­um, þrátt fyrir að dregið hafi saman með þeim und­an­farna daga. 

Sam­kvæmt kosn­inga­spá Economist, þar sem nið­ur­stöður fjölda skoð­ana­kann­ana eru vegn­ar, eru sig­ur­líkur Bidens 83 pró­sent og hann með 53,9 pró­senta stuðn­ing á lands­vísu gegn 46,1 pró­senta stuðn­ingi við Trump.

Kosn­inga­spá FiveT­hir­tyEight gefur Biden 70 pró­sent sig­ur­líkur og Trump 29 pró­sent sig­ur­líkur á móti, en í töl­fræði­út­reikn­ingum sínum setur FiveT­hir­tyEight upp 40.000 sýnd­ar­kosn­ingar sem byggja á nið­ur­stöðum nýjasta sam­an­safns skoð­ana­kann­ana hverju sinni. Sam­kvæmt sam­an­tekt FiveT­hir­tyEight myndi Biden hljóta 52,5 pró­sent atkvæða­magns­ins og Trump 46,2 pró­sent.

Eftir stendur þó spurn­ingin hvenær hvaða atkvæði verða talin og hvað myndi ger­ast ef Don­ald Trump myndi lýsa yfir sigri á kosn­inga­nótt­inni eftir tæpa tvo mán­uði, þegar alls óljóst væri hvort sig­ur­inn væri í raun hans.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir að nú þurfi „að hvetja frjósemisgyðjuna til dáða“ og hækka þar með fæðingartíðni
Þingmaður Viðreisnar hvatti fólk til að ferðast í svefnherberginu á þingi í dag því velferðarsamfélagið geti ekki staðið undir sér ef fólk hættir að eignast börn. Fæðingartíðni er nú um 1,7 en þarf að vera 2,1 til að viðhalda mannfjöldanum.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að lækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent