Íslenskt nýsköpunarfyrirtæki fær 419 milljónir króna í fjármögnun frá Kísildalnum

Gagnastjórnunarfyrirtækið Avo, sem stofnað var af tveimur fyrrum starfsmönnum Plain Vanilla, fékk stóra fjármögnun frá fjárfestingasjóðum úr Kísildalnum.

Stofnendur Avo, Stefanía Ólafsdóttir og Sölvi Logason.
Stofnendur Avo, Stefanía Ólafsdóttir og Sölvi Logason.
Auglýsing

Sprota­fyr­ir­tækið Avo, sem sér­hæfir sig í gagna­stjórnun fyr­ir­tækja, hefur tryggt sér fjár­mögnun að and­virði 419 millj­óna króna frá fjár­festa­hópi úr Kís­ildaln­um. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu fyrr í dag. 

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er fjár­festa­hóp­ur­inn leiddur af banda­ríska vís­i­sjóðnum GGV Capital, sem sér­hæfir sig í fjár­fest­ingum í nýsköpun á ýmsum þró­un­ar­stigum fyr­ir­tækja og stýrir um sex millj­örðum dala, sem sam­svarar 840 millj­örðum króna.

Sjóð­irnir Hea­vybit og Y comb­inator tóku einnig þátt í fjár­fest­ing­unni. Hea­vybit sér­hæfir sig í að fjár­festa í for­rit­ara­lausnum, en Y Comb­inator er nýsköp­un­ar­hrað­all sem hefur fjár­fest í Air­bnb, Stripe og Drop­box. 

Auglýsing

Einnig tóku íslensku fjár­fest­inga­sjóð­irnir Brunnur og Crowberry þátt í fjár­mögn­unni, auk ann­arra fjár­festa úr Kís­ildaln­um. 

Avo er sprota­fyr­ir­tæki sem var stofnað árið 2018 af Stef­aníu Bjarn­eyju Ólafs­dóttur og Sölva Loga­syni, en þau unnu bæði hjá íslenska tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­inu Plain Vanilla Games við gerð leikj­ar­ins QuizUp. Fyr­ir­tækið sér­hæfir sig í skipu­legg­ingu, skrán­ingu og stjórnun gagna fyrir fyr­ir­tæki. Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni sam­þætt­ist AVO við önnur grein­ing­ar­tól sem fyr­ir­tæki eru þegar með í notk­un, „svo að teymi geti gefið vörur sínar hraðar út án þess að fórna gagna­gæð­un­um.”Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent