Stefanía ráðin til Eyrir Venture Management

Stefanía Guðrún Halldórsdóttir hefur verið ráðin til Eyrir Venture Management til þess að leiða nýjan vísisjóð sem Eyrir er að hleypa af stokkunum, Eyrir Sprotar II.

Stefanía G. Halldórsdóttir.
Stefanía G. Halldórsdóttir.
Auglýsing

Stef­anía Guð­rún Hall­dórs­dóttir hefur verið ráðin til Eyrir Venture Mana­gement til þess að leiða nýjan vís­i­sjóð sem Eyrir er að hleypa af stokk­un­um, Eyrir Sprotar II. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu, sem rekur vís­i­sjóð­inn Eyrir Sprotar ásamt því að ann­ast allar sprota­fjár­fest­ingar Eyrir Invest. 

Vís­i­sjóð­ur­inn sem Stef­anía mun stýra mun sér­hæfa sig í að styðja við upp­bygg­ing­ar­ferli íslenskra sprota­fyr­ir­tækja.

„Ég er afskap­lega spennt fyrir því að efla og vinna að fram­gangi  nýsköp­unar og frum­kvöðla­starfs á Íslandi. Eyrir hefur verið í far­ar­broddi í fjár­fest­ingum í nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum hér­lendis og ég von­ast til þess að geta lagt mitt af mörkum til þess að þau verk­efni og ný tæki­færi njóti fram­gangs og vel­gengn­i“, er haft eftir Stef­aníu Guð­rúnu í frétta­til­kynn­ingu.

Auglýsing

Stef­anía Guð­rún kemur til Eyrir Venture Mana­gement frá Lands­virkjun þar sem hún hefur und­an­farin ár gegnt stöðu fram­kvæmda­stjóra mark­aðs- og við­skipta­þró­un­ar­sviðs. Áður starf­aði Stef­anía hjá CCP Games í átta ár, síð­ast sem fram­kvæmda­stjóri CCP á Íslandi og þar áður sem yfir­þró­un­ar­stjóri CCP í Shang­hai í Kína og þró­un­ar­stjóri á Ísland­i. 

Stef­anía er með M.Sc. í umhverf­is­fræði frá tölvu­fræðiskor og B.Sc. í land­fræði frá Háskóla Íslands. Stef­anía er gift Snorra Árna­syni, verk­fræð­ingi, og eiga þau þrjú börn.

Ingvar og Sig­ur­lína einnig til liðs við Eyri

Auk Stef­aníu hafa Ingvar Pét­urs­son og Sig­ur­lína Ingv­ars­dóttir nýverið gengið til liðs við Eyrir Venture Mana­gement. Þau taka sæti í fjár­fest­ing­ar­ráði og stjórn hins nýja vís­i­sjóðs sem verið er að setja á fót.

Ingvar býr að ára­tuga reynslu sem stjórn­andi í alþjóð­legum tækni­fyr­ir­tækjum og starf­aði síð­ast sem fram­kvæmda­stjóri fjár­mála hjá Nin­tendo.

Sig­ur­lína er marg­reyndur stjórn­andi úr tölvu­leikja­iðn­aði á alþjóða­vísu. Hún starfar í dag sem fram­leið­andi hjá Bon­fire Studios í Banda­ríkj­un­um, en hefur einnig meðal ann­ars verið yfir­fram­leið­andi hjá FIFA í þró­un­arteymi Elect­ronic Arts.

Einnig hefur Magnús Hall­dórs­son, einn stofn­enda Kjarn­ans, starfað með Eyrir Venture Mana­gement frá því snemma á árinu. Hann er búsettur í Seattle og starfar að því að opna og styrkja sam­töl við erlenda fjár­festa með margs kon­ar ­sam­starf í huga.

„Það er mik­ill liðs­styrkur fólg­inn í því að fá þetta öfl­uga og reynslu­mikla fólk til liðs við okk­ur“, segir Örn Valdi­mars­son, fram­kvæmda­stjóri Eyrir Venture Mana­gement, í frétta­til­kynn­ing­unni.

„Við bjóðum þetta öfl­uga fólk vel­komið til starfa og væntum mjög mik­ils af þeim í fram­tíð­inni. Tæki­færin eru mörg og verið er að byggja upp fjöl­mörg áhuga­verð fyr­ir­tæki með þátt­töku Eyrir Venture Mana­gement og nýta þannig þá reynslu sem við höfum fengið í gegnum Eyrir Invest og virka aðkomu okkar að upp­bygg­ingu Mar­el, Öss­urar og fleiri fyr­ir­tækja,“ segir Þórður Magn­ús­son, stjórn­ar­for­maður Eyrir Venture Mana­gement. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
Kjarninn 23. október 2020
Rut Einarsdóttir
#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: Ákall fyrir alþjóðlegan stuðning
Kjarninn 23. október 2020
Sema Erla Serdar
Um lögregluna og haturstákn
Kjarninn 23. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Ísland tekið af gráa listanum
Ísland hefur verið fjarlægt af gráum lista FATF vegna úrbóta sem ráðist hefur verið í í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 23. október 2020
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag
Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.
Kjarninn 23. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar
Kjarninn 23. október 2020
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu
Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent