Búið að endurgreiða um tólf milljarða króna vegna „Allir vinna“

Ein af neyðaraðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 var að hækka endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu ýmissa iðnaðarmanna úr 60 í 100 prósent. Það hefur skilað því að endurgreiðsluumsóknir hafa meira en fjórfaldast.

Eftirspurn eftir vinnu iðnaðarmanna hefur aukist vegna hækkunar á endurgreiðsluhlutfalli virðisaukaskatts af vinnu þeirra.
Eftirspurn eftir vinnu iðnaðarmanna hefur aukist vegna hækkunar á endurgreiðsluhlutfalli virðisaukaskatts af vinnu þeirra.
Auglýsing

Meðal þeirra ráð­staf­ana sem stjórn­­völd gripu til í kjöl­far COVID-19 far­ald­urs­ins var að hækka end­­ur­greiðslu virð­is­auka­skatts tíma­bundið úr 60 pró­­sentum upp í 100 pró­­sent vegna ofan­greinds. Sú hækkun gildir sem stendur frá 1. mars og út þetta ár og það hefur skilað þess­ari miklu aukn­ingu á end­ur­greiðsl­um.

Þetta felur í sér að virð­is­auka­skattur af vinnu iðn­að­ar­manna er í raun afnumin tíma­bund­ið, og hún verður þar af leið­andi mun ódýr­ari að kaupa án þess að það hafi áhrif á tekjur iðn­að­ar­manna. Sá aðili sem gefur eftir tekj­urnar er rík­is­sjóð­ur.

Hann hefur end­ur­greitt alls ríf­lega tólf millj­arða króna vegna end­ur­greiðslu­beiðna á virð­is­auka­skatti vegna nýbygg­ingar eða end­ur­bóta á íbúð­ar­hús­næði, bíla­við­gerða, heim­il­is­hjálpar eða -þrifa það sem af er ári. 

Auglýsing
Frá þessu er greint á vef fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins þar sem reglu­lega eru birtar upp­færðar tölur yfir stöðu þeirra efna­hags­að­gerða sem gripið var til vegna COVID-19 far­ald­urs­ins.

Fjór­fald­ast milli ára

Kjarn­inn greindi frá því í síð­asta mán­uði að frá því í jan­úar 2020 hafi borist rúm­­lega 18.500 end­­ur­greiðslu­beiðnir vegna allra end­­ur­greiðslu­þátta. Í fyrra hafi 6.340 end­­ur­greiðslu­beiðnir borist Skatt­inum frá 1. jan­úar út ágúst. 

Ef litið var til þrengra tíma­bils, þá hafði Skatt­inum borist rúm­­lega 14 þús­und umsóknir um end­­ur­greiðslur af ýmsu tagi frá því í maí. Í fyrra nam fjöldi end­­ur­greiðslu­beiðna frá maí til og með ágúst um 3.500. Fjöldi umsókna hafði því fjór­fald­­ast á milli ára á tíma­bil­inu. Allt bendir til þess að sú aukn­ing hafi haldið áfram í sept­em­ber.

Um­sóknum frá ein­stak­lingum vegna end­ur­bóta á íbúð­ar­hús­næði hefur fjölgað mest, og eru kostn­að­ar­samast­ar. Í ágúst­lok hafði Skatt­inum borist um 12 þús­und slíkar umsóknir frá upp­hafi árs, og þar af um átta þús­und frá 1. maí síð­ast­liðn­um. ­Vegna heim­il­is­að­stoðar og reglu­legrar umhirðu hús­næðis hafa Skatt­inum nú borist rúm­lega eitt þús­und umsókn­ir. Vegna bíla­við­gerða hafa borist um 4.900 end­ur­greiðslu­um­sókn­ir. 

Vert er að taka fram að end­ur­greiðslu­beiðni getur verið vegna verks sem fram­kvæmt var á síð­asta ári, þótt hún ber­ist í ár. Ein­ungis þau verk sem fram­kvæmd eru eftir 1. mars njóta 100 pró­sent end­ur­greiðslu.

Vill að úrræðið sé fram­lengt

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins, sagði í við­tali við Kjarn­ann sem birt­ist í síð­ustu viku að átak­ið, sem gengur alla jafna undir nafn­inu „Allir vinna“, hafi verið ein­stak­lega vel heppn­að. „Það dregur úr svartri atvinnu­starf­semi sem er mjög jákvætt og skapar hvata til umsvifa. Þetta hefur sann­ar­lega skilað góðum árangri, við finnum það á sam­tölum við okkar félags­menn að það er mjög mikið að gera – það er mjög mikið að gera til ára­móta, þegar úrræðið fellur úr gild­i.“ 

Hann sagði það blasa við að það yrði að fram­lengja úrræði „að minnsta kosti út næsta ár ef vel á að ver­a.“ 

Sig­urður sagð­ist þó hafa skiln­ing á því að stjórn­völd hafi ákveðið að hafa úrræðið svona tíma­bundið til að byrja með, til að skapa rétta hvata til að ráð­ast í fram­kvæmd­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent