Búið að endurgreiða um tólf milljarða króna vegna „Allir vinna“

Ein af neyðaraðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 var að hækka endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu ýmissa iðnaðarmanna úr 60 í 100 prósent. Það hefur skilað því að endurgreiðsluumsóknir hafa meira en fjórfaldast.

Eftirspurn eftir vinnu iðnaðarmanna hefur aukist vegna hækkunar á endurgreiðsluhlutfalli virðisaukaskatts af vinnu þeirra.
Eftirspurn eftir vinnu iðnaðarmanna hefur aukist vegna hækkunar á endurgreiðsluhlutfalli virðisaukaskatts af vinnu þeirra.
Auglýsing

Meðal þeirra ráð­staf­ana sem stjórn­­völd gripu til í kjöl­far COVID-19 far­ald­urs­ins var að hækka end­­ur­greiðslu virð­is­auka­skatts tíma­bundið úr 60 pró­­sentum upp í 100 pró­­sent vegna ofan­greinds. Sú hækkun gildir sem stendur frá 1. mars og út þetta ár og það hefur skilað þess­ari miklu aukn­ingu á end­ur­greiðsl­um.

Þetta felur í sér að virð­is­auka­skattur af vinnu iðn­að­ar­manna er í raun afnumin tíma­bund­ið, og hún verður þar af leið­andi mun ódýr­ari að kaupa án þess að það hafi áhrif á tekjur iðn­að­ar­manna. Sá aðili sem gefur eftir tekj­urnar er rík­is­sjóð­ur.

Hann hefur end­ur­greitt alls ríf­lega tólf millj­arða króna vegna end­ur­greiðslu­beiðna á virð­is­auka­skatti vegna nýbygg­ingar eða end­ur­bóta á íbúð­ar­hús­næði, bíla­við­gerða, heim­il­is­hjálpar eða -þrifa það sem af er ári. 

Auglýsing
Frá þessu er greint á vef fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins þar sem reglu­lega eru birtar upp­færðar tölur yfir stöðu þeirra efna­hags­að­gerða sem gripið var til vegna COVID-19 far­ald­urs­ins.

Fjór­fald­ast milli ára

Kjarn­inn greindi frá því í síð­asta mán­uði að frá því í jan­úar 2020 hafi borist rúm­­lega 18.500 end­­ur­greiðslu­beiðnir vegna allra end­­ur­greiðslu­þátta. Í fyrra hafi 6.340 end­­ur­greiðslu­beiðnir borist Skatt­inum frá 1. jan­úar út ágúst. 

Ef litið var til þrengra tíma­bils, þá hafði Skatt­inum borist rúm­­lega 14 þús­und umsóknir um end­­ur­greiðslur af ýmsu tagi frá því í maí. Í fyrra nam fjöldi end­­ur­greiðslu­beiðna frá maí til og með ágúst um 3.500. Fjöldi umsókna hafði því fjór­fald­­ast á milli ára á tíma­bil­inu. Allt bendir til þess að sú aukn­ing hafi haldið áfram í sept­em­ber.

Um­sóknum frá ein­stak­lingum vegna end­ur­bóta á íbúð­ar­hús­næði hefur fjölgað mest, og eru kostn­að­ar­samast­ar. Í ágúst­lok hafði Skatt­inum borist um 12 þús­und slíkar umsóknir frá upp­hafi árs, og þar af um átta þús­und frá 1. maí síð­ast­liðn­um. ­Vegna heim­il­is­að­stoðar og reglu­legrar umhirðu hús­næðis hafa Skatt­inum nú borist rúm­lega eitt þús­und umsókn­ir. Vegna bíla­við­gerða hafa borist um 4.900 end­ur­greiðslu­um­sókn­ir. 

Vert er að taka fram að end­ur­greiðslu­beiðni getur verið vegna verks sem fram­kvæmt var á síð­asta ári, þótt hún ber­ist í ár. Ein­ungis þau verk sem fram­kvæmd eru eftir 1. mars njóta 100 pró­sent end­ur­greiðslu.

Vill að úrræðið sé fram­lengt

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins, sagði í við­tali við Kjarn­ann sem birt­ist í síð­ustu viku að átak­ið, sem gengur alla jafna undir nafn­inu „Allir vinna“, hafi verið ein­stak­lega vel heppn­að. „Það dregur úr svartri atvinnu­starf­semi sem er mjög jákvætt og skapar hvata til umsvifa. Þetta hefur sann­ar­lega skilað góðum árangri, við finnum það á sam­tölum við okkar félags­menn að það er mjög mikið að gera – það er mjög mikið að gera til ára­móta, þegar úrræðið fellur úr gild­i.“ 

Hann sagði það blasa við að það yrði að fram­lengja úrræði „að minnsta kosti út næsta ár ef vel á að ver­a.“ 

Sig­urður sagð­ist þó hafa skiln­ing á því að stjórn­völd hafi ákveðið að hafa úrræðið svona tíma­bundið til að byrja með, til að skapa rétta hvata til að ráð­ast í fram­kvæmd­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent