Búið að endurgreiða um tólf milljarða króna vegna „Allir vinna“

Ein af neyðaraðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 var að hækka endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu ýmissa iðnaðarmanna úr 60 í 100 prósent. Það hefur skilað því að endurgreiðsluumsóknir hafa meira en fjórfaldast.

Eftirspurn eftir vinnu iðnaðarmanna hefur aukist vegna hækkunar á endurgreiðsluhlutfalli virðisaukaskatts af vinnu þeirra.
Eftirspurn eftir vinnu iðnaðarmanna hefur aukist vegna hækkunar á endurgreiðsluhlutfalli virðisaukaskatts af vinnu þeirra.
Auglýsing

Meðal þeirra ráð­staf­ana sem stjórn­­völd gripu til í kjöl­far COVID-19 far­ald­urs­ins var að hækka end­­ur­greiðslu virð­is­auka­skatts tíma­bundið úr 60 pró­­sentum upp í 100 pró­­sent vegna ofan­greinds. Sú hækkun gildir sem stendur frá 1. mars og út þetta ár og það hefur skilað þess­ari miklu aukn­ingu á end­ur­greiðsl­um.

Þetta felur í sér að virð­is­auka­skattur af vinnu iðn­að­ar­manna er í raun afnumin tíma­bund­ið, og hún verður þar af leið­andi mun ódýr­ari að kaupa án þess að það hafi áhrif á tekjur iðn­að­ar­manna. Sá aðili sem gefur eftir tekj­urnar er rík­is­sjóð­ur.

Hann hefur end­ur­greitt alls ríf­lega tólf millj­arða króna vegna end­ur­greiðslu­beiðna á virð­is­auka­skatti vegna nýbygg­ingar eða end­ur­bóta á íbúð­ar­hús­næði, bíla­við­gerða, heim­il­is­hjálpar eða -þrifa það sem af er ári. 

Auglýsing
Frá þessu er greint á vef fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins þar sem reglu­lega eru birtar upp­færðar tölur yfir stöðu þeirra efna­hags­að­gerða sem gripið var til vegna COVID-19 far­ald­urs­ins.

Fjór­fald­ast milli ára

Kjarn­inn greindi frá því í síð­asta mán­uði að frá því í jan­úar 2020 hafi borist rúm­­lega 18.500 end­­ur­greiðslu­beiðnir vegna allra end­­ur­greiðslu­þátta. Í fyrra hafi 6.340 end­­ur­greiðslu­beiðnir borist Skatt­inum frá 1. jan­úar út ágúst. 

Ef litið var til þrengra tíma­bils, þá hafði Skatt­inum borist rúm­­lega 14 þús­und umsóknir um end­­ur­greiðslur af ýmsu tagi frá því í maí. Í fyrra nam fjöldi end­­ur­greiðslu­beiðna frá maí til og með ágúst um 3.500. Fjöldi umsókna hafði því fjór­fald­­ast á milli ára á tíma­bil­inu. Allt bendir til þess að sú aukn­ing hafi haldið áfram í sept­em­ber.

Um­sóknum frá ein­stak­lingum vegna end­ur­bóta á íbúð­ar­hús­næði hefur fjölgað mest, og eru kostn­að­ar­samast­ar. Í ágúst­lok hafði Skatt­inum borist um 12 þús­und slíkar umsóknir frá upp­hafi árs, og þar af um átta þús­und frá 1. maí síð­ast­liðn­um. ­Vegna heim­il­is­að­stoðar og reglu­legrar umhirðu hús­næðis hafa Skatt­inum nú borist rúm­lega eitt þús­und umsókn­ir. Vegna bíla­við­gerða hafa borist um 4.900 end­ur­greiðslu­um­sókn­ir. 

Vert er að taka fram að end­ur­greiðslu­beiðni getur verið vegna verks sem fram­kvæmt var á síð­asta ári, þótt hún ber­ist í ár. Ein­ungis þau verk sem fram­kvæmd eru eftir 1. mars njóta 100 pró­sent end­ur­greiðslu.

Vill að úrræðið sé fram­lengt

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins, sagði í við­tali við Kjarn­ann sem birt­ist í síð­ustu viku að átak­ið, sem gengur alla jafna undir nafn­inu „Allir vinna“, hafi verið ein­stak­lega vel heppn­að. „Það dregur úr svartri atvinnu­starf­semi sem er mjög jákvætt og skapar hvata til umsvifa. Þetta hefur sann­ar­lega skilað góðum árangri, við finnum það á sam­tölum við okkar félags­menn að það er mjög mikið að gera – það er mjög mikið að gera til ára­móta, þegar úrræðið fellur úr gild­i.“ 

Hann sagði það blasa við að það yrði að fram­lengja úrræði „að minnsta kosti út næsta ár ef vel á að ver­a.“ 

Sig­urður sagð­ist þó hafa skiln­ing á því að stjórn­völd hafi ákveðið að hafa úrræðið svona tíma­bundið til að byrja með, til að skapa rétta hvata til að ráð­ast í fram­kvæmd­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins
Kjarninn 21. janúar 2021
Leið evrópskra fótboltamanna til Englands þrengdist vegna Brexit
Frjálst flæði evrópsks vinnuafls til Bretlands heyrir sögunni til. Það á einnig við um fótboltamenn, sem nú þurfa að uppfylla ákveðnar gæðakröfur til að fá atvinnuleyfi. Leið ungra leikmanna til Englands er orðin þrengri. Kjarninn rýndi í breytingarnar.
Kjarninn 21. janúar 2021
Haukur V. Alfreðsson
Læsi og lífsgæði
Kjarninn 21. janúar 2021
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
Kjarninn 21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent