Samtök atvinnulífsins telja forsendur lífskjarasamingsins brostnar og vill að verkalýðshreyfingin aðlagi hann að breyttri stöðu efnahagsmála. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem finna má á vef SA.
Samkvæmt tilkynningunni var spáð 10,2 prósenta samfelldum hagvexti skömmu út samningstíma Lífskjarasamningsins skömmu fyrir gerð hans, en nú sé gert ráð fyrir 0,8 prósenta vexti á sama tímabili. Samtökin telja að ekki séu nægir fjármunir til staðar hjá fyrirtækjum til að efna umsamdar launahækkanir í þessu ástandi.
SA leggur til nokkrar leiðir fyrir verkalýðshreyfinguna til að komast til móts við fyrirtækin svo að samningnum verði ekki rift, en þær fela í sér frestun umsamdra launahækkana og lengingu samningstímans sem því nemur, tímabundinni lækkun á framlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóð, eða tímabundinni frestun á endurskoðun kjarasamninganna.
Samtökin segja að ASÍ hafi hafnað öllum ofangreindum tillögum á formannafundi fyrr í vikunni. Enn fremur segist SA hafa heimild til að segja þessum kjarasamningum upp um komandi mánaðarmót, komi verkalýðshreyfingin ekki til móts við atvinnulífið.