Hagstofan spáir mesta samdrætti í heila öld – 30 prósent samdráttur í útflutningi

Hagstofa Íslands spáir því að hagkerfið taki við sér á næsta ári og að þá verði hagvöxtur upp á 3,9 prósent. Verbólguhorfur hafa versnað og nú er gert ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali yfir markmiði út næsta ár.

Útflutningur dregst verulega saman á milli ára. Þar skiptir mestu máli að ferðaþjónusta er nær lömuð sem stendur. Kórónuveiran gerir það að verkum að fáir heimsækja Ísland.
Útflutningur dregst verulega saman á milli ára. Þar skiptir mestu máli að ferðaþjónusta er nær lömuð sem stendur. Kórónuveiran gerir það að verkum að fáir heimsækja Ísland.
Auglýsing

Horfur eru á því að lands­fram­leiðsla drag­ist saman um 7,6 pró­sent í ár, sam­kvæmt nýrri þjóð­hags­spá Hag­stofu Íslands, sem birt var í dag. Þar er gert ráð fyrir því að hag­kerfið taki aftur við sér á næsta ári og að þá verði hag­vöxtur 3,9 pró­sent. 

Ástæða þessa blasir við flest­um, kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur haft víð­tæk áhrif á íslenska hag­kerf­ið. Áhrifin eru mest á ferða­þjón­ustu, sem hefur nán­ast lamast, og atvinnu­leysi hefur auk­ist hratt. Vinnu­mála­stofnun spáir því að það verði komið í 10,2 pró­sent í lok októ­ber og almennt atvinnu­leysi stefnir í að verða jafn mikið og það var í kjöl­far banka­hruns­ins.

Í þjóð­hags­spánni segir að útlit sé fyrir að einka­neysla muni drag­ast saman um fimm pró­sent í ár og að þjóð­ar­út­gjöld muni drag­ast saman um 3,6 pró­sent. Árið 2021 sé þó gert ráð fyrir að einka­neysla taki við sér á ný og auk­ist um 4,2 pró­sent, 3,3 pró­sent árið 2022 en auk­ist að með­al­tali um 2,5 pró­sent eftir það. 

Sam­kvæmt spánni eykst sam­neysla um 2,8 pró­sent í ár og í kringum 1,8 pró­sent út spá­tím­ann. „Fjár­fest­ing dregst saman um 8,9 pró­sent í ár þrátt fyrir umtals­verðan vöxt opin­berrar fjár­fest­ing­ar. Á næsta ári er reiknað með 5,5 pró­sent vexti fjár­fest­ing­ar, einkum vegna bata í atvinnu­vega­fjár­fest­ingu. Spáð er hóf­legum vexti fjár­fest­ingar á næstu árum eftir það. Fram­lag utan­rík­is­við­skipta til hag­vaxtar verður nei­kvætt um rúm 4 pró­sent en reiknað er með að útflutn­ingur drag­ist saman um 30 pró­sent í ár. Á næsta ári er gert ráð fyrir um 17 pró­sent útflutn­ings­vexti sam­hliða bata í ferða­þjón­ustu. Þrátt fyrir mik­inn sam­drátt útflutn­ings hefur inn­flutn­ingur einnig minnkað veru­lega og því útlit fyrir að við­skipta­af­gangur verði 1,8 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu í ár og að hann hald­ist jákvæður á spá­tím­an­um.“

Halli á rík­is­sjóði 100 millj­arðar á fyrri hluta árs

Í spánni er einnig farið yfir áhrif kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins á afkomu hins opin­bera, sem hefur þurft að stofna til nýrra útgjalda til að mæta áhrifum hans á sama tíma og tekjur hafa dreg­ist sam­an. 

Auglýsing
Þar segir að það sem af sé ári sé áætlað að afkoman hafi verið nei­kvæð um 78 millj­arða króna á öðrum árs­fjórð­ungi, eða sem nemur um 11 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu fjórð­ungs­ins. „Áætlað er að upp­safn­aður halli rík­is­sjóðs á fyrri hluta árs nemi um 100 millj­örðum króna, en í nýsam­þykktum breyt­ingum á fjár­mála­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar er gert ráð fyrir að halli rík­is­sjóðs fari ekki yfir 11 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu í ár eða sem nemur rúm­lega 300 millj­örðum króna. Gert er ráð fyrir að sam­neysla auk­ist um 2,8 pró­sent í ár og að hlutur hennar í vergri lands­fram­leiðslu auk­ist en þar gætir áhrifa vax­andi sam­neyslu á sama tíma og lands­fram­leiðslan dregst sam­an.“

Fjöl­mörg fyr­ir­tæki hafa einnig orðið fyrir veru­legu tekju­falli vegna far­ald­urs­ins og áfram­hald­andi óvissa hefur raskað fjár­fest­ing­ar­á­form­um. Í spánni segir að í ár séu horfur á að atvinnu­vega­fjár­fest­ing drag­ist saman um 12,6 pró­sent og nær sam­drátt­ur­inn til flestra þátta að frá­töldum skipum og flug­vél­um, en án þeirra liða er sam­drátt­ur­inn tæp­lega 18 pró­sent. Árið 2021 er reiknað með að fjár­fest­ing atvinnu­vega auk­ist um 8,2 pró­sent frá fyrra ári og nái sér að hluta til á strik­.“ 

Íbúða­fjár­fest­ing hefur vaxið mikið síð­ast­liðin fjögur ár og náði vöxt­ur­inn hámarki í fyrra þegar hún jókst um rúm­lega 31 pró­sent. Í ár hefur orðið við­snún­ingur og mæld­ist rúm­lega 14 pró­sent sam­dráttur á fyrra hluta árs­ins. Útlit er fyrir að sam­dráttur á seinni hluta árs­ins verði svip­aður og að hann teygi sig yfir á næsta ár. 

30 pró­sent sam­dráttur í útflutn­ingi

Sam­kvæmt spánni er talið að útflutn­ingur drag­ist saman um 30 pró­sent í ár sem megi að stærstum hluta rekja til hruns í komum ferða­manna og áhrif­anna sem það hefur á þjón­ustu­út­flutn­ing, en einnig til sam­dráttar í útflutn­ingi sjáv­ar­af­urða, áls og ann­arra vara. „Á næsta ári er búist við um 17 pró­sent bata vegna fjölg­unar ferða­manna, aukn­ingu í útflutn­ingi sjáv­ar­af­urða og bata í öðrum vöru­út­flutn­ingi. Gert er ráð fyrir tölu­verðum vexti útflutn­ings út spá­tím­ann þar sem ferða­þjón­ustan nær fyrri styrk.“

Verð­bólgu­horfur hafa versnað vegna veik­ingu á gengi krón­unnar frá því í sum­ar. Nú telur Hag­stofan að útlit sé fyrir að verð­bólga verði um 2,8 pró­sent að með­al­tali á árinu. Árið 2021 er svo gert ráð fyrir að verð­bólga verði 2,7 pró­sent en eftir það dragi úr verð­bólgu og að hún nálgist 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­mið Seðla­banka Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent