Hagstofan spáir mesta samdrætti í heila öld – 30 prósent samdráttur í útflutningi

Hagstofa Íslands spáir því að hagkerfið taki við sér á næsta ári og að þá verði hagvöxtur upp á 3,9 prósent. Verbólguhorfur hafa versnað og nú er gert ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali yfir markmiði út næsta ár.

Útflutningur dregst verulega saman á milli ára. Þar skiptir mestu máli að ferðaþjónusta er nær lömuð sem stendur. Kórónuveiran gerir það að verkum að fáir heimsækja Ísland.
Útflutningur dregst verulega saman á milli ára. Þar skiptir mestu máli að ferðaþjónusta er nær lömuð sem stendur. Kórónuveiran gerir það að verkum að fáir heimsækja Ísland.
Auglýsing

Horfur eru á því að lands­fram­leiðsla drag­ist saman um 7,6 pró­sent í ár, sam­kvæmt nýrri þjóð­hags­spá Hag­stofu Íslands, sem birt var í dag. Þar er gert ráð fyrir því að hag­kerfið taki aftur við sér á næsta ári og að þá verði hag­vöxtur 3,9 pró­sent. 

Ástæða þessa blasir við flest­um, kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur haft víð­tæk áhrif á íslenska hag­kerf­ið. Áhrifin eru mest á ferða­þjón­ustu, sem hefur nán­ast lamast, og atvinnu­leysi hefur auk­ist hratt. Vinnu­mála­stofnun spáir því að það verði komið í 10,2 pró­sent í lok októ­ber og almennt atvinnu­leysi stefnir í að verða jafn mikið og það var í kjöl­far banka­hruns­ins.

Í þjóð­hags­spánni segir að útlit sé fyrir að einka­neysla muni drag­ast saman um fimm pró­sent í ár og að þjóð­ar­út­gjöld muni drag­ast saman um 3,6 pró­sent. Árið 2021 sé þó gert ráð fyrir að einka­neysla taki við sér á ný og auk­ist um 4,2 pró­sent, 3,3 pró­sent árið 2022 en auk­ist að með­al­tali um 2,5 pró­sent eftir það. 

Sam­kvæmt spánni eykst sam­neysla um 2,8 pró­sent í ár og í kringum 1,8 pró­sent út spá­tím­ann. „Fjár­fest­ing dregst saman um 8,9 pró­sent í ár þrátt fyrir umtals­verðan vöxt opin­berrar fjár­fest­ing­ar. Á næsta ári er reiknað með 5,5 pró­sent vexti fjár­fest­ing­ar, einkum vegna bata í atvinnu­vega­fjár­fest­ingu. Spáð er hóf­legum vexti fjár­fest­ingar á næstu árum eftir það. Fram­lag utan­rík­is­við­skipta til hag­vaxtar verður nei­kvætt um rúm 4 pró­sent en reiknað er með að útflutn­ingur drag­ist saman um 30 pró­sent í ár. Á næsta ári er gert ráð fyrir um 17 pró­sent útflutn­ings­vexti sam­hliða bata í ferða­þjón­ustu. Þrátt fyrir mik­inn sam­drátt útflutn­ings hefur inn­flutn­ingur einnig minnkað veru­lega og því útlit fyrir að við­skipta­af­gangur verði 1,8 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu í ár og að hann hald­ist jákvæður á spá­tím­an­um.“

Halli á rík­is­sjóði 100 millj­arðar á fyrri hluta árs

Í spánni er einnig farið yfir áhrif kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins á afkomu hins opin­bera, sem hefur þurft að stofna til nýrra útgjalda til að mæta áhrifum hans á sama tíma og tekjur hafa dreg­ist sam­an. 

Auglýsing
Þar segir að það sem af sé ári sé áætlað að afkoman hafi verið nei­kvæð um 78 millj­arða króna á öðrum árs­fjórð­ungi, eða sem nemur um 11 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu fjórð­ungs­ins. „Áætlað er að upp­safn­aður halli rík­is­sjóðs á fyrri hluta árs nemi um 100 millj­örðum króna, en í nýsam­þykktum breyt­ingum á fjár­mála­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar er gert ráð fyrir að halli rík­is­sjóðs fari ekki yfir 11 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu í ár eða sem nemur rúm­lega 300 millj­örðum króna. Gert er ráð fyrir að sam­neysla auk­ist um 2,8 pró­sent í ár og að hlutur hennar í vergri lands­fram­leiðslu auk­ist en þar gætir áhrifa vax­andi sam­neyslu á sama tíma og lands­fram­leiðslan dregst sam­an.“

Fjöl­mörg fyr­ir­tæki hafa einnig orðið fyrir veru­legu tekju­falli vegna far­ald­urs­ins og áfram­hald­andi óvissa hefur raskað fjár­fest­ing­ar­á­form­um. Í spánni segir að í ár séu horfur á að atvinnu­vega­fjár­fest­ing drag­ist saman um 12,6 pró­sent og nær sam­drátt­ur­inn til flestra þátta að frá­töldum skipum og flug­vél­um, en án þeirra liða er sam­drátt­ur­inn tæp­lega 18 pró­sent. Árið 2021 er reiknað með að fjár­fest­ing atvinnu­vega auk­ist um 8,2 pró­sent frá fyrra ári og nái sér að hluta til á strik­.“ 

Íbúða­fjár­fest­ing hefur vaxið mikið síð­ast­liðin fjögur ár og náði vöxt­ur­inn hámarki í fyrra þegar hún jókst um rúm­lega 31 pró­sent. Í ár hefur orðið við­snún­ingur og mæld­ist rúm­lega 14 pró­sent sam­dráttur á fyrra hluta árs­ins. Útlit er fyrir að sam­dráttur á seinni hluta árs­ins verði svip­aður og að hann teygi sig yfir á næsta ár. 

30 pró­sent sam­dráttur í útflutn­ingi

Sam­kvæmt spánni er talið að útflutn­ingur drag­ist saman um 30 pró­sent í ár sem megi að stærstum hluta rekja til hruns í komum ferða­manna og áhrif­anna sem það hefur á þjón­ustu­út­flutn­ing, en einnig til sam­dráttar í útflutn­ingi sjáv­ar­af­urða, áls og ann­arra vara. „Á næsta ári er búist við um 17 pró­sent bata vegna fjölg­unar ferða­manna, aukn­ingu í útflutn­ingi sjáv­ar­af­urða og bata í öðrum vöru­út­flutn­ingi. Gert er ráð fyrir tölu­verðum vexti útflutn­ings út spá­tím­ann þar sem ferða­þjón­ustan nær fyrri styrk.“

Verð­bólgu­horfur hafa versnað vegna veik­ingu á gengi krón­unnar frá því í sum­ar. Nú telur Hag­stofan að útlit sé fyrir að verð­bólga verði um 2,8 pró­sent að með­al­tali á árinu. Árið 2021 er svo gert ráð fyrir að verð­bólga verði 2,7 pró­sent en eftir það dragi úr verð­bólgu og að hún nálgist 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­mið Seðla­banka Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent