Katrín nýtur mest trausts en traust til Lilju helmingast milli ára

Þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins raða sér í þrjú efstu sætin yfir þá ráðherra sem landsmenn treysta síst. Þeim fækkar sem segjast treysta Lilju Alfreðsdóttur mest en fjölgar sem nefna Svandísi Svavarsdóttur eða Sigurð Inga Jóhannsson.

Ráðherrar í ríkisstjórn hafa verið mismunandi sýnilegir vegna COVID-19. Svandís Svavarsdóttir nýtur nú meira trausts en áður, Katrín Jakobsdóttir stendur í stað en traust til Lilju Alfreðsdóttur hefur helmingast á rúmu ári.
Ráðherrar í ríkisstjórn hafa verið mismunandi sýnilegir vegna COVID-19. Svandís Svavarsdóttir nýtur nú meira trausts en áður, Katrín Jakobsdóttir stendur í stað en traust til Lilju Alfreðsdóttur hefur helmingast á rúmu ári.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra er sá ráð­herra í rík­is­stjórn sem nýtur mest trausts, en 18,5 pró­sent kjós­enda segj­ast treysta henni, sam­kvæmt könnun sem Zenter gerði fyrir Frétta­blaðið og birt er í dag. Það er mjög sam­bæri­legt hlut­fall og treysti Katrínu best í könnun sem gerð var í júní í fyrra, þegar 18,1 pró­sent bar mest traust til for­sæt­is­ráð­herr­ann.

Sá ráð­herra sem hefur dalað mest á list­anum er Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. Hún var sá ráð­herra sem flestir treystu best þegar könn­unin var gerð í fyrra­sum­ar, en þá sögð­ust 20,5 pró­sent aðspurðra að hún væri sá ráð­herra sem þeir bæru mest traust til. Í könn­un­inni sem birt er í dag er það hlut­fall komið niður í 10,7 pró­sent, og hefur því nán­ast helm­ing­ast á rúmu ári. Mán­uð­ina áður en að könnun Zenter var gerð í fyrra hafði Lilja verið mikið í kast­ljósi fjöl­miðla sem ein þeirra sem varð fyrir barð­inu á tali nokk­urra þing­manna Mið­flokks­ins á Klaust­ur­bar í nóv­em­ber 2018, og hafði hlotið lof fyrir fram­göngu sína í kjöl­farið þar sem hún kall­aði hátt­erni mann­anna meðal ann­ars ofbeldi.

Lilja er nú í þriðja sæti á list­anum yfir þá ráð­herra sem best er treyst, en rétt fyrir ofan hana er Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Alls segja 10,8 pró­sent lands­manna að þeir treysti honum best allra ráð­herra. 

Tveir ráð­herrar bæta ágæt­lega við sig á milli ára. Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra nýtur nú mest trausts hjá 7,2 pró­sent aðspurðra en það hlut­fall var þrjú pró­sent fyrir rúmu ári síð­an. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra, fer úr 2,2 pró­sentum í 6,2 pró­sent og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, lækkar skarpt í trausti milli ára. Hún naut mest trausts hjá 6,8 pró­sent lands­manna sum­arið 2019 en það hlut­fall mælist nú 3,8 pró­sent. 

Auglýsing
Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, sem tók við emb­ætti dóms­mála­ráð­herra í fyrra­haust, er nú mæld í fyrsta sinn í könnun Zent­er. Alls segj­ast 4,7 pró­sent kjós­enda treysta henni best allra ráð­herra.

Þrír ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks í þremur efstu sæt­unum

Bjarni Bene­dikts­son er áfram sem áður sá ráð­herra sem flestir bera minnst traust til. Alls seg­ist fjórð­ungur aðspurðra að þeir treysti honum minnst. Það er þó umtals­vert lægra hlut­fall en í fyrra þegar 35 pró­sent sögð­ust ekki treysta Bjarna. 

Á eftir Bjarna á list­anum yfir þeim sem er minnst treyst kemur sam­flokks­maður hans Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra. Hlut­fall þeirra sem nefna hann sem ráð­herr­ann sem þeir treysti minnst hefur rokið upp milli ára og er nú 18,8 pró­sent. Í fyrra var það hlut­fall 8,7 pró­sent og Krist­ján Þór hefur því tekið til sín nær alla þá sem nefndu Bjarna sem þann sem þeir treystu minnst í fyrra, en völdu annan ráð­herra í ár. 

Færri bera minnst traust til heil­brigð­is­ráð­herra en í fyrra sögð­ust næst­flestir bera minnst traust til Svan­dís­ar. Í stað hennar er Krist­ján Þór Júl­í­us­son nú næstoft­ast nefndur á eftir Bjarna. Í fyrra báru 8,7 pró­sent minnst traust til Krist­jáns Þórs en, en tæp 19 pró­sent bera minnst traust til hans í dag. Krist­ján Þór hefur verið mikið í sviðs­ljósi fjöl­miðla und­an­farið ár vegna tengsla sinna við Sam­herja, en það fyr­ir­tæki og nokkrir lyk­il­starfs­menn þess eru til rann­sóknar vegna meintra mútu­greiðslna, pen­inga­þvættis og skatta­snið­göngu í tengslum við umsvif þess í Namib­íu.

Tölu­vert dregur úr þeim fjölda sem nefndir Svandísi Svav­ars­dóttur sem þann ráð­herra sem þeir treysta minnst. Það hlut­fall var 13,1 pró­sent í fyrra en er 5,8 pró­sent nú.

Í þriðja sæti yfir þá ráð­herra sem er treyst minnst er sá nýjasti, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, með 9,4 pró­sent. Því raða ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks sér í þrjú efstu sætin yfir þá sem fólk nefnir þegar það er spurt um hvaða ráð­herra það treystir minnst. 

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra stendur nán­ast í stað í þeim flokki milli ára, fer úr 5,5 pró­sentum í 5,9 pró­sent. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent