Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin

Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.

ÞKG, Sunna og Logi
Auglýsing

Sam­eig­in­legt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja: Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks, mælist 40,8 pró­sent í nýrri könnun Zenter sem gerð var fyrir Frétta­blaðið og greint er frá í blaði dags­ins. Allir stjórn­ar­flokk­arnir mæl­ast undir kjör­fylgi.

Sama könnun sýnir að þrír stærstu stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arn­ir: Sam­fylk­ing, Píratar og Við­reisn, mæl­ast nú með 41,1 pró­sent fylgi, eða aðeins meira en sam­eig­in­legt fylgi stjórn­ar­flokk­anna. Þeir mynda, ásamt Vinstri græn­um, meiri­hluta í næst stærsta stjórn­valdi lands­ins, Reykja­vík­ur­borg og hafa allir ýjað að því að þeir flokkar sem skil­greina sig sem kerf­is­breyt­inga­öfl þurfi að mynda rík­is­stjórn eftir næstu kosn­ing­ar, sem fara fram eftir tæpt ár, eða 25. sept­em­ber 2021. Ef Vinstri grænum er bætt við þá er sam­an­lagt fylgi þeirra flokka sem mynda meiri­hluta í Reykja­vík 50,8 pró­sent.

Eina leiðin til að mynda þriggja flokka rík­is­stjórn, yrði nið­ur­staða könn­unar Zenter það sem talið yrði upp úr kjör­köss­un­um, væri með aðkomu bæði Sjálf­stæð­is­flokks og Sam­fylk­ing­ar. Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið að það væri „ekki að fara ger­ast“. Sam­starf flokk­anna gerð­ist bara í sjón­varps­þátt­um, og vís­aði þar til þáttar­að­ar­innar „Ráð­herrann“ sem nú er til sýn­ingar á RÚV. Logi hefur ítrekað sagt það opin­ber­lega á und­an­förnum árum að ekki komi til greina að mynda rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stærsti flokk­ur­inn

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er áfram sem áður stærsti flokkur lands­ins og mælist með 23,2 pró­sent fylgi. Vinstri græn mæl­ast nú með 9,7 pró­sent fylgi, sem þýðir að flokk­ur­inn hefur tapað lang­leið­ina að helm­ingi þess fylgis sem hann fékk í kosn­ing­unum 2017, þegar 16,9 pró­sent kjós­enda kusu hann. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er sömu­leiðis að mæl­ast mjög lágt, eða með 7,9 pró­sent fylgi, sem yrði versta útkoma hans í sög­unni yrði hún að veru­leika.Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir sitja sem stendur saman í tveimur valdamestu stólunum við ríkisstjórnarborðið. MYND: Bára Huld Beck

Mið­flokk­ur­inn, sem varð til þegar Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son klauf sig úr Fram­sókn­ar­flokkn­um, mælist með sama fylgi og gamli flokk­ur­inn, eða 7,9 pró­sent. Það þýðir að sitj­andi stjórn­ar­flokkar gætu ekki tekið Mið­flokk­inn, sem er deilir mörgum kerf­is­varn­ar­á­herslum með þeim, með í rík­is­stjórn sem væri með meiri­hluta kjós­enda á bak­við sig. 

Auglýsing
Í ljósi þess að Flokkur fólks­ins, sem mælist með tæp­lega fimm pró­sent fylgi, og Sós­í­alista­flokkur Íslands, með 3,9 pró­sent fylgi, myndu að öllum lík­indum ekki ná inn á þing miðað við nið­ur­stöðu Zenter, og atkvæði greidd þeim því falla niður dauð, þá gætu þessir fjórir flokkar þó lík­lega myndað mjög tæpan meiri­hluta.

Sam­fylk­ingin mælist næst stærst

Sam­fylk­ingin mælist með 17,2 pró­sent í könnun Zenter sem myndi gera hana að næst stærsta flokki lands­ins. Píratar mæl­ast með 13,9 pró­sent og yrðu þriðji stærsti flokk­ur­inn miðað við þá nið­ur­stöðu. Við­reisn hefur nokkuð stöðugt, í könn­unum Zenter og þeim sem önnur könn­un­ar­fyr­ir­tæki gera, mælst með í kringum tíu pró­sent fylgi síð­ustu mán­uði. Á því er engin breyt­ing í þess­ari könn­un.

Sam­tals myndu þessir þrír flokkar bæta við sig 13,1 pró­sentu­stigi frá síð­ustu þing­kosn­ingum ef nið­ur­staða könn­unar Zenter yrði að veru­leika. Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír myndu á sama tíma tapa 12,1 pró­sentu­stigi frá því að kosið var síð­ast. Þorri þess taps yrði hjá Vinstri græn­um, eða um 60 pró­sent.

Könn­unin var send á könn­un­ar­hóp Zenter rann­sókna og svar­tími var frá 23. til 28. sept­em­ber. Í hópnum voru 2.500 ein­stak­lingar á Íslandi, átján ára og eldri og voru svör þeirra vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Svar­endur voru 1.281 eða 51 pró­sent. 

Kann­anir ekki að sýna sömu stöðu

Nið­ur­staða könn­unar Zenter er ansi ólík því sem síð­asta könnun MMR sýndi. Þar mæld­ist til að mynda fylgi Sjálf­stæð­is­flokks 25,6 pró­sent en Sam­fylk­ingar 12,8 pró­sent. 

Mið­flokk­ur­inn mæld­ist þar í kjör­fylgi, eða 10,8 pró­sent, en Vinstri græn fengu sína verstu mæl­ingu frá því fyrir Panama­skjölin vorið 2016 í könn­unum MMR og mæld­ust með 8,5 pró­sent fylg­i. 

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir voru með sam­an­lagt 42,4 pró­sent í könnun MMR en sam­an­lagt fylgi Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Við­reisnar var 37,2 pró­sent.

Í síð­ustu könnun Gallup, sem birt var í byrjun sept­em­ber, mæld­ust Vinstri græn með 12,6 pró­­sent fylgi. Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn naut stuðn­­ings 22,8 pró­­sent kjós­­enda og Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn var með 7,9 pró­­sent fylgi. Sam­an­lagt fylgi rík­­is­­stjórn­­­ar­­flokk­anna þriggja sam­kvæmt því var 43,3 pró­­sent.

sam­an­lagt fylgi Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Við­reisnar mæld­ist þá 39 pró­­sent.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Fatnaður, geimferðir og sjálfbærni: Þjóðfræðirannsóknir fyrir framtíðina
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent