Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin

Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.

ÞKG, Sunna og Logi
Auglýsing

Sam­eig­in­legt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja: Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks, mælist 40,8 pró­sent í nýrri könnun Zenter sem gerð var fyrir Frétta­blaðið og greint er frá í blaði dags­ins. Allir stjórn­ar­flokk­arnir mæl­ast undir kjör­fylgi.

Sama könnun sýnir að þrír stærstu stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arn­ir: Sam­fylk­ing, Píratar og Við­reisn, mæl­ast nú með 41,1 pró­sent fylgi, eða aðeins meira en sam­eig­in­legt fylgi stjórn­ar­flokk­anna. Þeir mynda, ásamt Vinstri græn­um, meiri­hluta í næst stærsta stjórn­valdi lands­ins, Reykja­vík­ur­borg og hafa allir ýjað að því að þeir flokkar sem skil­greina sig sem kerf­is­breyt­inga­öfl þurfi að mynda rík­is­stjórn eftir næstu kosn­ing­ar, sem fara fram eftir tæpt ár, eða 25. sept­em­ber 2021. Ef Vinstri grænum er bætt við þá er sam­an­lagt fylgi þeirra flokka sem mynda meiri­hluta í Reykja­vík 50,8 pró­sent.

Eina leiðin til að mynda þriggja flokka rík­is­stjórn, yrði nið­ur­staða könn­unar Zenter það sem talið yrði upp úr kjör­köss­un­um, væri með aðkomu bæði Sjálf­stæð­is­flokks og Sam­fylk­ing­ar. Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið að það væri „ekki að fara ger­ast“. Sam­starf flokk­anna gerð­ist bara í sjón­varps­þátt­um, og vís­aði þar til þáttar­að­ar­innar „Ráð­herrann“ sem nú er til sýn­ingar á RÚV. Logi hefur ítrekað sagt það opin­ber­lega á und­an­förnum árum að ekki komi til greina að mynda rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stærsti flokk­ur­inn

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er áfram sem áður stærsti flokkur lands­ins og mælist með 23,2 pró­sent fylgi. Vinstri græn mæl­ast nú með 9,7 pró­sent fylgi, sem þýðir að flokk­ur­inn hefur tapað lang­leið­ina að helm­ingi þess fylgis sem hann fékk í kosn­ing­unum 2017, þegar 16,9 pró­sent kjós­enda kusu hann. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er sömu­leiðis að mæl­ast mjög lágt, eða með 7,9 pró­sent fylgi, sem yrði versta útkoma hans í sög­unni yrði hún að veru­leika.Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir sitja sem stendur saman í tveimur valdamestu stólunum við ríkisstjórnarborðið. MYND: Bára Huld Beck

Mið­flokk­ur­inn, sem varð til þegar Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son klauf sig úr Fram­sókn­ar­flokkn­um, mælist með sama fylgi og gamli flokk­ur­inn, eða 7,9 pró­sent. Það þýðir að sitj­andi stjórn­ar­flokkar gætu ekki tekið Mið­flokk­inn, sem er deilir mörgum kerf­is­varn­ar­á­herslum með þeim, með í rík­is­stjórn sem væri með meiri­hluta kjós­enda á bak­við sig. 

Auglýsing
Í ljósi þess að Flokkur fólks­ins, sem mælist með tæp­lega fimm pró­sent fylgi, og Sós­í­alista­flokkur Íslands, með 3,9 pró­sent fylgi, myndu að öllum lík­indum ekki ná inn á þing miðað við nið­ur­stöðu Zenter, og atkvæði greidd þeim því falla niður dauð, þá gætu þessir fjórir flokkar þó lík­lega myndað mjög tæpan meiri­hluta.

Sam­fylk­ingin mælist næst stærst

Sam­fylk­ingin mælist með 17,2 pró­sent í könnun Zenter sem myndi gera hana að næst stærsta flokki lands­ins. Píratar mæl­ast með 13,9 pró­sent og yrðu þriðji stærsti flokk­ur­inn miðað við þá nið­ur­stöðu. Við­reisn hefur nokkuð stöðugt, í könn­unum Zenter og þeim sem önnur könn­un­ar­fyr­ir­tæki gera, mælst með í kringum tíu pró­sent fylgi síð­ustu mán­uði. Á því er engin breyt­ing í þess­ari könn­un.

Sam­tals myndu þessir þrír flokkar bæta við sig 13,1 pró­sentu­stigi frá síð­ustu þing­kosn­ingum ef nið­ur­staða könn­unar Zenter yrði að veru­leika. Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír myndu á sama tíma tapa 12,1 pró­sentu­stigi frá því að kosið var síð­ast. Þorri þess taps yrði hjá Vinstri græn­um, eða um 60 pró­sent.

Könn­unin var send á könn­un­ar­hóp Zenter rann­sókna og svar­tími var frá 23. til 28. sept­em­ber. Í hópnum voru 2.500 ein­stak­lingar á Íslandi, átján ára og eldri og voru svör þeirra vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Svar­endur voru 1.281 eða 51 pró­sent. 

Kann­anir ekki að sýna sömu stöðu

Nið­ur­staða könn­unar Zenter er ansi ólík því sem síð­asta könnun MMR sýndi. Þar mæld­ist til að mynda fylgi Sjálf­stæð­is­flokks 25,6 pró­sent en Sam­fylk­ingar 12,8 pró­sent. 

Mið­flokk­ur­inn mæld­ist þar í kjör­fylgi, eða 10,8 pró­sent, en Vinstri græn fengu sína verstu mæl­ingu frá því fyrir Panama­skjölin vorið 2016 í könn­unum MMR og mæld­ust með 8,5 pró­sent fylg­i. 

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir voru með sam­an­lagt 42,4 pró­sent í könnun MMR en sam­an­lagt fylgi Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Við­reisnar var 37,2 pró­sent.

Í síð­ustu könnun Gallup, sem birt var í byrjun sept­em­ber, mæld­ust Vinstri græn með 12,6 pró­­sent fylgi. Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn naut stuðn­­ings 22,8 pró­­sent kjós­­enda og Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn var með 7,9 pró­­sent fylgi. Sam­an­lagt fylgi rík­­is­­stjórn­­­ar­­flokk­anna þriggja sam­kvæmt því var 43,3 pró­­sent.

sam­an­lagt fylgi Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Við­reisnar mæld­ist þá 39 pró­­sent.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alþjóðlegu stórfyrirtækin Google og Meta taka til sín stóran hluta af því fé sem íslenskir auglýsendur nota til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri.
Hlutdeild erlendra miðla á auglýsingamarkaði eykst enn og nálgast helming
Verulegur hluti íslensku auglýsingakökunnar rennur til rekstraraðila Facebook og Google og ætla má að 43,2 af hverjum 100 krónum sem varið var í auglýsingar á Íslandi í fyrra hafi runnið til erlendra fyrirtækja, samkvæmt nýrri úttekt Hagstofunnar.
Kjarninn 7. desember 2022
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent