Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin

Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.

ÞKG, Sunna og Logi
Auglýsing

Sam­eig­in­legt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja: Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks, mælist 40,8 pró­sent í nýrri könnun Zenter sem gerð var fyrir Frétta­blaðið og greint er frá í blaði dags­ins. Allir stjórn­ar­flokk­arnir mæl­ast undir kjör­fylgi.

Sama könnun sýnir að þrír stærstu stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arn­ir: Sam­fylk­ing, Píratar og Við­reisn, mæl­ast nú með 41,1 pró­sent fylgi, eða aðeins meira en sam­eig­in­legt fylgi stjórn­ar­flokk­anna. Þeir mynda, ásamt Vinstri græn­um, meiri­hluta í næst stærsta stjórn­valdi lands­ins, Reykja­vík­ur­borg og hafa allir ýjað að því að þeir flokkar sem skil­greina sig sem kerf­is­breyt­inga­öfl þurfi að mynda rík­is­stjórn eftir næstu kosn­ing­ar, sem fara fram eftir tæpt ár, eða 25. sept­em­ber 2021. Ef Vinstri grænum er bætt við þá er sam­an­lagt fylgi þeirra flokka sem mynda meiri­hluta í Reykja­vík 50,8 pró­sent.

Eina leiðin til að mynda þriggja flokka rík­is­stjórn, yrði nið­ur­staða könn­unar Zenter það sem talið yrði upp úr kjör­köss­un­um, væri með aðkomu bæði Sjálf­stæð­is­flokks og Sam­fylk­ing­ar. Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið að það væri „ekki að fara ger­ast“. Sam­starf flokk­anna gerð­ist bara í sjón­varps­þátt­um, og vís­aði þar til þáttar­að­ar­innar „Ráð­herrann“ sem nú er til sýn­ingar á RÚV. Logi hefur ítrekað sagt það opin­ber­lega á und­an­förnum árum að ekki komi til greina að mynda rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stærsti flokk­ur­inn

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er áfram sem áður stærsti flokkur lands­ins og mælist með 23,2 pró­sent fylgi. Vinstri græn mæl­ast nú með 9,7 pró­sent fylgi, sem þýðir að flokk­ur­inn hefur tapað lang­leið­ina að helm­ingi þess fylgis sem hann fékk í kosn­ing­unum 2017, þegar 16,9 pró­sent kjós­enda kusu hann. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er sömu­leiðis að mæl­ast mjög lágt, eða með 7,9 pró­sent fylgi, sem yrði versta útkoma hans í sög­unni yrði hún að veru­leika.Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir sitja sem stendur saman í tveimur valdamestu stólunum við ríkisstjórnarborðið. MYND: Bára Huld Beck

Mið­flokk­ur­inn, sem varð til þegar Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son klauf sig úr Fram­sókn­ar­flokkn­um, mælist með sama fylgi og gamli flokk­ur­inn, eða 7,9 pró­sent. Það þýðir að sitj­andi stjórn­ar­flokkar gætu ekki tekið Mið­flokk­inn, sem er deilir mörgum kerf­is­varn­ar­á­herslum með þeim, með í rík­is­stjórn sem væri með meiri­hluta kjós­enda á bak­við sig. 

Auglýsing
Í ljósi þess að Flokkur fólks­ins, sem mælist með tæp­lega fimm pró­sent fylgi, og Sós­í­alista­flokkur Íslands, með 3,9 pró­sent fylgi, myndu að öllum lík­indum ekki ná inn á þing miðað við nið­ur­stöðu Zenter, og atkvæði greidd þeim því falla niður dauð, þá gætu þessir fjórir flokkar þó lík­lega myndað mjög tæpan meiri­hluta.

Sam­fylk­ingin mælist næst stærst

Sam­fylk­ingin mælist með 17,2 pró­sent í könnun Zenter sem myndi gera hana að næst stærsta flokki lands­ins. Píratar mæl­ast með 13,9 pró­sent og yrðu þriðji stærsti flokk­ur­inn miðað við þá nið­ur­stöðu. Við­reisn hefur nokkuð stöðugt, í könn­unum Zenter og þeim sem önnur könn­un­ar­fyr­ir­tæki gera, mælst með í kringum tíu pró­sent fylgi síð­ustu mán­uði. Á því er engin breyt­ing í þess­ari könn­un.

Sam­tals myndu þessir þrír flokkar bæta við sig 13,1 pró­sentu­stigi frá síð­ustu þing­kosn­ingum ef nið­ur­staða könn­unar Zenter yrði að veru­leika. Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír myndu á sama tíma tapa 12,1 pró­sentu­stigi frá því að kosið var síð­ast. Þorri þess taps yrði hjá Vinstri græn­um, eða um 60 pró­sent.

Könn­unin var send á könn­un­ar­hóp Zenter rann­sókna og svar­tími var frá 23. til 28. sept­em­ber. Í hópnum voru 2.500 ein­stak­lingar á Íslandi, átján ára og eldri og voru svör þeirra vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Svar­endur voru 1.281 eða 51 pró­sent. 

Kann­anir ekki að sýna sömu stöðu

Nið­ur­staða könn­unar Zenter er ansi ólík því sem síð­asta könnun MMR sýndi. Þar mæld­ist til að mynda fylgi Sjálf­stæð­is­flokks 25,6 pró­sent en Sam­fylk­ingar 12,8 pró­sent. 

Mið­flokk­ur­inn mæld­ist þar í kjör­fylgi, eða 10,8 pró­sent, en Vinstri græn fengu sína verstu mæl­ingu frá því fyrir Panama­skjölin vorið 2016 í könn­unum MMR og mæld­ust með 8,5 pró­sent fylg­i. 

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir voru með sam­an­lagt 42,4 pró­sent í könnun MMR en sam­an­lagt fylgi Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Við­reisnar var 37,2 pró­sent.

Í síð­ustu könnun Gallup, sem birt var í byrjun sept­em­ber, mæld­ust Vinstri græn með 12,6 pró­­sent fylgi. Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn naut stuðn­­ings 22,8 pró­­sent kjós­­enda og Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn var með 7,9 pró­­sent fylgi. Sam­an­lagt fylgi rík­­is­­stjórn­­­ar­­flokk­anna þriggja sam­kvæmt því var 43,3 pró­­sent.

sam­an­lagt fylgi Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Við­reisnar mæld­ist þá 39 pró­­sent.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur einnig heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent